Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 19 róttir íþróttir (þróttir (þróttir (þróttir Hólmbert með Kefla- víkurliðið? - Keflavík er eina 1. deildarliðið sem ekki hefur ráðið þjálfara Þaö bendir margt til að Hóimbert Friöjónsson taki við Keflavíkurliöinu á ný, en Hólmbert, sem hefur þjálfaö Fram og KR með góðum árangri undanfarin ár, geröi Keflavík að ís- landsmeisturum 1969 og þá náði hann góðum árangri með liðið 1978. Keflvíkingar eru nú þeir einu í 1. deild sem hafa ekki ráðið þjálfará fyrir næsta keppnistímabil. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það aö fengur yrði fyrir Keflvíkinga að fá Hólmbert > Hólmbert Friðjónsson. Magnús Bergs afturtil Belgíu? Belgiska 1. deildarfélagið St. Nikolas hefur sýnt áhuga á að fá Magnús Bergs til liðs við sig, en Magnús Bergs leikur nú með Braun- schweig í V-Þýskalandi, þar sem hann hefur fengið fá tækifæri. Magnús er ekki ókunnugur í Belgíu' — hann lék þar með Tongeren. -SOS aftur í herbúöir sínar, en hann er gam- all leikmaður með Keflavíkurliðinu — var í íslandsmeistaraliöi Keflavík 1964. Keflvíkingar eru nú með stóran hóp af snjöllum leikmönnum — reyndum leikmönnum og ungum strákum. Þeir þurfa því reyndan og snjalian þjálfara til að halda rétt á spilunum. Hver er færari til þess en Hólmbert? -SOS • Alan Ball, sem 21 árs varð heimsmeistari með Englandi og nú 38 ára gerir góða hluti í Portsmouth. Kemur litli Ball Portsmouth í 1. deild á ný? Þetta gamalfræga félag hefur blómstrað á ný undir stjórn Alan Ball sem tók við stjórastöðunni sl. sumar Margir af gömlu heimsmeisturun- um í knattspyrnu frá 1966 hafa reynt fyrir sér sem framkvæmdastjórar í ensku knattspyrnunni en með afar misjöfnum árangri. Aðeins Jackie Charlton hefur náö umtalsverðum árangri en mönnum eins og Bobby Moöre, Bobby Charlton, Martin Peters og Geoff Hurst, svo nokkrir séu nefndir, hefur mistekist algjörlega. Sama má segja um Nobby Stiles og Alan Ball þar til nú að Ball virðist á góðri leið með að vinna sér nafn sem stjóri hjá Portsmouth og Stiles gerir það gott hjá WBA, hjá mági sinum Johnny Giles. Giles kvæntist systur Stiles þegar þeir voru báðir ungir leik- menn hjá Man.Utd. Alan Ball var einn af lykilmönn- um Alf Ramsey þegar England varð heimsmeistari 1966, yngstur ensku leikmannanna. Aðeins rúmlega tvítugur. Eftir litríkan feril með Black- pool, Everton, Arsenal og Southampton reyndi hann fyrir sér sem stjóri hjá Blackpool. Ekkert gekk þar hjá honum meö því fræga félagi sem nú leikur í 4. deild. Hann fór aftur til Southampton. Lék þar um hríð en gerðist síðan þjálfari hjá nágrannaliö- inu Portsmouth og var það á siðasta leiktímabili. Formaöur Portsmouth, margmilljónarinn John Deacon, sem hefur lagt mikla peninga í félagið til að vinna aftur forna frægð, hreifst mjög af innsæi litla Ball í knattspymu — gerði sér lítið fyrir og rak stjórann Bobby Champbell frá félaginu í sumar. Réð Alan Ball í hans stað. Þó viður- kenndi hann aö Champbell hefði gert góöa hluti hjá Portsmouth en hann vildi meira. í 1. deild á ný Undir stjóm Ball hóf Portsmouth keppnistímabilið mjög vel. Er nú í þriðja sæti og virtist hafa góöan mögu- leika á að komast aftur í 1. deild. Portsmouth hefur ekki leikið í 1. deild síðan 1959 en tíu árum áður var félagið besta félag Englands. Varð enskur meistari tvö ár í röð, 1949 og 1950. Þó Portsmouth hefði leikið í 2. og 3. deild undanfarin ár hefur aösókn aö leikjum þess alltaf verið mikil á heimavelli. Nú þegar möguleiki er á sæti í 1. deild hafa þeir stundum veriö um 30 þúsund. Alan Ball varð að vísu fyrir því áfalli í sumar að aðalmarka- skorari liðsins, enski landsliðsmaður- inn Mark Hateley, var seldur til AC I til að kanna aðstæður hjá tveimur félögum | | Ragnar Margeirsson, landsliðs- ■ maður í knattspyrnu, er á förum til I Sviss nú i vikunni, þar sem hann Imun kanna aöstæður hjá tveimur félögum. Það var v-þýskur um- I boðsmaður sem hafði samband við " Raguar — og fer hann með honum ■n ■■■■ .«■■ mmm mmm mmm mmm tilSviss. Um tíma stóð til að Ragnar færi til Sunderland til viðræðna en það datt upp fyrir þegar ljóst var að Ragnar fengi ekki atvinnuleyfi í Englandi. -SOS • Ragnar Margeirsson Milano á Italíu. Miklir peningar þar í boði eða 915 þúsund sterlingspund. Keypti nýja leikmenn Ball byrjaöi fljótt á því að kaupa nýja leikmenn til að reyna aö fylla í stöðu Hateley. Hann keypti Skotann Scott McGarvey frá Man. Utd. og Scott hefur skoraði talsvert af mörkum að undanfömu eftir heldur slaka byrjun. Neill Webb hefur blómstrað í framlín- unni. Er markahæsti leikmaður liðsins og skoraði bæði mörkin á Maine Road í Manchester á laugardag. Mick Kennedy var keyptur frá Middles- brough og hefur átt prýöisleiki á miðj- unni en bestu kaup Alan Ball voru þó nýir miðveröir, Moel Blake frá Birm- ingham og Billy Gilbert frá Crystal Palace. Þeir kostuðu samtals 215 sterl- ingspund og hafa verið vel peninganna virði. Kunnir kappar Ymsir kunnir leikmenn leika með Portsmouth. Þar má nefna Kevin Dillon, áður Birmingham, Gary Stanley, (Chelsea, Everton.Swansea), Dave Thomas, enski landsliðsmaður- inn hér á árum áður, sem m.a. lék með Burnley og Everton, Richard Money (Liverpool, Luton), Malcolm Waldron (Southampton), Mark Tait (Oxford, Carlisle) og Alan BUey (Derby, Everton). Tveir þeir síðasttöldu hafa þó ekki verið fastamenn að undan- fömu. Einn albesti maður liðsins er markvörðurinn Alan Knight, sem alla tíð hefur leikið með Portsmouth og með þessum leikmönnum virðist Alan Ball hafa góöa möguleika á því aö hefja Portsmouth til vegs og virðingar áný. hsím. • Sævar Jónsson, í Sævar Frá Kristjáni Bernburg, frétta- manni DV i Belgíu: — Þjálfari CS Brugge vUl ólmur halda Sævari Jónssyni áfram hjá félaginu og hef- ur lagt áherslu á það við forráða- menn félagsins. Eins og málin standa nú er allt við það sama hjá Sævari. Hann bíður eftir ákveðnu svari frá v-þýska félaginu Niirn- berg sem Ieikur í 2. deUd. -KG/-SOS . Einar Ásbjörn bestur íKeflavík Einar Ásbjörn Ólafsson, mið- vallarspilrri með 1. deUdar Iiði Keflavíkur í knattspyrnu, var út- nefndur knattspyrnumaður ársins í Keflavík 1984 á ársþingi ÍBK um sl. helgi. -SOS Eddy Gray óhress — með áhangendur Leeds Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — Eddy Gray, framkvæmdastjóri Leeds, er afar óhress mcð fram- komu áhangenda félagsins i Oxford á laugardaginn, er þeir hentu bjálkum og öðru lauslegu inn á vöU- inn. — Ég var að hugleiöa það um tíma að kaUa leUtmenn mína af leikveUi og gefa leikinn, sagði Gray eftir þcnuan sögulega leik. Þess má geta að Gray hef- I ur bannað fjölskyldu sinni að sjá heimaleiki Leeds á Elland Road vegna hinna vUltu stuðningsmanna Leeds, sem eru þeir verstu á Eng- ’landi. I Oxford voru fimm áhorfendur handteknir, tveir frá Leeds og þrir frá Oxford. Annar áhangandi | Leeds bar á sér hættulegt vopn. -SigA/-SOS • Eddy Gray. íþrótt íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.