Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVKUDAGUR 28. NOVEMBER1984 Olíutankarnir í Heiguvík verða fullgerðir i lok næsta árs. Helguvikurstöðin mun leysa gamla tankasvæðið ofan við fíljarðvik afhólmi. Framkvæmdir á Suðurnesjum Margar stórframkvæmdir standa nú yfir á Suðurnesjum. Má þar helst nefna framkvæmdir innan varnar- svæðisins á Keflavíkurflugvelli, sem mikiö hafa verið í fréttum síðustu mánuði. DV brá sér í flugferö á dögun- um og festi á filmu nokkur mannvirki á Suöurnesjum. Þrjár meginframkvæmdir á vamar- svæðinu ganga samkvæmt áætlun, en þær eru flugstöðvarbyggingin, flug- skýlin og bygging olíutanka. Við nýju flugstöðina er unnið að upp- steypu hússins og áætlaö að ljúka því verki 1. júní á næsta ári. Áætlað er að loka sjálfu húsinu með þaki 1. október nk. Því næst verður hafist handa við innréttingar. Áætlað er að nýja flug- stöðin verði tilbúin í apríl 1987. Fram- kvæmdir viö flugvallarveg frá Fitjum að nýju flugstöðinni hefjast væntan- lega næsta sumar. Nú er unnið við fyrsta áfanga olíubirgðastöövarinnar við Helguvík. Þama er um að ræða tvo 15000 rúm- metra tanka sem væntanlega verður lokið við að byggja í lok næsta árs. Samhliöa þessum framkvæmdum er nú veriö að ljúka við pípulögn upp á Texti: Elín Hirst Ljósmyndir: GunnarV. Andrésson Keflavíkurflugvöll. Nýlega vom teknir burtu tveir olíugeymar af gamla tankasvæðinu fyrir ofan Njarðvík. Helguvíkurstööin mun leysa gamla svæðið af hólmi. Þá er verið aö ljúka við byggingu á níu flugskýlum sem öll eiga að vera til- búin næsta sumar. Munu síöan hefjast skipti á ormstuflugvélum vamarliös- ins og fyrir áramót veröa væntanlega komnar hingaö til lands átján R-15 orrastuþotur. þessum framkvæmdum í samvinnu við aöra áhugaaðila. I lóninu er afgangs- vatn sem kemur upp úr heitavatnshol- unum. Vatnið verður ekki notað til upphitunar og er því kastað eða látið renna út í lónið. Það er brimsalt en inniheldur mikiö af öðmm efnum s.s. kísil. Bláa litinn á vatninu útskýra menn með því að kísilagnirnar séu svo smáar að þær endurkasti bara bláa ljósinu frá sólinni eöa þömngar valdi þessum sérkennilegu litbrigðum. Að bara sig í Bláa lóninu telja margir gott ráö gegn húösjúkdómum en engin læknisfræðileg skýring er til á því hvers vegna. Hitaveita Suðurnesja Hjá Hitaveitu Suðurnesja stendur fyrir dyrum að breyta fyrirtækinu í orkubú. Hitaveitan sameinist þá raf- veitum og annist orkudreifingu á heitu vatni og rafmagni. Hitaveitan athugar nú einnig hvort hægt sé að setja upp fullkomna baðað- stöðu við Bláa lónið sem er að veröa vinsæll baöstaður fyrir höfuðborgar- búa jafnt sem íbúa á Suðurnesjum. Hitaveita Suðurnesja myndi standa að Nýju flugskýlin eru alls niu talsins og verða öll tekin i notkun næsta sumar. Áætlað er að byggingu nýju flugstöðvarinnar verði lokið íapríl 1987. fílú er unnið við uppsteypu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.