Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUG ARDAGUR 3. NOVEMBER1964.
Bænarskrá Vestfirðinga
gegn radarsföðvum:
Leitað eftir
stuðningi
kirkjuþings
Leitað hefur verið eftir stuðningi
kirkjuþings við bænarskrá Vestfirðinga
gegn hugsanlegri staðsetningu rat-
sjárstöðva við Isafjarðardjúp. Var
málið rætt á kirkjuþingi í gær og vísað
til nefndar. Þá kom fram mikil
óánægja með hvað samþykktir kirkju-
þings hafa fengið bága afgreiðslu á
þingi. Þykir það mál óviðunandi og er
nú leitað leiða til úrbóta.
Kirkjuþing hófst 31. október sl. Yfir
40 mál eru á dagskrá þingsins. Helst
eru frumvarp um starfsmenn kirkj-
unnar sem kveður á um stöðu, réttindi
og skyldur þeirra. Þá má nefna frum-
varp um skipun undirbúningsnefndar
til að sinna 1000 ára afmæli kristnitöku
árið 2000. Einnig mál um aö kirkjan
hafi ein réttindi til að gera myndir og
eftirmyndir af kirkjugripum sínum en
mikið ber á því að ýmsir aðilar geri sér
ágóða úr því að selja slika hluti.
Loks má nefna mál um innheimtu-
þóknun kirkjugarðsgjalds. Samkvæmt
lögum má taka 6% innheimtuþóknun
fyrir að innheimta þau gjöld. Hins
vegar hefur dómprófastur fengið því
framgengt við borgarstjóra og fjár-
málaráöherra að Gjaldheimtan i
Reykjavík taki aðeins 1% frá og með
árinu 1985. Fyrir þau 5%, sem eftir
verða, mætti greiða sem svarar 15—20
árslaun viö þjónustustörf innan kirkj-
unnar.
Ráöning sjúkrahúsaprests hefur
einnig veriö til umfjöllunar á kirkju-
þingi. Hefur veríö ákveðiö að leita eftir
þvi viö stjórnir Ríkisspítalanna og
Borgarspítalans að ráðinn verði prest-
ur til þjónustu inni á stofnununum.
Atak í öldrunarmálum er einnig
ofarlega á baugi. Fram hafa komiö
hugmyndir um svokölluð sólseturs-
heimili, þ.e. litil heimili á vegum safn-
aða þar sem 4—6 aldraöar manneskjur
geta haldið saman. -JSS
Fjölmörg mál Uggja fyrir kirkjuþingi sem nú stendur yfír í Haiigrímskirkju.
DV-mynd KAE
Vtboð
Útboðsskilmálar, sem eru hliðstæðir þeim sem gilt hafa í fyrri útboðum,
liggja frammi ásamt tilboðseyðublaði í afgreiðslu
Seðlabankans, en þeir eru helstir:
1. Gert sé tilboð í lágmark 5 víxla hvern að fjárhæð kr. 50.000,-
þ.e. nafnverð kr. 250.000.-, eða heilt margfeldi af því.
2. Tilboðstrygging er kr. 10.000.-
3. Útgáfudagur víxlanna er 9. þ.m. og gjalddagi 8. febrúar 1985.
4. Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og án þóknunar.
5. Um skattlega meðferð þeirra gilda sömu reglur og hverju
sinni um innstæður í bönkum og sparisjóðum.
Ríkisvíxlar eru ein hagkvæmasta skammtímaávöxtun sem völ er á.
Meðaltals ársávöxtun í undangengnum útboðum
hefur verið sem hér segir:
Júlíútboð 25,6% ágústútboð 25,8%
septemberútboð 27,8% októberútboð 27.7%
Skilafrestur tilboða er til kl. 14:00 miðvikudaginn 7. nóvember 1984.
Tilboðum sé skilað til lánadeildar Seðlabanka íslands
Hafnarstræti 10, Reykjavík fyrir þann tíma.
Reykjavík 3. nóvember 1984.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
ekki einmitt það sem þig dreymir um?
VERÐ
miðaðvið4ííbúð:
10 dagar 24.465,-
17 dagar 25.570,-
24 dagar 27.555,-
Hefur þú farið í vetrarfrí til Kanarí? . . . ef ekki, ættir þú að nota þetta
tækifæri.
Hafir þú farið áður,. . . ferðu örugglega aftur.
Pantið sem fyrst, því t.d. jólaferðirnar eru þegar uppseldar.
Brottför alla þriðjudaga frá 6. nóv., með viðkomu í Amsterdam, tveggja nátta
gisting þar innifalin.
GÓÐUR BARNAAFSLÁTTUR.
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHUSINU HALLVEIGARSllG 1, SIMAR 28388 - 28580