Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1984, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER1984. Þættir úr sögu verkfalla á íslandi Frá hafnargerðinni i Reykjavik sem hófst 1913, en i tengslum við hana urðu fyrstu verkföii i Reykjavík þar sem hópur verkamanna lagði niður vinnu til áréttingar kröfum sinum. Verkföll hafa sett mjög svo sterkan svip á íslenskt þjóðfélag að undanförnu og er þjóðlífið nýverið fariö aö taka á sig eölilega mynd eftir að hafa legið í dvala mánaðarlangt. Vinnustöðvanir sem þessi, sem er nýafstaðin, eru ekki nein ný bóla hér á landi. Þær eru margar og ná yfir langt tímabil. En hvar er upphafið? Og hverjar eru stærstu vinnudeilur sem hafa átt sér stað á Islandi? Og hvað hefur áunnist eða tapast í þessum vinnudeilum? Spurningarnar eru margar og til að svara þeim öllum þyrfti heila bók. I þessu helgarblaði og næstu tveimur veröur leitast við að svara einhverjum af þessum spurningum með því aö rekja þætti úr sögu verkfalla á Islandi. Sökum umfangs verkefnisins verður einungis stiklað á stærstu verkföll- unum en einhver minni fljóta kannski meö. I fyrsta hlutanum sem fylgir hér á eftir verður tekið fyrir tímabilið frá aldamótum fram til 1930, næst frá 1930 — 1960 og síöast frá 1960 til ársins í ár. Hvenær fyrsta verkfallið er háð hér á landi eru menn ekki á eitt sáttir um. En einhvers staðar verðum viö að byrja og í bók Olafs R. Einarssonar, Upphaf Islenskrar verkalýöshreyf- ingar, segir á einum stað frá því sem Ölafur nefnir fyrsta verkfall á Islandi, skipulagt af stéttarfélagi. Verkfall þetta átti sér staö árið 1899 og var þaö Hið íslenska prentarafélag sem að því stóð. Verkfalliö var gert vegna þess að prentsmiðjueigandi nokkur vildi ekki viðurkenna samþykkt sem gerö haföi verið á félagsfundi prentarafélagsins, þess efnis að félagar í prentarafélag- inu vinni ekki í þeirri prentsmiöju þar sem prentiönaðarnemar eru fleiri en félagið hefur ákveðið, og er þaö í hlut- falli við fjölda fullnuma prentara og setjara i hverri prentsmiöju. Ekki stóð þetta fyrsta verkfall lengi því einum degi eftir að þaö skall á gekk viðkom- andi prentsmiðjueigandi að kröfum prentarafélagsins. Annað verkfall átti sér stað þetta sama ár og segir frá því í Arbók Sögu- félags Isfirðinga 1972 en Guðlaugur Arason ritar um þetta grein í Þjóðvilj- ann helgina 12.—13. febrúar 1983. Ekki var verkfall þetta skipulagt af neinu stéttarfélagi heldurstóðu að því verka- menn í fiskvinnu á Þingeyri við Dýra- fjörð. Þannig var að kvöld eitt hafa verka- mennirnir veður af því aö vinna eigi viö fiskflutninga út í skip fram á nótt. Ræddu þeir þá sín á milli um aö fara fram á 5 aura kauphækkun á tímann fyrir næturvmnuna. Tjá þeir verk- stjóra þessa kröfu sina áöur en gert var vinnuhlé til kvöldveröar og flytur verkstjórinn kröfuna áfram til verslunarstjórans Fr. Wendel. Lét Wendel kalla verkamennina fyrir sig, hvessti á þá augun og sagði: „Thið kvaö ekki ætla að vinna í kvöld ? ” Viö þessi orð varð forystumönnum verkamannanna oröfall en einn úr hópnum, Jón Sigurðsson að nafni, kvaö það rétt vera nema þeir fengju 5 aurum meira á tímann um nóttina. Wendel spurði hina hvað þeir hefðu um þetta að segja en fátt varð um svör. Og svo fór aö allir komu verkamennirnir til vinnu aö loknum kvöldverði nema Jón Sigurðsson sem var í verkfalli. Eins og nærri má geta fékk Jón þessi ekki aftur vinnu hjá Wendel og lauk því þessu verkfalli með ósigri verka- lýösins. Óvinsœll verkstjóri I næsta verkfalli sem í frásögur er fært fara verkamenn hins vegar með sigur af hólmi enda snerist það að meginefni til ekki um kaupkröfur. Þetta var í byrjun sumars árið 1904 norður í Axarfirði þar sem verið var aö byggja brú yfir Jökulsá. Aðdrag- andi verkfallsins var sá að aöstoöar- verkstjóri við brúargerðina, Jónas að nafni, skapaöi sér mikla óvild meöal verkamannanna meö ónærgætni í orðum og undirferli. Fór svo að verka- mennirnir kváöust ganga frá vinnu ef Jónasi yrði ekki vikið frá störfum. Yfirverkstjóri kvaöst ekki vilja blanda sér í þessar deilur en tók engu aö síður Jónas meö sér daginn eftir til Húsa- víkur. Þegar kemur fram í ágústmánuð kemur svo landsverkfræðingui' á staö- inn með Jónas í fylgd með sér og segir að héðan í frá eigi Jónas að vinna sem óbreyttur verkamaður við brúargerð- ina. Þessu vildu verkamennirnir ekki una og daginn eftir feUa þeir niður vinnuna. Síöari hluta þess dags eru þeir boöaðir á fund landsverkfræðings sem hótar þeim skaöabótakröfum snúi þeir ekki aftur til vinnu. Verkamenn- irnir sitja fastir við sinn keip. Og skömmu síöar heldur landsverkfræð- ingurinn á brott meö Jónas með sér og kom Jónas ekki aftur til vinnunnar. Konur ríða á vaðið Fyrsta verkfallið sem eitthvaö kveður að og fjöldi fólks tekur þátt í á sér stað í Hafnarfirði áriö 1912. Frá þessu verkfalli segir meöal annars í grein Auðar Styrkársdóttur í Þjóðvilj- anum helgina 29.—30. janúar 1983 og byggir Auður grein sína á frásögnum úr Lögrjettu og Kvennablaðinu frá 1912. Aö verkfallinu stóöu verkakonur í fiskþvotti sem kröfðust hærra kaups. Fóru þær fram á að tímakaup í hvers-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.