Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 30
30
DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984
MyndirManRay
„Man Ray var listamaðurinn sem
málaði ekki bara til að mála, sem tók
Ijósmyndir ekki bara til að taka ljós-
myndir, sem skapaöi ekki bara til að
skapa heldur gerði allt þetta til að
gera öðrum kleilt aö ferðast í gegn-
um dýpt verks hans í átt að ófyrirsjá-
aniegu marki. List er ekki í andránni
heldur í þeirri framtíð sem allir
menn verða að ná einn góðan veður-
dag að lokinni langri ferð, hún er
markmið og ljósgeisli, umfram allt
hvati til að komast yfir takmarkanir
vanabundinna sanninda.”
Janus, í formála kynningarrits
um Man Ray á Biennalnum í Feneyj-
um, 1977.
Það er ef til vill cinföldun að segja
að Man Ray hafi verið ljósmyndari.
Hann notaði myndavélina tii list-
sköpunar og að mörgu leyti á alit
annan hátt en margur annar. Hann
var frumherji á sinu sviði og oft og
tíðum iangt á undan samtíma sínum.
Man Ray fæddist i Fíladelfíu 27.
ágúst 1890 og lést í París 18. nóvem-
ber 1976 en þar dvaldist hann mikinn
hiuta af sinni listamannstíð.
Man Ray taldist um skeið til súr-
realistahóps André Breton. Á árum
sínum í París kynntist hann öllum
sem máli skiptu í módernisma í
hvaða listum sem er, og tók ótai
frægar myndir af þeim. Meðal þeirra
voru Pablo Picasso, Gertrude Stein.
James Joyce, Arnold Schoenberg. í
Henri Matisse, Henry Miller, Le i
Corbusier, Salvador Dali og Tristran
Tzara og André Breton. En Man Ray
átti fleira til eins og sést á því mynd-
efni sem hér fylgir með.
-ás.
Höfuð hára. Um 1930.
Ljósmynd. Um 1932.
Andlit. Um 1928.
Bænin. 1930.
Kompás. 1920.
Composition. 1925.
TristranTzara. 1921. Hann hét réttu nafni Jean Roscnstok, fæddist í Rúmeníu
1890 og lést í París 1963. Upphafsmaður dadaismans.