Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER1984. 15 „Dánartiðni vegna kransæðasjúk- dóma er mun hærri meðai sígar- ettureykingamanna en þeirra sem reykja ekki." „Þungaðar kanínur sem eru látnar anda að sár kolsýrlingi fœða frem- ur fyrir timann og oftar andvana afkvæmi en aðrar kaninur." „25 ára gamall karlmaður sem aldrei hefur reykt mun lifa að meðaltali 5 árum lengur en jafn- gamall maður sem reykir 1—9 síg- arettur á dag." „Sigarettureykingamenn veikjast mun oftar og verða oftar öryrkjar en þeir sem reykja ekki." „Deyja þeir ekki aðeins yngri að árum, heldur geta þeir búist við þvi að sjúkdómar hrjái þá oftar en aðra þau ár sem þeir lifa." Ymsir veröa aö nota hjálparmeðul eins og nikótíntyggjó en þa& er því miöur ekki fáanlegt í lyf jabúöum í dag en verður vonandi fljótlega. önnur atriði sem geta hjálpað eru aö halda sig sem mest frá þeim aöstæðum öðrum sem valda löngun í tóbak og um leið að stunda það athæfi af miklum eldmóð sem tengist reykingum sjaldan eða aldrei áður en var hætt. I þessu skyni veröur að sjálfsögðu að nota skránagóöu.” Dregið úr reykingum — Hefurþúreykt? „Já, ég hætti fyrir 5 mánuðum. Eg notaöi þá aðferð að kúpla niður. Eg komst úr pakka á dag niður í eitt bréf af piputóbaki á 10 daga fresti. Eg reykti það í fimm mánuði og fannst það eiginlega allan tímann vont. Það var því eiginlega ekki fórn heldur frelsun að hætta. Eg hafði reykt í 13 ár.” — En er ekki of mikill skaði skeöur þegar maður hefur reykt í 13 ár? „Raunverulega er alveg sama hvenær hætt er að reykja. Lífslíkurnar aukast alltaf eitthvað. Líkaminn byrjar strax aö vinna gegn þeim skaöa semhefur skeð.” — Hvert er annars gildi þess aö vera að kenna um skaösemi reykinga í skólunum. Hefur þaö einhver áhrif? „1 mínum huga er gildiö tvíþætt. I fyrsta lagi er þaö siðferðisleg skylda samfélagsins að upplýsa fólk, sérstak- lega börn og unglinga, um hvaöa áhættu þau taka með því aö reykja eða Ásgeir R. Helgason hætti að reykja fyrir fimm mánuðum. Hann er starfs- maður Krabbameinsfólags Reykjavíkur og frœðir okkur um hvernig eigi að fara að þvi að hætta að reykja. DV-mynd: Bj. Bj. stunda annað atferli sem er skaðlegt fyrir líkamann. Hvort það dregur úr reykingum er síðan algerlega óskyld spurning. Hins vegar hafa kannanir bent til að mjög hafi dregið úr reyking- um síðan þessi fræðsla fór í gang fyrir nokkrumárum. Eg tel það einnig næsta víst að fræðslan sitji í mönnum hvort sem þeir byrja reykingar þrátt fyrir hana eöa ekki og liggi því tU grundvallar aö menn taka þá ákvörðun að hætta aö reykja seinna á ævinni. Geta allir hætt? Annað atriði sem ég held að sé mjög veigamikið í fræðslunni um reykingar er aö fólk sé stöðugt gert meðvitað um það hvers vegna það by rjaði að reykja. Ég ætla ekki að tilgreina þær fjöl- þættu ástæður sem liggja aö baki slík- um ákvörðunum en ljóst er að hér er um félagslegar þrýstibreytur að ræða. Eg hef þá trú að ef menn gera sér grein fyrir því strax frá barnæsku að þeir eru leiksoppar hefða, tískufyrirbæra, auglýsenda og annarra sem sjá sér hag í því aö hafa áhrif á hegðun almennings þá breytist viðhorfið gegn reykingum og fjölmörgum þáttum sem eru óþarfir eöa jafnvel skaölegir manninum.” — Hvernig er meö menn í starfi eins og þínu. Hafa þeir flestir reykt áður? „Nei, þar er ekki lögð áhersla á að fá menn sem hafa reykt. En þaö er skU- yrði hins vegar aö þeir séu reyk- lausir.” — Er það mjög sterk þörf að reykja, heldurðu? „Þegar menn hætta aö reykja er það í fyrsta lagi ávani sem þeir eru aö leggja tU hUðar og allur ávani er Uialdssamur í sjálfu sér. Sem dæmi um þaö hvað menn eyða stórum hluta ævi sinnar í það að reykja þá hefur maður sem hefur reykt að meðaltali 1 pakka á dag í tíu ár eytt því sem næst einu ári af þeim bara í athöfnina að reykja. Það er ljóst að slíkt skarð verður ekki fyUt á neinn auöveldan hátt. I öðru lagi er í tóbaki líkamlegt ávana- efni — nikótin. Það skýrir að sjálf- sögðu stóran hluta þess aö menn leggja mi'dð á sig tU þess að ná í sígarettu'-.” — En nú finnst manni eins og sumir geti bara alls ekki hætt. Er það rétt? „Það er á hreinu að þaö geta aUir hætt að reykja,” segir Asgeir. „Það þarf bara mismunandi mikinn aga og hjálp. Frumskilyrðið er að vera alger- lega ákveöinn. Flestir sem eru á flökti hafa bara aUs ekki tekið þá ákvörðun aö hætta. Menn verða að hafa á- stæðuna fyrir því að þeir hætta á hreinu. Hún þarf aö vera góð og gild því það getur verið gott að reykja og maður hefur kannski ekki allt of mUdö af góðum hlutum í lífinu.” SGV Að búa til sín eigin húsgögn sjálfur LlnU INN HJÁOKKUR UM HELGINA Löngum hafa kubbar verið eitt vinsæl- asta leikfang barna. Nú eru komnir kubbar sem börn á öllum aldri geta leikið sér að og búið til sín eigin húsgögn, skilrúm og hvað sem er. OPK) LAUGARD. KL. 10-16. 10 Sími77440. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði, akstur frá flugvelli og fararstjóri. Verð í tvíbýli frá kr. 9.835.00 GLASG0W Helgar- og vikurferðir. Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði á fyrsta flokks hóteli. Verð í tvíbýli frá kr. 8.935.00 mnnn 9.370. Helgar- og vikuferðir. Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 9.370.00 LUXEMB0URG 10.765. Helgar- og vikuferðir. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.765.00. 14.241 Helgar- og vikuferðir. Flogið um Luxembourg til Parísar. Helgarferð: Flug og gistingm/morgunverði/flug og bíll. Verð í tvíbýli frá kr. 14.241.00. 15.568. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Flogið um Luxembourg. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 15.568.00. KAUPM.H0FN 10.334. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.334.00. i. 23.909. Flogið um Luxembourg. Flug og gisting í Agadir í tvær vikur auk 3ja nátta gistingar í Luxembourg — 17 daga ferð. Verð í tvíbýli frá kr. 23.909.00. i. 1 1 - 22.529. Alltaf er nú notalegt að skreppa til Kanaríeyja úr skammdeginu á Islandi. — Fjölbreytt úrval gististaða, margskonar ferðamöguleikar. Fáðu upplýsingar hjá okkur um ferðamátann, sem hentar þér. Verð frá kr. 22.529.00. SKIÐAFERDIR 22.098. í boði er fjölbreytt úrval skíðaferða í vetur, frá desembermánuði ’84 til vors ’85. — Viku-, 2ja vikna og 3ja vikna ferðir. Beina flugið til Austurríkis byrjar 26. des. — Góðir gististaðir í Mayrhofen. Verð í tvíbýli m/hálfu fæði í 2 vikur frá kr. 22.098.00. Láttu okkur aðstoða þig við að velja Skíðaferðina sem hentar þér. FARSEÐLAR UM ALLAN HEIM! FEROA MIÐSTOÐIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 BJARM DAGUR/AUGl TEKNKT0FA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.