Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sumir ólöglegir — aðrirekki. Þráðlausirsímar: Enginn þráður — enginn reikningur... Ferðamaður sem keypt hefur síma í útlöndum og ætlar sér að nota hann heima á Islandi þarf að fá leyfi Pósts og síma fyrir innflutningnum og er það leyfi yfirleitt gefið. Hins vegar er algjört bann við innflutningi á þráð- lausu símunum í dag þó svo að þeir séu nokkrir til hér á landi. Póstur og sími gefur ekki leyfi fyrir slíkum símum. Haraldur Sigurðsson, yfirverkfræð- ingur radíódeildar Pósts og síma, sagði að tíðnisvið þessara síma væri annars vegar til sjónvarpsnotkunar og hins vegar til strandstöðva þannig að símamir yllu truflunum hvar sem þeir kæmu inn. ,,Auövelt er að hlusta á það sem fram fer ef talað er úr símum þessum og eigendur þessara tækja hefðu ekki hugmynd um að samtölum þeirra væri útvarpaö víða til sjávar og sveita. Fólk kaupir þá óvitandi um hvað það er að kaupa. I vissum til- fellum geta tveir ólöglegir símar parast þannig að einn ólöglegur síma- eigandi stelur skrefum frá öðrum ólög- legum símaeigendum — aðeins þráð- lausum símum — með ásetningi, en án vitundar hinna, þeirra sem stoliö er af og þeirra sem þurfa síðar aö borga reikningana.” Haraldur sagðist ekki vita þess dæmi að slíkt hefði nokkum tíma gerst hér á landi og vildi hann ekki gefa neinar uppskriftir að svo stöddu til „þráðlausra símaeigenda.” En nú er unnið af kappi við gerð nýs þráðlauss síma í Sviss, Frakklandi og Japan sem verður ef til vill kominn á markaðinn eftir ár og geta þá lands- menn keypt sér einn þráðlausan án þess að eiga þaö á hættu aö þurfa að borga símareikninga fyrir fjölda manns. Haraldur sagöi að þessir þráðlausu símar, sem eru til sums staðar hér á landi hefðu komið inn ólöglega en þeir hefðu ákveðið langdrægi svo að sá sem hugsar sér gott til glóðarinnar má ekki vera alit of langt frá þeim sem hann ætlar að stela skrefum af. -jj. Islenskt lambakjöt í matvöruversluninni á Keflavíkurflugvelli Tvær frystikistur fullar af íslensku lambakjöti eru nú komnar í verslunina „Commissary” sem er matvöru- verslun á Keflavíkurflugvelli. önnur frystikistan er í eigu Sam- bandsins en hin er í eigu Sláturfélags Suðurlands. Undanfarið hefur staðið yfir kynning á íslensku lambakjöti á Keflavíkurflugvelli til að auka neyslu og sölu á því og hefur nefnd á vegum utanríkisráðuneytisins haft veg og vanda af kynningunni. „Þetta hefur verið nokkurs konar „culture-kynn- ing”, aðallega í mötuneytum á vell- inum og í klúbbum þar. Klúbbarnir eru nú með lambakjöt sem aðalrétt einu sinni í viku sem er partur af kynning- unni, og mun þessi kynning verða áfram,” sagði Friöþór Eydal, blaða- fulltrúi varnarliðsins. Lambakjöt hefur ekki verið selt áður í matvöruversluninni heldur aðeins verið notað í mötuneytum og klúbbum þar að einhverju leyti. Neyslan var áður 4 tonn en búist er við að hún fari upp í 8 tonn nú með tilkomu kjötsins í versluninni. Friðþór sagði að Bandaríkjamenn væru mjög óvanir lambakjötinu og væri það lítið á borðum hins almenna borgara þar vegna þess hversu dýrt þaö er. Þeir eru því ekki vanir mat- reiðslu á því svo að í versluninni liggja fyrir uppskriftir að lambakjötsréttum og kosta þær ekkert. Er frystikistumar komu í verslunina um miðja síðustu viku voru keypt um 1400 pund af lambakjöti í þær og fimm fyrstu dagana seldist helmingur þess — 700pund. -JI. VISITOLUFIOLSKYLDA AF PÖDDUM VALT ÚT ,,Eg opnaði sósupakkann og heil vísi- tölufjölskylda af pöddum valt út. Því- líkt ógeð. Það lá við aö fjölskyldan endaði í „comflakes”. Þetta voru orö konu nokkurrar sem hafði keypt sér sósupakka í búð hér í bæ og ætlaði að gera þessa fínu sósu með kvöldmatnum í síðustu viku en svo fór sem fór. Við nánari athugun sást lítið gat á pakkanum þar sem pöddumar hafa ef- laust brotist inn. „Þegar ég sá þetta fattaði ég ekkert fyrst að þetta voru pöddur — ég hélt að þetta væri ný tegund af kryddi en samt fannst mér þetta skrýtið og sá þá að þetta var kjarnafjölskylda úr skor- dýraríkinu.” JI. Innbrotsþjófarnir fjórir. Visa-korthafar: Veröa ekki tíu milljónum fátækari Hvernig fer fyrir þeim sem hafa tekið út á greiðslukort erlendis rétt áöur en gengið fellur? Þetta hefur ekki veriö áhyggjuefni í langan tíma vegna þess aö gengið hefur haldist á sínum stað í langan tíma á íslenskum mæli- kvarða. Nú hefur þessi staða komið upp eftir nýafstaðna gengisfellingu. Þeir sem notuðu kortin erlendis á síðasta út- tektarbimabili hjá Visa fá sínar úttekt- ir á gamla genginu. Korthafar vom skuldfærðir þar áður en gengið féll. Á þessu tímabili var tekiö út erlendis fyrir 2 milljónir dollara. Dollarinn hækkaði um 5 krónur íslenskar og hefur þetta þá í för með sér að Visa- korthafar sleppa við að greiða 10 v milljónir til fyrirtækisins. Þeir sem hafa Eurocard lenda hins vegar í því að greiða sínar úttektir erlendis á nýja genginu. Ekki vitum við hversu miklar upphæðir hér er um að ræða. En reglan er sú að allar úttektir erlendis em reiknaðar á gengi í lok út- tektartímabilsins. Og munurinn á fyrirtækjunum nú var sá að lok út- tektartímabilsins var fyrir gengisfell- ingu hjá Visa ísland en þvi miður eftir gengisfellingu hjá Kreditkortum sf. APH. BODDÍ— HLUTIR Er bíllinn þinn tærður eða beyglaður? ^ Ef svo er, þá eigum við mikið úrval stórra og smárra boddí- hluta, ávallt á lager. Póstsendum. ■m ViSA E Bíllinn S/F SKEIFAN 5-108 REYKJAVÍK. S (91) 33510 - 34504 Bamaiól 1984 EINSTAKLEGA FALLEGUR OG VANDAÐUR JÓLAPLATTI Jólaplattinn er úr uönduðu postulíni, kóbalt-blár að lit og á hann er málað með 24 karata gulli, af þýzku listakonunni Mel Wagner. Þetta er tilualin gjöf t. d. uegna barnsfæðingar eða I fyrra seldust þeir allir upp IEKK- liHISTVLL Laugavegi 15 sími 14320

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.