Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 40
Frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984. Faölr og sonur saman á ný: Þröstur Guönason og Guðni Kristjánsson. DV-mynd GVA. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022. Foreldrar jeppaeigandans: Gígja Ámadóttir og Hjörtur Guöbjartsson lesa heilla- óskaskeyti í gærkvöldi. DV-myndGVA. — sjá einnig bls. 2 Lækki úr 19% í 10% um áramótin — falli endanlega niður í árslok 1988 Nefnd sem skipuð var af iðnaðar- ráðherra fyrr á þessu ári til að endurskoða lög um veröjöfnunar- gjald á raforku hefur nú skilaö áiiti. Nefndin leggur til að verðjöfnunar- gjaldið verði fellt niður í áföngum á næstu fjórum árum. Það verði frá næstu áramótum lækkað úr 19 pró- sentum í 10 og verði þannig næstu tvö ár. Að þeim tíma iiðnum lækki þaö í 5 prósent og falli síöan aö fullu niður eftir tvö ár þaðan í frá. Veröjöfnunargjaldið verði þannig endanlega úr sögunni í árslok 1988. Orkufyrirtækin sem notið hafa verðjöfnunargjaldsins eru Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða. Kristján Haraldsson orkubússtjórí sagði að félli verð- jöfnunargjaldið óbætt niður þýddi það 30 prósent hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins. 1 tillögum nefndar- innar eru aftur á móti settar fram hugmyndir um að bæta þeim fyrir- tækjum, sem notið hafa verðjöfnunargjaldsins, tekjumissinn að einhverju leyti. Kristján Haralds- son sagði að hvað varðaði orkubúið heföi verið rætt um endurfjármögn- un þess með veitingu hagstæðari lána til lengri tíma en þau sem nú hvíla á fyrirtækinu. Þá hefur einnig verið rætt um framlög úr ríkissjóöi til aö greiöa niður rafhitun. Lögin um verðjöfnunargjaldið hafa gilt frá ári til árs. Þingið verður því aö afgreiöa tillöguna um ný lög fyrir áramót. Að öðrum kosti verður að endurnýja lögin sem nú gilda. Enn er óljóst hvaða áherslu stjórnin leggur á að afgreiöa máliö fyrir árslok. Kristján Haraldsson sagði að sér fýndist túninn of skammur til að ganga frá öllum hliðum málsins en vildi þó engu spá um framgang þess. Hitt er víst að tillögur nefndarinnar verða lagðar fyrir Alþingi innan skamms. -GK. Tillaga kjörnefndar á ASÍ þingi: Guðríður annar varaforseti ASÍ LOKI Nú lágu Danir í þvíf Kjörnefnd þings Alþýðusambands- ins hefur gert það aö tillögu sinni að Guðríður Elíasdóttir, formaöur Framtíðarinnar í Hafnarfiröi, verði kosin 2. varaforseti ASI. Þetta er í samræmi við þá lagabreytingu sem samþykkt var á ASI þinginu í gær meö naumum meirihluta að fjölga varaforsetum ASI í tvo. Kjörnefndin gerir einnig tillögu um að Ásmundur Stefánsson verði áfram forseti ASI og Björn Þórhallsson 1. varaforseti. Þá var einnig samþykkt á þinginu með um 80% atkvæða að fjölga mið- stjómarfulltrúum um fimm til við- bótar þannig að með forseta og tveimur varaforsetum sé miðstjóm ASI skipuð 21 manni. Kosningar um forseta og miðstjómarfulltrúa fara framídag. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maöur Alþýðuflokksins, lagði að Karli Steinari Guönasyni, varafor- manni Verkamannasambandsins og þingmanni Alþýðuflokksins, að bjóða sig fram til varaforseta og brjóta með þvi það samtryggingarkerfi sem stjómmálaflokkarnir hafa kom- ið sér upp varðandi kosningar í trún- aðarstööur innan ASI. Með því vildi hann sérstaklega afhjúpa þá sam- tryggingu sem Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn hafa komið sér upp. Karl Steinar var þá hins vegar sjálfur bundinn af samkomulagi við fulltrúa þessara flokka um skiptingu í embætti, forseta og miðstjómar- fulltrúa, og vildi ekki gefa kost á sér. Síðustu f réttir Engin önnur framboð komu fram á ASl þinginu og vom forseti og vara- forsetarþvísjálfkjörnir. ÓEF - Mikid grátid og mikið um bænir „Þetta er stærsta gjöf sem ég hef þegið í lífinu,” sagði Guöni Kristjáns- son, faðir Þrastar, eins þriggja ung- mennanna sem heimt voru úr helju á heiðunum fyrir ofan Laugarvatn í gær- dag. „Eg neita því ekki að vonin var farin aö dofna, maður vissi hvernig veðrið var og tími óvissunnar var orðinn ansi langur. Þaö er ekki hægt að lýsa með orðum þeim umskiptum sem uröu innra meö manni þegar fréttir bámst að þau væm fundin heil á húfi,” sagði Guðni. „Dagamir hafa veriö erfiðir, mikiö grátið og mikið um bænir. Þetta er ólýsanleg tilfinning að fásoninnheim.” Sjálfur er Þröstur ekkert á því að hætta fjallaferðum þrátt fyrir þetta óskemmtilega ævintýri: „Eg er að byggja undir jeppa sem ég ætla að nota í svona ferðir og mun örugglega gæta min betur næst þegar lagt veröur í hann,” sagði Þröstur, sem er 21 árs vélvirki. Hann bað DV fyrir kærar þakkir til allra þeirra er þátt tóku í leitinni. -EIR. Jeppaeigandinn fór snemma að sofa: Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Faðir heimtir son sinn úr helju: Hamingjudagur í iífi foreldra „Þetta er mesti hamingjudagur í lífi okkar,” sögðu þau hjónin Gígja Áma- dóttir og Hjörtur Guöbjartsson, for- eldrar Gunnars Hjartarsonar, eins þremenninganna sem óttast var um og reyndar eiganda Broncojeppans fræga. „Þaö er ekki hægt að lýsa tilfinningum sínum meö orðum en efst í huga okkar er aö sjálfsögöu þakklæti til allra sem unnu að leitinni sem bar svo ríkulegan ávöxt,” sagði Hjörtur, faðir Gunnars, en sjálfur var strákurinn farinn að sofa snemma í gærkveldi enda erfiö törnaöbaki. „Eg var aö búast við krökkunum heim um fimmleytið á sunnudag þann- ig að fólk getur gert sér í hugarlund hvemig mér leið á hádegi í dag þegar ég fékk fréttirnar um að þau hefðu fundist heil á húfi,” sagði Gígja og bætti því við að síðasta verk hennar áður en sonurinn hélt í sunnudagsbil- túrinn hefði verið að hlaupa upp á loft og ná í gamla áttavitann sinn sem hún síöan lét Gunnar fá. Og hann kom í góðarþarfir þegar Broncoinn bilaði. -EIR. Nefndarálit um verðjöfnunar- gjald á raforku:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.