Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 3 EGILL VHHJÁLMSSON HF. anan Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202. ARGERÐ '85 Nú er árgerð '85 komin af hinum sívinsæla UNO. Enn á ný hefur okkur tekist aö tryggja mjög gott innkaupsverð þannig aö þrátt fyrir breytingar undanfarinna viknaseljum viö þennan metsölubíl á frábæru verði. ENN OC ALLTAF EINSTAKT VERÐ UNO 45 SUPER kr. 280.000 • (gengi 27.11. 84) á götuna meö ryðvörn og skráningu Mest selai bill a islandi í eitt og hálft ár Verðlag á Norðurlöndum: Smjöríð allt að418% hærra óniður- greitt Hér á landi er smjöriö án söluskatts allt aö 14 prósent hærra en annars staö- ar á Norðurlöndunum þó aö hér séu mun hærri niöurgreiöslur á smjöri en í hinum löndunum og að auki lægri verslunarálagning. Oniðurgreitt verð á smjöri er allt að 418% hærra hér. Þetta kemur fram í verðkönnun sem verölagsyfirvöld hafa látið gera í höf- uöborgum Noröurlandanna fimm. Kannaö var verö á 18 tegundum af mat- og drykkjarvörum. Mjólkurverð hér er 35—60 prósent hærra en annars staöar á Norðurlöndunum og það án söluskatts. Þá kom í ljós að álagning á eggjum í verslunum er mun lægri hér á landi. Hér er hún 12,7 prósent en ann- ars staðar á Norðurlöndunum 23—41%. Þrátt fyrir það er smásöluverð á eggj- um án söluskatts 35—80 prósent hærra hér á landi. Innkaupsverð á hveiti og hrísgrjón- um var svipað eða lægra hér á landi. Álagningin á þessum vörum var svip- uð eða lægri. Sykur var ódýrari hér og er skýring- in sú að sykur er niðurgreiddur frá Efnahagsbandalagslöndunum. Franskbrauð var ódýrara hér en hins vegar niðursoðinn ananas allt að 194 prósent dýrari í innkaupum hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er meðal niðurstaðna sem koma fram í þessari verðkönnun sem verður birt í heild sinni I blaðinu á morgun. APH „Ríkisstjórnin hefur nú sett verö- bólguverksmiðju sína í fullan gang og hún malar og er farin að framleiða veröbólgu til að ná aftur kauphækkun- um launamanna,” sagði Ragnar Am- alds, Alþýðubandalagi, viö fjárlaga- umræöuna á Alþingi í gær. Gagnrýndi hann að ekki væri gerð grein fyrir þvi í frumvarpinu hvemig ríkisstjórnin ætl- aði sér að afla 320 milljóna króna tekna. ,,Þaö er forkastanlegur trassa- skapur ríkisstjómarinnar aö gera ekki grein fyrir þessari óútfylltu ávísun,” sagði þingmaðurinn m.a. Varðandi breytingar á tollalögum, sem fjár- málaráöherra boöaði í ræöu sinni, átaldi Ragnar Arnalds að þær breyt- ingar lægju ekki fyrir nú þegar. Einnig gagnrýndi hann niðurskurð fjárlaga til framkvæmda, til dæmis til skóla, sjúkrahúsa og hafnarframkvæmda. Kjartan Jóhannsson, Alþýðuflokki, sagði aö ríkissjóöur væri rekinn á er- lendum lánum. Gagnrýndi þingmaður- inn niðurskurð til félagslegra þátta. Taldi Kjartan að litlar upplýsingar væm veittar í fmmvarpinu um hvern- ig staðið skuli aö málum. Fyrirhugað- ar tekjuskattslækkanir sagði hann aö þegarværiáætlaðaðtaka aftur. Guðmundur Bjarnason, Framsókn- arflokki, var einn þeirra þingmanna sem tóku þátt í fjármálaumræðunni í sameinuðu þingi í gær. Sagði hann að í fjárlögum væri verulega reynt að gæta aðhalds og spamaöar í útgjöldum rik- isins og kvað hlutfall útgjalda ekki ver- ið lægra síðan 1981. Þingmaðurinn á sæti í fjárveitinganefnd sameinaðs þings og taldi hann að sú nefnd ætti erf- itt verk fy rir höndum. -ÞG Fjárlagafrumvarpið: Útgjöld ríkissjóðs hækka um rúm 23 prósent frá 1984 „Að undanförnu hefur verið unnið að mati á áhrifum breyttra launa-, verð- lags- og gengisforsendna á fjárlaga- frumvarpið. Sú endurskoðun leiðir eftirfarandi í ljós með hliðsjón af fyrir- liggjandi fjárlagafrumvarpi. Tekjur hækka um 13,2% og verða sem næst 24,9 milljónir króna. Gjöld hækka um 12,2% og verða nálægt 25,3 milljónum króna.” Þetta sagði Albert Guðmundsson í fjárlagaræðu sinni á Alþingi í gær er fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið 1985 fór fram. Greindi hann nánar frá endurskoðun frumvarpsins sem sagt var frá í DV í gær, til dæmis að rekstrarhalli ríkis- sjóðs næmi í fjárlögunum 3—400 millj- ónum króna eftir endurskoðun en var fyrr áætlaður 531 milljón. „1 kjölfar þeirrar breytingar á gengi íslensku krónunnar sem óhjákvæmi- lega varð að gera og kom til fram- kvæmda í síöustu viku hefur ríkis- stjórnin ákveðið ýmsar aðgerðir til að milda áhrif gengisfellingarinnar fyrir almenning.” Nefndi ráðherra . þar nýlegar hækkanir tryggingabóta og lækkun tekjuskatts. Greindi hann frá væntan- legu frumvarpi um skattþrep einstakl- inga sem hann mun mæla fyrir innan skamms. „Hámarksmismunuráskött- um hjóna eftir því hvort fyrirvinna er ein eöa tvær mun minnka stórlega frá því sem verið hefur eða úr rúmlega 80 þúsund krónum í rúmlega 56 þúsund krónur,” sagði ráðherrann og benti einnig á frumvarp um skattfrelsi manna á fyrsta ári eftir að þeir létu af störfum. Útgjöld Heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu 1985 eru áætluö 22.513 milljónir króna og er þaö 23,1% hækkun frá f járlögum ársins 1984 en aðeins 15% hækkun frá áætlaðri útkomu gjalda 1984. Til rekst- urs rikisins, þaö er greiðslu launa og rekstrargjalda, er reiknað með að varið verði 8.396 milljónum króna, um 15,2% hærri fjárhæð en 1984. Samtals nema útgjöld ríkissjóðs í frumvarpinu, sem tengjast fjármagnsútgjöldum, 3,3 milljörðum króna eða 16% heildar- tekna ríkissjóðs. Fjármálaráðherra vék að skatt- svikum og aðgerðum stjómvalda gegn þeim. Hann greindi frá því að hann hefði nú þegar skipað fimm manna nefnd til að kanna umfang skattsvika. Fyrirhuguðum breytingum á tolla- lögum gerði hann einnig grein fyrir í ræðu sinni en frumvarp til tollalaga verður lagt fyrir Alþingi bráðlega. „Ljóst er að meðan ekki er sigrast á viðskiptahalla og verðbólgu er at- vinnuástand ótryggt. Því er nauðsyn- legt að þau stefnumið sem ríkis- stjórnin hefur sett í stjórnun f jármála og peningamála nái fram að ganga. I þvi ljósi verður að skoða það fjárlaga- frumvarp fyrir árið 1985 sem nú hefur verið lagt fram,” sagði fjármálaráð- herra. -ÞG. „ Verðbólgu- smiðjan komin í fullan gang”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.