Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 5 Auglýsingastríð hjá tryggingafélögunum — keppast við að bjóða „bestu kjör” í bifreiðatryggingum Jóhann Pétursson. Jóhann Svarfdæl- ingur Þaö hefur liklega ekki fariö fram hjá neinum að flest tryggingafélög hafa auglýst í gríö og erg undan- famadaga. Upphafiö aö þessum auglýsinga- flaumi viröist vera þegar Sjóvá aug- lýsti ný kjör hvaö varðar tjónlausan akstur. Þeir bjóða nú upp á 55 prósent bónus eftir 5 ára tjónlausan akstur og 65 prósent eftir 10 ár. Sjóvá var ekki fyrr búið aö auglýsa en önnur félög fylgdu í kjölfariö. Hag- trygging býður nú upp á 55 prósent bónus eftir 3 ár og 65 eftir 10 ár. Fleiri félög hafa auglýst í sömu vera En nú bregður svo við að önnur félög hafa byrjaö aö auglýsa og þar eru þessi tilboð dregin mjög í efa. Þau benda á aö ekki sé búiö að ákveöa iðgjaldið fyrir næsta ár og því óraun- hæft aö bjóða viðskiptavinum sínum upp á einhvem prósentubónus sem segi í raun lítið þegar upplýsingar umiögjaldiö vanti. „Eg held að þeir hafi engin svör viö okkar tilboöum og séu aö kaupa sér frest til aö fólk geti ekki sagt upp fyrir 1. desember,” segir einn viömælandi blaösins hjá félagi sem hefur boöið upp á aukinn bónus. Því er nefnilega þannig farið aö ef menn vilja skipta um tryggingafélag veröa þeir að gera það fyrir 1. desember. Þaö er þriggja mánaöa uppsagnar- frestur og veröur því uppsögnin gild fyrir '1. mars þegar iögjaldiö er greitt. Þaö er Tryggingaeftirlitiö sem ákveður endanleg iðgjöld og þá skil- mála sem tryggingafélögin bjóöa upp á. Þaö kannar stööu tryggingaf é- laganna og gengur úr skugga um hvort þau geti staöið við skuldbind- ingar sínar. Hugsanlegt er að Tryggingaeftirlitið verði mótfalliö þessum tilboöum á þeim grunni. „Við erum ekki hræddir viö þaö, við teljum aö félagiö geti staöiö viö þessar skuldbindingar,” segir Olafur Bergsson, deildarstjóri hjá Sjóvá. „Það er verið að reyna nýjungar sem eiga að gleypa markaöinn. Þetta er svipað og bankarnir eru aö gera, keppa um sparifé fólks,” segir einn frá tryggingafélagi sem ekki hefur hækkað bónusinn. APH. látinn Jóhann Pétursson Svarfdæling- ur (Jóhann risi) lést í Fjóröungs- sjúkrahúsinu á Akureyri í gær- kveldi eftir nokkurra vikna legu þar. Hannfæddist9.febrúar 1913 aö Brekkukoti í Svarfaðardal en fór ungur utan og dvaldist mestan hluta ævinnar vestanhafs þar sem hann kom fram á sýningum í fjölleikahúsi og lék einnig í kvikmynd. Jóhann var hæsti Islendingur sem sögur fara af. Hann var 234 sentímetrar á hæö. Hann var 71 árs aö aldri, ógiftur og átti ekki böm. Nýrsparísjóös- stjórí á Dalvík Ráöinn hefur veriö nýr spari- sjóðsstjóri hjá Sparisjóöi Svarf- dæla á Dalvík. Hann heitir Friðrik Friðriksson, skrifstofustjóri hjá þeirri stofnun. Þrír aðrir umsækj- endur voru um stöðuna, Kristján Jóhannsson, útibússtjóri Sam- vinnubankans í Grundarfirði, Ruhólf ur Sigurðsson, starfsmaöur í Seölabankanum, og Vignir Sveins- son, bókari frá Akureyri. Friörik tekur viö af Gunnari Hjartarsyni sem hefur verið ráðinn útibússtjóri Búnaðarbankans á Akureyri. JBH/Akureyri. VIÐNÁM GEGN VERÐBÓLGU — Kaupmáttur veröi tryggður, staö- iö gegn verðbólgu og tryggö betur en gert hefur veriö full atvinna. — Þetta er meðal annarra atriöa eitt aöalefni frumvarps til laga um vemdun kaup- máttar og viönám gegn veröbólgu sem Svavar Gestsson, ásamt sex öörum Alþýöubandalagsmönnum, hefur lagt fram á Alþingi. Meöal helstu atriða, sem flutnings- menn benda á til aö vernda kaupmátt og ráða viö veröbólguna, er aö haft verði eftirlit meö heildversluninni og verðlagningu opinberrar þjónustu. Dregiö veröi úr erlendum lántökum með virkari hætti en nokkm sinni fyrr og að gerðar verði tillögur um aö afla tekna — allt aö einum milljarði króna — til þess að tryggja fulla atvinnu. Þaö fjármagn leggja þingmennirnir til aö verði m.a. notað til að tryggja hlut sjó- manna og lækka olíukostnað útgerðar- innar. Vaxtatekjur vilja þeir að veröi skattskyldar og að sérstakri lánanefnd verði komið á fót til aö fjalia um allar erlendar lántökur. I greinargerð frumvarpsins er einnig sagt aö „öll skuldabréf verði skráð á nafn og þannig komiö í veg fyrir starfsemi okurlánaranna og ráö- ist ’ af hörku gegn neðanjarðarhag- kerfinu ”, -ÞG. 28 dagar í sólinni, brottför 11. des., og 20 dagar með Lundúnaviðkomu, brottför 18. desember. Eigum aðeins örfá sæti laus í þessar eftirsóttu ferðir. Hægt að velja um dvöl í íbúðum eða hótelum á Tenerife.hinni fögru sólskinsparadís Kanaríeyja, Puerto de la Cruz, eða amerísku ströndinni. íslenskur fararstjóri. Fjöldi skemmti- og skoðunarferða. Þarna er sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið alveg eins og fólk vill hafa það. Notið tækifærið og styttið skammdegisveturinn. Losið ykkur við kostnaðarsöm jól og vetrarveðrin heima. Úvenjulega margir frí- dagar um þessi jól og áramót. Sérstök jólahátíð fyrir okkar farþega á aðfangadag með jólatré og gjöfum fyrir börnin og veglegur áramótafagnaður. fire$tone _____AUKDM__ _____SEVRNA,_________ ______BETRI ____HEMLUN_ Firestone vetrarhjólbarðar veita öfluga spyrnu, örugga hemlun og þeir hafa frábæra endingu. Þú ert í fararbroddi með örugga og endingarmikla Firestone hjólbarða. FIRESTONE — ÖRYGGI OG ENDING Útsölustaðir um land allt. JÖFUR HF. NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍ MI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.