Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. „Það er gott að vera kominn niður,” sagöi Gunnar Hjartarson þar sem hann lá dúðaður í aftursæti jeppabifreiðar á leið til byggða. Það gekk ekki átakalaust að koma ungmennunum ofan af heiðum og niður á Laugarvatn. En margar hendur unnu létt verk. Þröstur, Inga og Gunnar fundust heil á húf i í gær: „Þetta átti að vera ósköp venjulegur sunnudagsbíltúr” Heyrðum hróp og köll Mörg hundruð manns, björgunar- sveitir víðs vegar að, tóku þátt í leit- inni sem hófst aöfaranótt sunnudags. „Ég bjóst ekki við að vera að leita að lifandi fólki,” sagði einn leitarmann- anna í samtali við DV í þann mund er verið var að flytja ungmennin til byggða eftir blautum troöningum í Efstadal ofan við Laugarvatn. „Við vorum 50 saman og gengum með 50 metra millibili þegar við allt í einu heyrðum hróp og köll og sáum hvar krakkarnir komu hlaupandi á móti okkur. Við létum það verða okkar fyrsta verk að koma þeim í þurr föt og gáfum þeim síðan heitan drykk. Þá var strákunum orðið svo kalt og þeir skulfu svo af kulda að þeir gátu ekki haldiðábollunum.” Sunnudagsbíltúr „Þetta átti að vera venjulegur sunnudagsbíltúr, við fórum frá Laugarvatni og ætluöum í smá jeppa- leik. En svo bilaði bíllinn og víð yfir- gáfum hann. Það voru ef til vill stærstu mistökin.” Eins og fyrr sagði komust ungmenn- in ekki nema nokkra kílómetra frá jeppanum. Við jPrestsvatn bjuggu þau sér til snjóhús þegar komið var undir morgun á mánudag en vegna vatns- elgs varö það skjól að engu á skömmum tíma og gripu þau þá til þess ráðs að grafa sig í fönn. Mat höfðu Inga Björk Gunnarsdóttir, Þröstur Guðnason 09 eigandi Broncojeppans, Gunnar Hjartarson. Myndin tekin á Laugarvatni rúmum tveim tímum eftir að leitarflokkar gengu fram á þau við Prestsvatn. DV-mynd: GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.