Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984. 17 Þessi opna í helgarblaðinu er um auglýsinguna í opnunni Flestir lesendur dagblaöa kannast viö síðu eins og þessa. Megnið fer undir stóra auglýsingu og við hliðina er efni frá ritstjóm blaðsins. Það er sjaldgæft aö efni blaðsins og auglýsingin eigi eitthvað sameiginlegt — en í þessu til- viki er sú raunin. Við höfðum samband við Gunnar Stein Pálsson, framkvæmdastjóra, og fengum hann til aö taka þátt í smá leik með okkur. Starfslið hans bjó til aug- lýsingu um helgarblað DV og hana ætlum við að nota til að útskýra hvem- ig auglýsing í blaö verður til. Mynda- sagan hér á opnunni sýnir ferlið við pöntun og vinnslu auglýsingar og Gunnar Stein báðum við að upplýsa okkur nánar um vinnslu og hugmyndir á bak við svona auglýsingu. „Auglýsingar eins og þessi sem al- menningur sér iöulega í dagblöðum og tímaritum em aðeins lítill hluti þess starfs sem stærri auglýsingastofurnar vinna fyrir viðskiptavini sína,” sagði Gunnar Steinn. ,,I stuttu málimá segja að við vinnum með það að markmiði að viðskiptavinurinn geti komið til okkar með ákveðna framleiðslu eða þjónustu og spurt: „Hvaö á ég að gera til að seljaþetta?” Til að gefa markviss svör við spum- ingu sem þessari verður auglýsinga- stofan, áður en hún fer aö búa til eigin- legar auglýsingar, að vinna markaðs- rannsóknir, komast að því hverjir séu líklegir kaupendur og í framhaldi af því getur hún ráðlagt viðskiptavini sínum um það hvemig hann eigi að bera sig aö við að selja vöruna eða þjónustuna — þar með talið hversu mikið fjármagn hann eigi að nota í kynningarstörf. Þegar sú niðurstaða er fengin, að minnsta kosti í grófum dráttum, gerum við ítarlega kostnaðar- og fram- kvæmdaáætlun um það hvemig aug- lýsingamálum skuli háttað yfir ákveð- ið tímabil. Þá byrjar hin eiginlega framleiðsla hvort sem hún heitir gerð auglýsinga fyrir dagblöð, tímarit, sjónvarp eða útvarp, bæklingaútgáfa, fréttabréf, blaöamannafundir, þótt- taka í sýningum, beinai bréfasending- ar til væntanlegra viðskiptavina eða eitthvaöannað. Stundum ganga hlutirnir svona en einnig geta komið upp allt öðmvísi dæmi — til dæmis einstök auglýsing sem unnin er með hraði eftir tillögum f rá viðskiptavininum. Að slökkva á hreyflinum — Af hverju þessi auglýsing svona en ekki einhvern veginn allt öðmvisi? „Þessi auglýsing er hugsuð af okkur,” sagði Gunnar Steinn, „sem hluti af stærra munstri. Þegar viö fengum beiðni frá Páli Stefánssyni, auglýsinga- og sölustjóra DV, að gera auglýsingu um helgarblað DV þá ákváðum við að gera hana í fullri alvöra og eins og hún væri hluti af víð- feðmri herferð DV í auglýsingamálum. Við teljum að einstök og sjálfstæð aug- lýsing fyrir helgarblaðiö eigi lítinn rétt ásér.” — Nú er DV stöðugt í sviðsljósinu og almenningur hefur það fyrir augunum daglega. Hvers vegna þarf svona fyrir- tæki yfirhöfuð að auglýsa ? „I fyrsta lagi erum við sannfærðir um að DV þyrfti á öflugu auglýsinga- starfi að halda vegna samkeppnisaðil- ans, sérstaklega Morgunblaösins, sem hefur forystu og leggur mikið upp úr öflugu auglýsingastarfi. I öðru lagi vegna þess sem forstjóra Coca Cola tókst að skýra svo vel með einni spurningu. Hann var eitt sinn spurður á fréttamannaf undi um borö í flugvél hvers vegna fyrirtæki hans auglýsti svo rosalega rnikið á sama tíma og nánast hvert mannsbam í heiminum þekkti Coca Cola og allir væru sammála um að það væri ágætur drykkur. Hann svaraði með því einu að biðja viömælanda sinn aö fara fram i flugstjómarklefann og spyrja Ðug- stjórann af hverju hann slökkti ekki bara ó hreyflunum nú þegar vélin væri komin á loft. Að okkar áliti er DV dæmigerður auglýsandi sem með góðri samvisku getur talað um að f járfesta í a uglýsing- um, ekki eyða í þær.” — Hvaða hugsun er ó bak við aug- lýsingu eins og þessa sem hér er? Einfaldasta leiðin oft best ,,Fyrsta skrefið var að reyna að átta sig á til hvaöa fólks auglýsingin ætti að ná. Það er auðséð að markhópurinn er stór. DV vill ná til ungs fólks og gam- als, karla og kvenna, úr öllum þjóð- félagsstigum og alls staðar að af landinu: Yfirhöfuð allra Islendinga. Þetta er s jaldgæf niöurstaða. Minnugir þess aö í auglýsinga- málum er einfaldasta leiðin oft sú besta þá tókum við ókvörðun um að rétt væri að leggja áherslu á fólk í helg- arblaöinu fyrir fólkiö í landinu. Viðtöl við fólk og önnur umfjöllun um fólk er uppistaða helgarblaðsins og þar að auki er maöur manns gaman. Þetta var meginhugsunin og til við- bótar kom sú staðreynd að á þessum árstíma er ekki hægt aö leika sér alltof lengi í auglýsingaheúninum. Þetta var þægileg og fljótleg leið til að vinna eftir enda bjuggum við þessa auglýsingu til áeinumdegi.” SGV SkemmtUegt íólk, feilegt, fallegt, dularfullt, fyndiö, málglatt, áhrifamikiö, venjulegt, hressilegt, ungt og gamalt, spennandi fólk. HELGARBLAÐ AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.