Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 32
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 32 : Andlát Hanna Guðjónsdóttir píanókennari lést 18. nóvember sl. Hún fæddist í Hafnar- firöi 16. maí 1904, dóttir Kristínar Ölafsdóttur og Guöjóns Jónssonar. Hanna giftist Stefáni Kristinssyni en hann lést áriö 1982. Þau hjónin eignuðust fimm börn. Utför Hönnu verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Eiður Guömundsson fyrrverandi hreppstjóri, Þúfnavöllum, Hörgárdal, lést 10. nóvember sl. á Fjóröungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 96 ára aö aldri. Hann var fæddur 1888, sonur hjónanna Guömundar Guömunds- sonar, hreppstjóra á Þúfnavöllum, og Guðnýjar Loftsdóttur. Eiður var jarðsunginn 17. nóvember sl. frá Bægisá. Ragnheiður Ólafsdóttir kennari, Skjól- braut 4 Kópavogi, sem lést 20. nóvember, veröur. jarösungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 29. nóvemberkl. 15. Kristján Sigurðsson, Blönduhlið 10, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 15. Tilkynningar Afgreiðslutími í desember Auk venjulegs afgreiðslutíma sem er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8.00—18.30 og á föstudögum frá kl. 8.00—21.00 má hafa verslanir opnarí desembersem hér segir: Laugardaginn 1. desember til kl. 16.00 Laugardaginn 8. desember til kl. 18.00 Laugardaginn 15. desember til kl. 22.00 Laugardaginn 22. desember til kl. 23.00 Aðfangadag 24. desember til kl. 12.00 Þorláksmessu ber nú upp á sunnudag 23. desember og eru verslanir þá lokaðar. I staöinn er opið laugardaginn 22. desember til kl. 23.00. A aöfangadag á að loka verslunum kl. 12.00 á hádegi. Á gamlársdag er verslunum einnig lokað kl. 12.00 áhádegi. Fyrsta vinnudag eftir jól, þann 27. des., hefst afgreiðslutimi kl. 10.00. Háskólafyrirlestur Séra Frank E. Bullivant heldur tvo fyrirlestra við Háskóla Islands í boði Árnastofnunar og guðfræðideildar Háskólans, miðvikudaginn 28. og fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17.15 í stofu 422 í Ámagarði. Báðir fýrirlestrarnir munu fjalla um skjalasöfn páfagarðs. Hinn fyrri verður almennur yfirlitslestur um söfnin, en hinn síðari um rannsóknir islenskra heimilda sem þar er að finna. Séra Bullivant er mörgum kunnur hér á landi. Að loknu meistaraprófi í fomensku og germönskum málum dvaldist hann hér ár- langt og nam islensku við Háskólann. Síðan var hann um skeið háskólakennari í heima- landi sínu, en hóf þá prestnám og var vígöur í Rómaborg árið 1967. Hann starfar á vegum álþjóðlegrar trúboðsreglu, O.M.I, sem kennd er viö hina flekklausu Guðsmóður, og hefur verið sendur á vegum hennar víða um lönd en haft aðal-aðsetur í Róm. Hann er mikill vinur íslenskra fræða og hefur dvalist hér í orlofum sínum við rannsóknir í Árnastofnun en í skjalasöfnum páfagarðs hefur hann grafið upp skjöl varðandi Island frá miðöldum. Fyrirlestramir verða fluttir á ensku og er öllum heimUl aðgangur. Tónleikar í Skagafirði og á Akureyri Páll Jóhannesson tenór og Ölafur Vignir Al- bertsson píanóleikari munu halda tónleika fimmtudaginn 28. nóvember í Miögaröi, Varmahlíö í Skagafirði, og hefjast þeir kl. 21. Laugardaginn 1. nóvember veröa þeir svo í Borgarbíói, Akureyri. Tónleikamir eru jafn- framt kynning á nýrri plötu þeirra Páls og Olafs. Happdrætti FHU Dregið hefur verið í happdrætti félags harmóníkuunnenda og upp komu eftirtalin númer: Nr. 491, harmóníka eða hljóðfæri í Rín, kr. 51.000. Nr. 7742, hljóðfæri að eigin vali í Rín, kr. 15.000. Nr. 159 , 9251, hljóðfæri að eigin vali í Rín, kr. 10.000. Nr. 1818, 8843, 2467, 1366, 3534, hljóðfæri að eigin vali í Rín, kr. 8.000. Nr. 180, 1214, 6731, 1858, 7827, 9605, 2549, 194, hljóðfæri að eigin vali í Rín, kr. 5.000. Nr. 3893,9606,7282, hljómplatakr. 500. Kvenfélag Háteigssóknar býður öUu eldra fólki í sókninni til samkomu og kaffidrykkju sunnudaginn 2. desember kl. 15.15 í Domus Medica. Félagskonur mætiö vel og munið jólafundinn 4. desember kl. 20.30 í sjómannaskólanum. Fræðslufundur Geðhjálpar Geðhjálp heldur næsta fræöslufund sinn fimmtudaginn 29. nóv. kl. 20.30 á Geðdeild Landspítalans í kennslustofu á 4. hæð. FjaUað verður um sjálfsþekkingu — sjálfsöryggi og námskeið fyrir foreldra. Fyrirlesari er ÁlfheiðurSteinþórsdóttú- sálfræðingur. Fyrir- spurnir og umræður verða eftir fyrirlestrin- um. Aðgangur ókeypis. Stjómin. Jólamarkaður ■Jólamarkaður félags einstæðra foreldra verður í Traöarkotssundi 6 laugardaginn 1. desember nk. Fólk er beðið að koma munum á skrifstofuna fyrir 30. nóvember í síðasta lagi. Basar Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 8. og 9. desember nk. Tekið er á móti munum á skrifstofutíma og á fimmtudags- kvöldum. Fimleikasýning i Laugardalshöll Þann 2. des. nk. kl. 16.30 verður stórkostleg fimleikasýning í Laugardalshöll, fyrir alla fjölskylduna. Viöfangsefnið „Rauðhetta og (fimleika-) úlf urinn „verður sýnt með þátttöku bama og unglinga frá KR., Stjömunni, Gerplu, Björk, Armanni og fBA. Samvinna þessara aðila er býsna forvitnileg útkoma, ekki satt? Skóla- hljómsveit Mosfellssveitar leikur og sögu- maður er Bessi Bjamason. Landsliðið leikur listir sínar af alkunnri snilld og er í stöðugri framför. Mismunandi atriði sýningarpró- gramma af öllum gerðum era að sjálfsögöu með. Þá verða seldir happdrættismiðar til styrktar landsliði og em vinningar gimilegir, eins og úlfinum fgnnst amman, svo ekki sé meira sagt. Sama dag kl. 9 árdegis verður ársþing FSI haldið að Hamraborg 1, Kópavogi. Mörg mál liggja fyrir, þ.á.m. norrænir fimleikar. Fimleikar, fimleikar, allt á að sýna. Velkominn með þig og þína. Stjóm FSl. í gærkvöldi_______ í gærkvöldi Sveinn Sæmundsson, forstöðumaður kynningardeildar Flugleiða: Útvarpið flutti góðar f réttir í gær Utvarpiö flutti í gær góöar fréttir þegar tilkynnt var um aö ungmennin þrjú heföu fundist heil á húfi. Jafnvel miðdegistónleikamir hljómuðu dá- samlega. Hjálparsveitimar leggja mikið á sig og ber þjóöinni aö standa vel aö baki þessum mönnum. Ut- varpið er að mörgu.leyti gott. Vegna vinnu get ég ekki hlustaö á þaö á daginn en nota oft kvöldin til þess. Þó er oft á tíðum skammt á milli öfganna í tónlistarvalinu og mér finnst vanta meira af léttri klassískri tónlist. Einnig að lesnar séu góðar og gamlar sögur á kvöldin því fátt er notalegra en aö sofna undir góöum lestri. Eftir fréttir í sjónvarpinu þurfti ég aö velja á milli aö horfa á sögu Afríku eða hlusta á Árna Bergmann og haföi Ámi betur til aö byrja meö. Þátturinn um Afríku sýndi og sannaöi þaö arörán og þá svíviröilegu framkomu sem hvítir sýndu í þessum heimshluta. Það er eðlilegt aö þessu fólki sé hjálpað nú þar sem hvíti maðurinn á sök á ógæfu þess. Því næst kom Reilly og er þar á feröinni stórmerkur þáttur og vel unninn. Dagskránni í sjón- varpinu lauk svo meö því að fréttamenn tóku Jón Baldvin Hanni- balsson á hvalbeinið. Á þaö var gaman að horfa enda Jón Baldvin hinn hressasti maöur. Félag Snæfellinga- og Hnappdæla í Reykjavík heldur spila- og skemmtikvöld laugardaginn 1. desember í Domus Medica kl. 20.30. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Sinfóníutónleikar í Háskólabíói Fjórðu áskriftartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands á þessu starfsári verða í Háskólabíói nk. fimmtudag, 29. nóv., og hefj- astþeirkl. 20.30. Á efnisskránnieru: Leifur Þórarinsson: Sinfónía nr. 1, Franz Liszt: „Malediction” fyrir píanó og strengja- sveit. Alexander Skrjabin: Sinfónía nr. 2 í e- moll. Stjórnandi tónleikanna verður Páll P. Pálsson og einleikari Halldór Haraldsson. -ÁFl Kattavinafélagið Jólaföndur, kökubasar ásamt flóamarkaði í einu homi verður á Hallveigarstöðum laugar- daginn 1. desember kl. 14. Allur ágóði rennur í húsbyggingu Kattavinafélagsins. Háskóiatónleikar í Norræna húsinu Sjöttu Háskólatónleikar á haustmisseri 1984 verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudag- inn 28. nóvember í hádeginu. Blásarakvintett Reykjavikur flytur tónlist, eftir Franz Denzi og Jean Francaix. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftíma. -ÁFl Jólasýning Langbróka I Galleri Langbrók stendur nú yfir jólasýning Langbróka. Á sýningunni eru grafíkmyndir, gler- og vatnslitamyndir, keramik, textil, fatnaður, skartgripir og fl. Galleríið er opið virka daga kl. 12—18.1 desember verður opið á laugardögum milli kl. 12 og 18. Hallgrímskirkja — starf aldraðra Opið hús verður á morgun, fimmtudaginn 29. nóvember, kl. 14.30 í safnaðarsal kirkjunnar. Dagskrá og kaffiveitingar. Safnaðarsystir. Basar Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12,8. og 9. desember nk. Tekið er á móti mun- um á skrifstofutíma og á fimmtudagskvöld- um. Ritgerðarsamkeppni skólafólks Fyrr á þessu ári efndi Landssamband iðnaðarmanna til ritgerðarsamkeppni skóla- fólks um íslenskan iðnað og máefni honum tengd. Upplýsingabæklingur um tilhögun samkeppninnar var sendur öllum grunnskól- um og flestum framhaldsskólum. Skilafrestur var ákveöinn 1. desember 1984. Vegna þeirrar röskunar í skólastarfi sem varð í verkfalli BSRB í októbermánuði hefur verið ákveðið að framlengja skilafrest til 15. febrúarl985. önnur atriði sem tilgreind eru í upplýsinga- bæklingnum standa óbreytt. Minnt skal á að vegleg verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu ritsmíðamar sem berast. Fyrstu verölaun eru kr. 25.000, önnur verð- laun kr. 15.000 og þriðju verðlaun kr. 10.000. Að auki verða allt að 10 viðurkenningar veitt- ar fyrir ritgerðir er dómnefnd telur athyglis- verðar. Þátttaka er heimil öllum skólanemendum, jafnt nemendum í grunnskólum sem fram- haldsskólum, svo sem i tækniskólum, háskól- um, iðnfræðsluskólum, verslunar- og mennta- skólum. Við mat á gildi ritsmíðanna verður að sjálfsögðu tekið tillit til mismunandi aldurs og menntunarbrauta er þátttakendur hafa valið sér, þannig að unglingar geta unniö til verðlauna og viðurkenningar eins og há- skólanemar sem komnir eru að lokaprófi. Dómnefndina skipa Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna, og er hann formaður nefndarinnar, Bragi Hannes- son, bankastjóri Iönaðarbankans hf., Ingjald- ur Hannibalsson, forstjóri Iðntæknistofnunar Islands og Jón Böðvarsson, ritstjóri væntan- legrar Iönsögu Islendinga. Grýla og jólasveinarnir komin í bæinn Jólin eru í nánd. Samningar hafa tekist í Jóla- sveinaríkinu og hafa þeir því lagt nótt við dag við aö ljúka við jólagjafimar og bíða nú óþreyjuf ullir jólanna. En Grýla sá að ekki var til zetunnar boðið. Sú flugufregn hefur flogið um bæinn, að Grýla hafi rennt kambi í gegn um háriö gefið spegilbrotinu 90 gráðu hom- auga og farið í sparibomsumar sínar og drifið sig til borgarinnar með tvo stálpaða syni sina, þá Gáttaþef og Gluggagægi. Nú langar hana að hitta alla krakkana, sem jólasveinarnir synir hennar hafa gortað sig af að þekkja. Dvelst tríóið nú hjá afar fjarskyldum ættingj- um og bíður í ofvæni eftir aö komast á jóla- skemmtanir. Þeir sem hafa áhuga á að fá þau í heimsókn geta hringt í sima 621126 eða 20050 milli kl. 17.00-19.30 daglega. Jólamarkaður Jólamarkaður félags einstæðra foreldra verður í Traðarkotssundi 6 laugardaginn 1. desembcr nk. Fólk er beðið að koma munum á skrifstofuna fyrir 30. nóvember í siðasta lagi. Jólakort Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna Jólakort Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) era korni,. á markaðinn enn á ný. Kortin era unnin af listamönnum frá ýmsum löndum og era aUmargar myndanna gerðar sérstaklega fyrir þessi kort. Einnig eru notað- ar eldri myndir eftir fræga Ustamenn fyrri alda. Bamahjálpin hefur gefiö út jólakort á hverju ári frá því 1949 og hefur þessi útgáfa fjármagnað um 10—15% af starfseminni á undanförnum áram. Fjárþörfin er gífurleg. Barnahjálpin hefur á síðustu árum beint kröftum sínum að langtímaverkefnum til að stuðla aö varanlegri lausn vandamála á hverjum stað. Þó fer aUtaf töluvert til neyðar- hjálpar. Þurrkarnir í Afríku, t.d. í Eþíópíu, eru dæmi um stað þar sem neyðarhjálp er mjög nauðsynleg. Barnahjálpin er ein þeirra fjöbnörgu alþjóðastofnana sem lagt hafa sitt af mörkum þar. Bamahjálpin þarf að hafa yfir töluverðum birgðum að ráða til aö vera viðbúin að veita neyðarhjálp. Hún hefur nýverið tekið birgða- stöðina UNIPAC í notkun í Kaupmannahöfn. Með innan við sólarhrings fyrirvara geta flug- vélar lagt af stað frá flugvelUnum í Kaup- mannahöfn meö hjálp tU nauðstaddra hvar sem er í heiminum. Auk þessa er UNIPAC birgðastöð fyrir aUa þá stöðugu hjálp sem UNIPAC veitir. Jólakortin era tU sölu í helstu bókabúöum landsins auk þess sem þau eru til sölu á skrif- stofu Kvenstúdentafélags Islands að HaU- veigarstööum en Kvenstúdentafélagið hefur séð um sölu jólakortanna hér á Islandi í rúm 30 ár. Jólakveðja með vinningsvon Gigtarfélag Islands efnir nú tU óvenjulegs happdrættis. Hver happdrættismiði er um leið jólakort. Vinningar eru 8 ferðavinningar eftir vali. Það er von félagsins að þessu korti verði vel tekið. ÖHum ágóða verður varið til að greiða Sjávarútvegsráðuneytið: Leyfir meiri loðnuveiði Eins og loönusjómenn áttu von á gaf sjávarútvegsráðuneytið út tilkynningu í gær um að loðnukvótinn hefði verið stækkaöur. Kvótinn var aukinn úr 390 þúsund tonnum í 595 þúsund tonn og skiptist viðbótin með sama hætti og áður. Skiptast 57% jafnt á milli skipa en 33% í hlutfalli við burðargetu þeirra. Alls fengu 50 skip leyfi til loönuveiða á þessari vertíð og hafa þau öll nema tvöhafiðveiðar. -klp. kostnað við Gigtlækningastöðina sem nú er komin í fullan gang. Kortin fást hjá Gigtar- félagi Islands, Ármúla 5, og hjá félags- mönnum víða um landið. Stjómin. Fundur Sagnfræðingafélags íslands Sagnfræðingafélag Islands efnir til fundar í stofu 423 í Árnagarði, Háskóla Islands, mið- vikudaginn 28. nóvember og hefst fundurinn kl. 20.30. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur flytur erindi er hann nefnir: „Alþýðuflokkur- inn; alþjóðahyggja í norrænu ljósi”. Fundur- inn er öUum opinn. 75 ára afmæli á í dag, 28. nóvember, Kristmundur Georgsson, trésmíða- meistari, Holtsgötu 8 Hafnarfirði. — Hann ætlar að taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Vesturvangi 30 þar í bænum, eftir kl. 17 ídag. 80 ára afmæli á í dag, 28. nóvember, Gunnar Jens Gíslason, bóndi á Vagns- stöðum í Suðursveit. Hann dvelst þar hjá syni sínum og tengdadóttur. BELLA Þegar ég fór í þennan hlýralausa kjól datt mér ekki í hug að þú myndir bjóða mér upp á pipar- steik og kampavín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.