Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVDCUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 9 Útlönd Svíþjóð: DÓÚR NISKU Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- ritaraDVíSvíþjóð: Gömul kona frá Ronneby í Svíþjóð lést í fyrradag á sjúkrahúsi úr næringarskorti. Þeir sem könnuöust við konuna voru sannfæröir um að hún hefði lifað við sára fátækt og er hún var flutt á sjúkrahús í lok síðustu viku var hún svo vannærð aö ekki tókst aö bjarga lífi hennar. Það kom því mjög á óvart þegar meira en 160.000 sænskar krónur fund- ust í íbúð konunnar. Svo sjúkleg virðist peningaástriöa hennar hafa verið að hún hafi ekki tímt að kaupa sér mat. Peningarnir voru faldir víðs vegar um íbúðina og voru margir peninga- seölanna áratuga gamlir. Laug páfi? Var það hættan á að hann myndi tvistra kirkjunni á Kúbu sem hélt páfa þaðan? Kúbustjórn bauð Jóhannesi Páii páfa að koma við á Kúbu fyrir fimm árum en hann afþakkaði, að sögn tíma- ritsins ítalska Famiglia Cristiana. Tímaritið segir aö páfi hafi talið að slík heimsókn hefði getað sundrað kirkj- unni á Kúbu og kúbönskum útlögum í Bandaríkjunum. Blaöið hefur nafngreinda heimildar- menn innan kúbönsku kirkjunnar fyrir fréttinni. Það segir að Kúbustjórn hafi boöið páfa aö koma við í bakaleiðinni frá Mexíkó 1979. Þegar Páfi kom úr annarri ferð nú í október var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki farið til Kúbu. Hann sagði ástæðuna vera þá að sér hefði ekki verið boðiö. Grænir beina spjótunum að Japönum Grænfriðungar hafa ákveðið að beina hvalabyssum sínum að japanska flugfélaginu JAL. Þeir hófu í gær bar- áttu fyrir því að fólk feröaöist ekki með flugfélaginu á meðan Japanir veiða enn hvali. Ætlun þeirra er að tala við ferðaskrifstofur í 19 heimsborgum þar sem JAL hefur viðkomu og biöja þær að ráðleggja farþegum að fljúga ekki meö flugfélaginu. „Við hættum ekki fyrr en hvölunum hefur verið bjargað,” sagði David McTaggart, alþjóðlegur formaður grænfriðunga. _ GOÐIR OKUMENN sem ábyrgðartryggja bifreiðar sínar hjá okkur fá við næstu endumýjun: þ 55% bónus eftir 5 ára samfelldan tjónlausan akstur þ 65% bónus eftir 11 ára samfelldan tjónlausan akstur og að auki: ll.árið frítt! — eins og áður. Góðir ökumenn njóta bestu kjara hjá okkur - eins og endranær. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI 81411 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 5 íBonduuell 'Qrirþað mögu/egt. Vinnutölva eð hagnýta möguleika í atvinnu/ífi og námi. Bondwell 12 er einstök tölva á ótrúlegu verði. • í ferðatösku með handfangi. • CP/M 2,2 stýrikerfi. • 9" amber skjár, 24 línur, 80 tákn. • 16 forritanlegir notendalyklar. • synthesizer sem talar ensku. FORRiT SEM FYLGJA: • Wordstar • Mailmerge • Calstar • Datastar • Reportstar Einnig model 14 CPM 3.0 DSDD. Tæknilýsing: MODEL ■ HHH Z80A 4MHz. Tengi: CP/M 2,2. Tvö RS 232C. 64K RAM. Eitt Centronis. 4K ROM. Mál: Diskadrif, 195X450X395 mm. tvö 5,25", 1/2 hæð. Þyngd 11,8 kg. samtals 360 K. Aukalega: Les diska á drifi B: íslenskir stafir og forrit. Osborn, Kaypro og Bakarí, aflauppgjör. Spektravideo. launaforrit o.s.frv. Laugavegi 89, sími 13008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.