Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984.
21
Texti:
SigurðurÞór
Salvarsson
dagsvinnu hækkaöi úr 15 aurum í 18 í
23 aura í eftirvinnu frá 19 til 23,28 aura
fyrir vinnu eftir klukkan 23 , 30 aura á
sunnudögum og 40 aura eftir klukkan
19 á sunnudögum en 15aurarnirhöfðu
fram að þessu verið látnir gilda á alla
linuna.
Er þessum kröfum kvennanna var
ekki sinnt lögðu þær niður vinnu þann
1. mars. Tóku alls um 100 konur þátt í
verkfallinu. Ekki voru konurnar í
neinu verkalýðsfélagi en nutu stuðn-
ings Verkamannafélagsins Hlífar og
gerðust margar kvennanna félagar í
því á meðan á verkfallinu stóð. Lengi
vel þráuðust atvinnurekendur við að
hlusta á kröfur kvennanna og sögðu að
ef kaupið yrði hækkað upp í 18 aura
yrði það til þess að gamalt kvenfólk og
unglingar útilokuöust frá vinnunni. Að
lokum urðu þó atvinnurekendur aö
gefa eftir og 11. apríl var skrifaö undir
samninga þar sem gengiö var að
kröfum kvennanna að mestu eða öllu
leyti.
Deilt við erlenda
verktaka
Arið eftir verkfallið í Hafnarfirði
verður fyrsta verkfallið í Reykja vík og
eru það verkamenn viö hafnargerðina
sem að því standa. Málavextir voru
þeir að bæjarstjórn Reykjavíkur hafði
ráðið danskan verktaka til að vinna
verkið og er hann tilkynnti verka-
mönnunum um kaup og vinnutilhögun
fór hann ekkert eftir samskonar
samningum milli íslenskra atvinnu-
rekenda og verkamanna. Meðal
annars len«di hann dagvinnutímann
úr 10 tímum í 12 og sama kaupgjald
skyldi gilda allan tímann.
Þessu vildu verkamennirnir ekki
hlíta og eftir samráö viö verkamanna-
lélagiö Dagsbrún ákváöu þeir aö
leggja niöur vinnuna ef ekki yrði fariö
að íslenskum samningum. Þessu var
ekki sinnt og hófst því boðaö verkfall.
Vinnan við hafnargerðina stöðvaöist
þó ekki alveg því annars vegar var
ekki full samstaöa meðal verkamann-
anna og héldu nokkrir áfram að vinna
og hins vegar fengust aðkomumenn og
lausingjartil verksins.
En verkamenn áttu hauk í horni þar
sem einn verkstjóranna við hafnar-
gerðina var, sænskur maður,
Hermann Danielsson að nafni. Gerði
hann sér nú far um að þreyta verk-
fallsbrjótana með miklu vinnuálagi og
fá þá þannig til að hverfa frá vinnunni.
Fór svo að Hermanni var vikiö frá
störfum fyrir þetta athæfi sitt.
Danski verktakinn sá þó um síðir að
sér væri ekki stætt á þessum deilum
við verkamenn í Reykjavík og 28. júní
1913, réttum tveimur mánuöum eftir
að verkfallið hófst, voru undirritaðir
samningar um kaup og kjör við
hafnarvinnuna þar sem viðurkenndur
var 10 stunda vinnudagur, sérstakt
eftirvinnu- og helgidagakaup og vakta-
skipti ákveðin meðmismunandi kaupi.
Hrósuðu því verkfallsmenn sigri í
þessari deilu aö lokum.
Lifrarslagur
við höfnina
Reykjavíkurhöfn verður svo á ný
vettvangur verkfalla vorið 1916 er
skerst í odda milli Hásetafélags
Reykjavíkur annars vegar og Félags
íslenskra botnvörpuskipaeigenda hins
vegar. Deilan stendur fyrst og fremst
um verð og ágóðahlut háseta af lifur en
undir niðri er deilt um viðurkenningu á
Hásetafélaginu sem fullgildum
samningsaðila sjómanna.
Allar götur fram til 13. febrúar 1916
hafði verið þegjandi samkomulag um
það milli útgerðarmanna og sjómanna
að auk fasts mánaðarkaups bæri sjó-
mönnum öll lifur og hafði því fé sem
fyrir hana fékkst verið skipt milli
háseta og yfirmanna utan vélarrúms.
Fyrrnefndan dag tilkynntu útgeröar-
menn sjómönnum það að þeir vildu
komast aö samkomulagi um lifrar-
verðiö. Og nokkrum dögum síðar var
geröur samningur sem gilti út april-
mánuö og hljóöaöi upp á 35 krónur
fyrir hvert fat lifrar. Ennfremur segir
í samningnum að eftir samningstíma-
bilið skuli lifrarverðið vera hið al-
menna sem borgað er í Reykjavík,
nema um annaö sé samið milli út-
gerðarmanna ogsjómanna.
Skömmu áður en samningstíminn
rennur út tilkynna útgerðarmenn sjó-
mönnum að lifrarverð eigi að lækka
frá því sem verið hafi. Hásetafélagið
var engan veginn tilbúið til að sam-
þykkja þetta því vegna styrjaldar-
innar í Evrópu hafði verö á lýsi farið
hækkandi og var gangverð á lifrar-
fatinu 80—90 krónur. Útgerðarmenn
gáfu hins vegar í skyn að verðið myndi
lækka niður í 15 krónur fatið.
Hásetafélagið brást viö þessu með
því að boöa verkfall á togurunum frá
og meö 29, apríl. Og þegar þann dag
stöðvuðust fimm togarar vegna verk-
fallsins. Hljóp nú mikill hiti í deiluna
og kom til ryskinga þann 1. maí milli
verkfallsmanna og andstæöinga þeirra
er tveir togaranna reyndu að láta úr
höfn. Fór svo að togararnir komust á
brottenekki meönemahálfaáhöfn.
Varð nokkur ólga í bænum vegna
þessara mála og gengu verkfallsmenn
í hópum um götur bæjarins. Verkfallið
breiddist fljótlega út og stöövuðust
tveir togarar í Hafnarfirði. Ennfremur
studdu sjómenn úti á landsbyggöinni
stéttarbræöur sína í Reykjavík og varð
það meðal annars til þess að
togaramir tveir, sem brutust úr
Reykjavíkurhöfn 1. maí, urðu aftur að
hverfa til hafnar vegna þess aö hvergi
tókst aö fá mannskap í stað þeirra sem
voru í verkfalli.
Rúmri viku eftir að verkfallið hófst
voru allir togarar Islendinga, 19 tals-
ins, komnir til hafnar og bundnir við
bryggju vegna verkfallsins. Og viku
síöar eða þann 12. maí takast samning-
ar í deilunni sem hljóða upp á að háset-
ar skuli fá lifrarþóknun er miðist við
60 krónur á fat eða 25 krónum hærra en
fyrir verkfalliö. Var samningur þessi
samþykktur á félagsfundi í Háseta-
félaginu þrátt fyrir að ekki næðist
fram krafa félagsins um eignarrétt
yfir lifrinni. Lauk þar með þessu
víðtækasta verkfalli á landinu fram að
þessu.
Launalækkun og
sumarfrí
Enn eru þaö togarasjómenn sem
leika annað aöalhlutverkið er næst
dregur til stórtíðinda í vinnudeilum á
tslandi. Áriö er 1923 og eru vinnudeilur
þessar þekktar undir nafninu
„Blöndahlsslagurinn”.
Áöur en gangur mála er rakinn í
„Blöndahlsslagnum” er rétt að geta
tveggja stuttra verkfalla prentara sem
voru háö 1920 og 1923. I fyrra verk-
fallinu fara prentarar fyrstir stéttar-
félaga hér á landi fram á 8 stunda
vinnudag. Og eftir viku verkfall ná
þeir samningum um Lunahækkun, 6
daga sumarleyfi á fullu kaupi og 8
stunda vinnudag frá og með ára-
mótum 1920 —1921.
1923 stendur verkfall prentara í 6
vikur og er ástæðan fyrir verkfallinu
krafa atvinnurekenda um iækkun
launa um 19 prósent. Ennfremur vilja
atvinnurekendur fella niöur greiðslu
vegna veikindadaga og sögðust þar að
auki „ekki hafa efni á aö gefa þúsundir
króna í sumarleyfi prentara árlega”.
Er verkfalliö dróst á langinn skarst
þáverandi atvinnumálaráðherra,
Klemenz Jónsson, í deiluna og var að
lokum samið á grundvelh sáttatillögu
hans. Hún hljóðaði upp á 5 1/2 prósent
launalækkun til að byrja meö á 5
mánaða tímabili og síðan um 8 1/2
prósent til viðbótar á ööru 5 mánaða
tímabili. Sumarleyfi sínu héldu prent-
arar hins vegar óskertu.
„Blöndahls-
slagurinn"
Snúum okkur þá aö „Blöndahls-
slagnum”. Upphaf hans má rekja til
19. júní 1923 er útgerðarmenn tilkynna
sjómönnum um kauplækkun á togur-
unum. Sjómenn neituðu eindregiö aö
fallast á þetta og hófu verkfall. Smám
saman stöðvuðust togararnir og þótti
mörgum útgerðarmanninum það æði
blóðugt aö hafa þá bundna við bryggju
um hábjargræöistímann. Fram-
kvæmdastjóri útgerðarfélagsins
Sleipnis, Magnús Th. Blöndahl, greip
þá til þess ráðs að hefja undirbúning að
því að gera togara fyrirtækisins, Glað
og Gulltopp, út á síldveiðar.
Og í byrjun júlí voru togaramir
búnir til síldveiða og aðeins eftir að
setja vatn á katla þeirra. 9. júlí á að
framkvæma þaö verk en áður en skips-
höfn vatnsbáts Reykjavíkurhafnar
kemst að togurunum tekur 6 manna
sveit undir stjórn Björns Blöndal
stjóm bátsins í sínar hendur og leggur
honum við bryggju. Daginn eftir var
tilraunin endurtekin en allt fór á sömu
leið. VerkfaUsmenn tóku yfir stjóm
bátsins og lögðu honum við bryggju.
Þann 11. júlí átti aö láta til skarar
skríða og koma vatninu á katla togar-
anna meö góðu eöa illu. Var vatns-
báturinn mannaöur nýjum mönnum og
tók lögreglan að sér að vernda togar-
ana fyrir verkfaUsmönnum á meðan
vatnstakan færi fram. Fór lögreglu-
stjórinn sjálfur fyrir mönnum sínum
um borö í Glað en í hann átti að dæla
fyrst. Sjómenn höfðu sömuleiðis
mikinn viðbúnað og var mikill hiti í
mönnum. Og þegar vatnstakan átti að
hefjast sló í harða brýnu. Sjómenn
hlupu niður í nótabáta við hhð togar-
ans og hugðu þaðan á uppgöngu í
skipið. Við borðstokkinn stóð hins
vegar liö lögreglunnar vopnað kylfum.
Sjómenn létu það ekki aftra sér frá
ætlun sinni og eftir stuttan bardaga
var skipið í þeirra höndum. Þeir réðust
einnig um borö í vatnsbátinn og tóku
hann í sínar hendur. I hita bardagans
kubbaöist vatnsslangan í sundur,
sennilega fyrir eggjárni. Ekki urðu
nein meiriháttar meiðsl á mönnum í
slagnum og lauk honum með fullkomn-
um sigri sjómannanna.
Tveimur dögum eftir slaginn náðist
málamiðlun í deilunni og hurfu út-
gerðarmenn frá kauplækkunaráform-
um sínum. Sömuleiðis var málarekst-
ur gegn forystumönnum sjórnanna
látinn niöur falla.
Konur bíða ósigur
Kauplækkun var einnig tilefni næstu
stóru vinnudeilna en þær áttu sér stað
á árinu 1926. Að þessu sinni voru konur
annar aðilinn, Verkakvennafélagið
Framsókn. Deilurnar hófust í janúar
og í febrúar var þeim vísaö til sátta-
semjara. 18. febrúar tilkynnir félags-
fundur í Framsókn að samningaum-
leitanir sáttasemjara hafi engan
árangurboriö.
Þá gerist það aö atvinnurekendur
gera tilraun til aö sundra samtökum
kvennanna með því að senda út meðal
þeirra prentað tilboð um kaup til
undirskriftar. Hleypti þetta athæfi at-
vinnurekenda illu blóði í deiluna og fór
svo að á fundi 4. mars kolfelldu kon-
urnar þetta tilboð atvinnurekendanna.
Nokkrum dögum síöar auglýsa kon-
urnar þá taxta sem þær vildu að unnið
skyldi eftir en atvinnurekendur þver-
neituðu að viðurkenna þá taxta.
Nokkuð var úr vöndu að ráða fyrir kon-
urnar vegna þess að í öllum fiskstöðv-
unum vann mikið af ófélagsbundnu
fólki og óhægt um vik að hóta atvinnu-
rekendum vinnustöðvun.
Sneru þær sér því til Alþýöusam-
bands Islands og Verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar og báðu um liðsinni.
Brugðust félögin vel við þessari mála-
leitan og þann 16. mars stöövaöi stjóm
Dagsbrúnar alla vinnu viö togara og
önnur fiskiskip. Félag íslenskra botn-
vörpuskipaeigenda brást við með því
aö setja verkbann á alla vinnu við út-
og uppskipun á kolum þeim og salti
sem félagsmenn réöu yfir ef vinnu-
stöðvun við togarana yrði ekki hætt.
Þessu var ekki sinnt og hörönuðu nú
deilumar mjög. 22. mars fyrirskipaði
Dagsbrún algert verkfall við höfnina í
Reykjavík og var því vel framfylgt.
Þessu svöruöu atvinnurekendur með
því aö hóta Dagsbrún lækkun á kaup-
töxtum og allsher jar verkbanni. Reynt
var að komast að samkomulagi en at-
vinnurekendur höfnuðu hverri miðlun.
Var nú í nokkurt óefni komiö og gerðu
nú konumar lokatilraun til að knýja
fram sigur í deilunni og fóru fram á
það við Sjómannafélagiö að það fyrir-
skipaði samúðarverkfall á togurunum.
Félagiö sá sér þetta ekki fært og þar
meö sáu konurnar ekki aöra leið færa
en að slá af kröfum sínum og ganga til
samninga við atvinnurekendur. Lauk
þessari deilu því með ósigri verka-
lýðsins.
Stórsigur sjómanna
Ástæðan fyrir því aö Sjómannafélag-
ið sá sér ekki fært aö styðja konurnar
var eflaust sú að sjómenn höfðu
nýveriö staðiö í vikuverkfalli vegna
kauplækkunarkröfu Eimskips. Fór
Eimskip fram á 12 prósent kauplækk-
un en eftir viku verkfall Sjómanna-
félagsins var samiö til þriggja ára um
3—4 prósent kauplækkun. Kaup átti
síðan að hækka eða lækka á tímabilinu
eftir dýrtíðinni.
Þegar svo samningarnir mnnu út í
janúar 1929 kröfðust sjómenn 17 pró-
senta launahækkunar á þeim for-
sendum að gífurlegur gróði væri á út-
gerö um þær mundir. Þessu til stuðn-
ings var nefnt aö togarinn Hannes Haf-
stein kom úr veiöiferð um miðjan
janúar eftir 16 daga útivist. Verðmæti
aflans sem skipiö kom með úr þessari
f erð var 90—100 þúsund krónur og heföi
sú upphæð nægt til að greiða kaup
áhafnarinnar í heilt ár.
Utgerðarmenn tóku fálega í kröfur
sjómanna og skall þá á verkfall. Stóð
þaö í tvo mánuöi en þá gáf ust útgerðar-
menn upp og gengu aö 17 prósenta
kauphækkunarkröfu sjómanna.
(framhald
í næsta helgarblaði)
Heimildir: Upphnf tslenskrar verkalýðs-
hrcyfingar cftir Ólaf R. Einarssoa.
Ar og dagar eftir Gunnar M. Magnúss.
Þjóðviljinn 29. — 30. janúar og 12. — 13.
fcbrúar 1983.
Viustri andstaðan i Aiþýðuflokknum
'926—1930 eftir Ingibjnrgu Sólrúnu Gísla-
lóttur.
rimaritið Vinnan.