Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984. 7 um að halda í horfinu en leikurinn krafðist nákvæmra útreikninga. Eftir 20- — Da5 21. Re4 stendur hvitur betur. 22. Hxd6! Hxd6 23. Re4 Dxc2 24. Rf6+? Beint í gildruna! Möguleikar hvíts eru heldur betri eftir 24. Rxd6 Dxe2 25. Hel Dg4 26. Dxg4 Bxg4 27. Rxb7 en eftir t.d. 27. —Hc8 ætti svartur aö halda jöfnu. Nú vinnur svartur hins vegar tafliö meö laglegri fléttu. 24, —Rxf6 25.BXÍ6. iii m 4 !&j|f Wí. 3 '■ ■ ■ W - j mw ± & & ■1 ^ a <&, aocdífgh 25. —Bg4! Varnar máti á g7 og opnar hrókslín- una til f6. Hvítur er bjargarlaus eftir þennan magnaöa leik. 26. Dxg4. Eftir 26. Bxg4 Hxf6 27. Hxf6 Dcl+ er hvítur mát í þriöja leik og 26. Dxd6 Dxe2 og síðan 27. — gxf6 er einnig von- laust. 26, —Hxf6 27. Hxf6 h5! Á þessu byggist fléttan. Hvíta drottningin er ofhlaðin störfum — getur ekki bæöi valdað biskupinn og hindraö —gxf6. 28. Df5. Eða 28. Dg5 Dxe2 29. h3 Dxb2 30. Hf3 g6 og svartur á tveimur peöum meira og ætti aö vinna létt. 28. —Dxe2 29.Hxf7? Meira viðnám var fólgið í 29. Dfl en hróksendataflið eftir 29. — Dxfl 30. Hxfl Hd8 og síðan 31. — Hd2 ætti svart- ur að vinna auðveldlega. 29. —De8! — Og hviíur gafst upp. Hrókurinn er dauðans matur því máthótun í boðinu vofir yfir. Dýrt að taka strætó til Hafnar- fjarðar AUGLÝSINGASTRÍÐ GEISAR Á AKUREYRI — þaðfereftirþví hvernigáþað er litið, segir Ágúst Hafberg hjá Landleiðum Það er dýrara að taka Landleiöa- strætó til Hafnarfjarðar en að aka þangað á einkabíl. Með Landleið- um kostar farið 44 krónur en með afsláttarkorti fer veröið niður í 34 krónur. Bensín á meöalbifreið þessa leiö kostar hins vegar í kring- um 25 krónur. DV hafði samband við Ágúst Haf- berg, forstjóra Landleiða, og spurði hann hvers vegna fargjöld væru svona há hjá Landleiðum. „Fargjöld hjá okkur hafa ekki hækkað síðan í ógúst en þaö er rétt að þaö kostar 44 krónur til Hafnar- fjarðar. Hins vegar eru afsláttar- kort seld í öllum vögnum og þá lækkar fargjaldið. Menn virðast gleyma því aö bæjarfélögin greiða niður nær helming fargjaldsins hjá strætisvögnum Reykjavíkur og Kópavogs en þeir peningar koma beint frá skattgreiðendum.” Ágúst sagði að leiðin milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar væri u.þ.b. 13 km löng en innan- bæjar í Reykjavík væru vegalengd- ir hvergi meiri en 5 km, nema e.t.v. upp í Árbæ. „Við keyrum líka á öllum tímum til þess að þeir sem ekki eiga bíl komist leiðar sinnar. ” -EH Mikið auglýsingastríð er skollið á hjá blöðum og vikulegum fjölrituð- um sjónvarpsdagskrám á Akureyri. 1 nokkur ár hafa verið gefnar út sjón- varpsdagskrámar Á döfinni og Dag- skráin. Þær hafa boðiö auglýsendum hagstætt verð og náð sífellt stærri hluta af auglýsingamarkaðnum. Þessum f jölritum er' dreift ókeypis í öll hús á Akureyri og víðar við Eyja- fjörð. „Sjónvarpsdagskrárnar” hafa verið forráðamönnum Dags og Is- lendings þymir í augum því erfitt er að keppa viö þær enda em þær ein- faldar að allri gerð. I verkfalli bóka- gerðarmanna færðust þær allar í aukana, sérstaklega Dagskráin sem bólgnaði út og hefur nú boðað aukna þjónustu. Lesendur mega þar skrifa um einhver áhugamál sín og fá birt. I fyrrakvöld datt svar Dags rnn um blaöalúgur Akureyringa í formi lítils auglýsingablaðs sem kallast Dags- brot. Þar er dagskrá útvarps og sjón- varps, auglýsingar og myndaskrítl- ur. I ávarpi til auglýsenda er sagt að Dagsbroti veröi dreift ókeypis á Akureyri og til áskrifenda utan bæjarins. Vægt gjald verði reiknað fyrú- auglýsingarnar sem þar birtast hafi þær áður birst í Degi — og má nú vænta gagnsóknar... JBH/Akureyri snrmT NÝ HÁRSNYRTISTOFA Veitum alla hársnyrtiþjónustu • DÖMU , HERRA OG BARNAKLIPPiNGAR • DÚMU- OG HERRA PERMANENT • LITANIR - STRÍPULITANIR - NÆRINGARKÚRAR NÆG BÍLASTÆÐI SMART Nýbýlavegi 22 - Kópavogi - Sími46422. 1X2 GETRAUNAAUGLÝSINGIN FRÁ PFAFF Rétt svör finnið þið með því að lesa auglýsingarnar sem voru é þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag hér i blaðinu. Nýju BRAUN vekjara- klukkurnar hlýða kalli. Þegar klukkan hringir þá líða 1 X 2 15 mín. 20 mín. 4mín. þar til hún byrjar aftur að hringja. BRAUN vasarakvélin er skemmtileg nýjung. Hún gengur fyrir rafhlöðum sem endast í ca 1 X 2 70 mín. 130 mín. 175 mín. miðað við stanslausan rakstur. BRAUN krullujárnið GC 40 hefur bæði krullubursta og krullujárn. En hvernig er það hitað? - Með: T X 2 Olíu Gasi Rafmagni BRAUIM kaffikannan nýja er ýmsum kostum búin eins og fram kom í augiýsingu í DV í gær. En við spyrjum. Hvað kostar þetta ágæta tæki? 1X2 Frá 2.200,00 Frá 3.200,00 Frá 4.200,00 Viö þökkum ykkur þátttökuna. Vinsamlegast sendið lausnir eins fljótt og auðið er. Skilafrestur er hálfur mánuður. Dregið verður 19. nóv. og nöfn þátttakenda, sem hljóta verðlaunin, verða birt á þessari síðu 22. nóvember. Verðlaun, sem kynnu að fara út á land, verða send samstundis með pósti en vinningar heimsendir til þeirra sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Utanáskrift: Verslunin PFAFF, Borgartúni 20. Pósthólf 714, 121 Rvík. Merkið umslagið GETRAUNAAUGLYSING. Nafri: Heimilisfang: Sími: Lausnin er: 1. spurning Q 2. spurning Q 3. spurning Q 4. spurning Q (Setjið 1, X eða 2 í reitina eftir þvi sem við á um hverja spurningu.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.