Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984. Frjá!st,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Símí ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28 kr. Steingrímur baöst afsökunar... Þaö fréttist úr stjórnarherbúöunum, aö Steingrímur Hermannsson hafi beöiö Þorstein Pálsson afsökunar á leiðaraskrifum NT eða Tímans, málgagns Framsóknar, og sagt, aö árásum á Sjálfstæðisflokkinn þar mundi linna. Síðan er vika, og ekki linnir. Hér skal aðeins gripiö niður í suma í þessari röð leiö- ara NT. Blaðið sagði 26. október í forystugrein, að spár um framtíðina séu dökkar. Síðan sagði: „Eins og rakið hefur verið í leiðurum NT tvo undanfarna daga, eru ástæður þessarar þróunar sáraeinfaldar: Jarðsambands- leysi f jármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og svo seinna verðbólgufrumhlaup borgarstjóra sjálfstæðismanna í Reykjavík. . . Hinar raunverulegu rætur þessarar þró- unar liggja þó dýpra. Það er staðreynd, aö allar götur frá því að Þorsteinn Pálsson varð formaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur vegur og gangur þessarar ríkisstjórnar veriðániðurleið.” Leiðaranum lýkur þannig: ,,Já, frelsishjal Eimreiðar- hópsins, stuttbuxnadeildar íhaldsins, hefur verið þessari þjóö ansi dýrt.” Morgunblaðið svarar þessu í Staksteinum daginn eftir og segir: „Er ekki nokkur vafi á því, að þessi skrif hljóta að ýta undir skoðanir manna um það, að markmiðið, sem Einar Karl Haraldsson lýsti í hvíslingum við kommúnistaflokkinn í Svíþjóð, að stjórnin fari frá með hraði, sé í nánd. . . ” Tíminn vegur enn að sjálfstæðismönnum í þessari viku og segir í leiðara á miðvikudag, að vegur Sjálfstæðis- flokksins minnki, fylgið hafi hrunið af honum, og sjálf- stæðismenn séu því greinilega mjög hlynntir áframhald- andi stjórnarsamstarfi. Framsóknarmenn standi hins vegar sterkt, „sem margir þeirra vilja nú notfæra sér, því ánægjan með samstarfið við íhaldið er alls ekki almenn á þeim bæ,” segir í þessum leiðara NT. Tvær leiðir komi til greina. Hin fyrri sé að slíta og efna til kosn- inga. Seinni leiðin sé að notfæra sér þessa sterku stöðu til að koma í gegn ýmsum baráttumálum flokksins og hægja á aðgerðum frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum. Þá er kvartað undan gagnrýni tveggja varaþingmanna Sjálfstæðisflokksins á Framsóknarflokkinn og sagt, að meðan „slíkar öfgaskoðanir” séu við lýði sé fyrri leiðin, að slíta samstarfinu, raunhæf. Morgunblaðið svarar þessu í leiðara í fyrradag og segir, að helzt verði ráðið, „að í Framsóknarflokknum megi þeir aðilar sín nokkurs”, sem kjósi að velja sér nýtt föruneyti „á þeirri framsóknarforsendu, að landinu verði ekki stjórnað án framsóknarráðherra, hvaö sem tautar og raular,” segir Morgunblaðiö. Undarlegasta forsendan í þessum skrifum er sú, sem Tíminn gefur sér, að Framsóknarflokkurinn standi sterkt. Niðurstöður allra skoðanakannana eru, að fylgi Framsóknarflokksins sé langt undir því, sem hann fékk í kosningunum í fyrra. Þetta hefur hvolfzt í höfðum Tíma- manna. Allt annað sem segir í leiðurum NT er-dregið af þessari röngu forsendu. Hinu gætu málgögn stjórnarinn- ar velt fyrir sér, að stjórnarstefnan er hrunin með kjara- samningunum og verðbólgunni, sem fylgir. Hafinn er „undirgangur í hluta Framsóknarflokksins”. Þótt ekki þurfi að taka þann undirgang alvarlega sem slíkan, blasir sú spurning við, hvort þetta sé upphafið að endi þessarar ríkisstjórnar. Ekki er unnt að hjara áfram við núverandi stöðu, heldur þarf afgerandi aðgerðir eigi stjórnin að endurvinna traust almennings. Haukur Helgason. DV Prófraun þjódarsálarinnar — Eg hamstra ekki. Mér finnst beinlínis ógeöslegt að horfa upp á fólk, hlaupandi milii sjoppanna, eins og hysterískar hænur, betlandi tóbak. Eg skal segja þér þaö aö ég horföi á hann Sigurö hér hinumegin, alveg aö rifna úr monti, af því hann komst yfir tvo pakka af Kent Lights. Þetta er maður sem reykir rúmlega tvo pakka af Camel á dag! Eg neita aö láta hafa mig út í svona nokkuð, þaö er fyrir neðan mína viröingu! Þessi viömælandi minn er maöur viö þaö aö komast á miðjan aldur, ævinlega vel til hafður, og meö netta litla ístru, einmitt af þeirri vídd sem hæfir ungum kaupsýslumanni á upp- leiö, ungum kaupsýslumanni sem hefur náö sér í nokkur umboö, tvö Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason hugsanlegar nikótínuppsprettur. — Þaö er til tóbak á Hellu, hvíslaöi ein- hver einn daginn, og vonarglampa brá fyrir í augum tekinna reykinga- manna. Daginn eftir voru tóbaks- landamærin komin austur í Vík og norður yfir Holtavöröuheiði. Og þá fóru menn allt í einu aö tala um hugsanlegan bensínskort og þá örvæntu margir reykingamenn, fóru heim og grétu undir sæng. En þegar erfiöleikar dynja yfir skiptist mannfólkiö í tvo flokka. Ann- ar flokkurinn lætur erfiöleikana buga sig. Hinn flokkurinn ber höfuöiö hátt og leitar úrræöa. Þeir sem til- heyrðu fyrri flokknum sýndu einnig í flestum tilfellum ógeðfelld skapgerö- areinkenni. Þeir mættu í kaffi, meö aðeins eina sígarettu, til þess aö þeirra „góö”, og ætlar aö komast yfir fleiri. Þegar umboöunum hefur fjölgað nokkuö og ístran víkkaö fer hann að trimma eitthvaö, en það veröur trimm við hæfi, hann mun hlaupa í glansandi jogginggalla, og fara tvisvar á ári til Skotlands, og spila golfíSt. Andrew’s. Þessi ágæti kunningí minn lét þessi orö falla í upphafi annarrar viku verkfalls. Þegar ég hitti hann aftur þrem dögum áöur en verkfallinu lauk japlaði hann á munntóbaki og mátti varla vera aö því aö rabba viö mig því allur hans tími fór í þaö aö finna hentuga felustaði þar sem hann gat spýtt. Hann haföi grennst óskap- lega, aumingja maðurinn. Menn hafa mikið talaö um þaö hversu mikiö áfall þetta verkfall hafi verið fyrir þjóöarbúiö, hversu mikl- um tekjum verkfallsmenn og aörir hafi tapað vegna þess og þar fram eftir götunum. Mér skilst á tölfróö- um mönnum að verkfallsmenn muni ekki ná aö vinna upp tekjutapið fyrr en einhvem tímann á næstu öld og þá aðeins ef þeir vinna bullandi nætur- vinnu. Eflaust er þetta allt saman rétt og satt. En ég held aö þeir sem svona tala hafi ekki gert sér grein fyrir hinum raunverulega ávinningi þjóðarinnar allrar af þessu verkfalli. Staðreyndin er sú aö verkfalliö var prófraun fyrir þjóðarsálina. Ég held að hinum tölfróöu væri nær aö beita reikningskúnstum sínum til þess aö komast að því hvaða einkunn þjóöar- sálin fékk í þessu mikla prófi. Um- deilanlegar prósentutölur um hagn- aö og tap, verðbólgu, gengisfellingu og þess háttar koma engum aö gagni nema hagfræöingum, sem nota þær til þess aö blekkja stjórnmálamenn, sem reyna síðan aö nota þær til þess aö blekkja almenning sem hlustar ekki á þá en býr sér til sínar eigin blekkingar. I verkfallinu reyndi á þolrifin í Islendingum, og ég verö að segja eins og er aö þó margir hafi reynst hafa ákaflega brothætt þolrif kom líka í Ijós aö þau vora furöu veiga- mikil í öörum. Þaö kom í ljós aö Islendingar þoldu sambandsleysi viö umheiminn, (og sambandsleysi viö aöra íslendinga) furöu vel. Enginn heyrðist kvarta yfir dagblaðaleysi, (sem er aö vísu slæmt fyrir blaöamenn). Nokkrir kvörtuöu undan sjónvarpsleysi, ívið fleiri undan útvarpsleysi. En almennt virtust landsmenn taka fjöl- miðlaleysinu mjög vel. Þá var ekki aö sjá aö bömin sökn- uöu skólans. Nú hafa heyrst raddir um aö gera þurfi ráðstafanir til þess aö bæta börnunum upp kennslumiss- inn. Eg ætla ekki aö blanda mér í þá umræðu, en vil þó benda á aö enn hafa bömin ekki verið spurö hvort þau vilji fá „skaðann” bættan. En mest reyndi á reykingamenn. Daglega heyröust menn ræða um veröa ekki þvingaðir til höföings- skapar. Þeir fóru aö reykja sígarett- ur í skúmaskotum og kúptu lófann yfir glóðina til þess aö fela fjársjóö- inn. Aftur á móti fundust þeir einstak- lingar, furöu margir reyndar, sem sýndu viljaþrek og höfðingslund í erfiöleikunum. Til voru þeir sem drógu upp sígarettupakka og vindla og buöu aöframkomnum meðbræðrum sínum, eins og ekkert væri sjálfsagö- ara. Slíkt fólk á frátekið pláss í para- dís, (ef paradís er til) þegar dóms- dagur rennur upp (ef dómsdagur rennurupp). Nokkrir reykingamenn létu bugast og hættu aö reykja þegar á verkfall- inu stóö. Viö hinir áfellumst þá aö sjálfsögöu ekki en undrumst ístöðu- leysi þeirra og ósjálfstæöi. Þaö er okkur óskiljanlegt aö nokkur maöur láti aðra ákveöa fyrir sig hvenær hann hættir að reykja. Mér er reynd- ar óskiljanlegt hvers vegna fólk yfir- leitt hættir aö reykja, eins og þaö er gott. En ég veit að jafnvel meöal reykingamanna er ég þar í minni- hlutahópi, slíkur er máttur áróðurs- vélar bindindismanna. En reynsla okkar tóbaksnautnar- manna í verkfallinu var einstök. Sjaldan hefur mannskepnan verið prófuö svo harkalega og þó sumir hafi fallið á prófinu, getum við glatt hjörtu okkar með því aö benda á þá sem stóöust meö glans. Félagsvit- undin efldist við þessi átök.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.