Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. Spurningin Finnst þér nóg af barnaefni í sjónvarpinu? Bragi Ragnarsson: Nei, þaö finnst mér ekki. Það eina sem ég horfi á og finnst skemmtilegt er Stundin okkar og Tommi og Jenni. Logi Jónsson: Mér finnst aö það mætti vera meira af góöum þáttum. Þaö sem er núna er lélegt og ég horfi eiginlega ekkert á það. Sverrir Guöfinnsson: Nei, þaö er ekki nóg af því og þaö mætti vera mei''a. Eg horfi bara á Tomma og Jenna og Bróö- ir minn Ljónshjarta. Stella Rut Axelsdóttir: Já, já, mér finnst nóg af því. Mér finnst lang- skemmtilegust Stundin okkar og Tommi og Jenni. Margrét Siguröardóttir: Já, mér finnst nóg af efni fyrir börn í sjónvarpinu. Húsiö á sléttunni og Stundina okkar er skemmtilegast að horfa á. Kristín Gunnarsdóttir: Já, og barna- tíminn er skemmtilegastur. Húsiö á sléttunni er líka ágætt og svo alls konar teiknimyndir. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Spurningum þarí að svara” Samvinnutryggingar: Tryggingataki skrifar: Þann 7. ágúst sl. birtist í DV lesendabréf meö spurningum til framkvæmdastjóra og stjómar Samvinnutrygginga GT vegna blaöa- skrifa um gjöröir deildarstjóra bif- reiöadeildar trygginganna varöandi tjónauppgjör tjónbifreiða. Þessum almennu spumingum tryggingataka hjá félaginu hefur framkvæmda- stjóri og stjóm félagsins eigi hirt um aðsvara, enn sem komið er. Þann 17. nóvember sl. er birt frétt í DV þess efnis aö umræddur deildar- stjóri sé laus allra mála meö því aö endurgreiöa Samvinnutryggingum rúmlega 300 þús. meö langtíma skuldabréfi og stjórn félagsins hafi samþykkt aö afgreiöa málið á þennan hátt og falið lögfræðingi félagsins og aöstoöarframkvæmda- stjóra aö ganga frá samningum um greiðslu þessa við deildarstjórann. I sömu frétt er einnig upplýst aö fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga GT (Hallgrímur Sigurösson) hafi á umboðsmannafundi félagsins dagana 18.—19. október sl. fullyrt aö deildarstjórinn umræddi heföi ekki aðhafst neitt ólöglegt en farið út fyrir þær reglur sem giltu í deild hans (bif- reiðadeild). Einnig er í sömu frétt upplýst af framkvæmdastjóra aö í kjölfar blaöaskrifa um þetta mál heföi verið rætt um aö hækka útborgunarmörk tjónbíla úr 50% í 75%. Ég spyr, hvers vegna, ef félagiö hefur hagnast á 50% reglunni skv. ummælum framkvæmdastjórans. Eg spyr einnig, hvaða íslenskt nafn vilja menn gefa gjöröum deildar- stjórans? Heyrst hefur aö umrædd upphæð sé aðeins brot af þeim hagnaöi sem deildarstjórinn haföi af tjónbílakaupum og sölu sinni á þeim. Er þetta rétt? Ef þetta er rétt þá hefur stjórn félagsins látiö þaö viö- gangast aö umtalsveröri upphæö sé ýtt til hliðar í gleymskusjóö minning- ana, deildarstjóranum til mikils léttis. Eg spyr áfram, er ekki full ástæða til, aö ríkissaksóknari landsins taki þetta stóralvarlega mál til opin- berrar rannsóknar, því þetta fyrir- tæki er ekkert einkafyrirtæki fram- kvæmdastjórans og stjórnar heldur almenningsfyrirtæki, þ.e. samvinnu- félag tryggingatakanna. I sam- þykktum fyrir Samvinnutryggingar GT stendur í I. kafla 2. grein, síðustu málsgrein: „Eigendur stofnunar- innar eru þeir sem á hverjum tíma tryggjahjáhenni.” Margir eru undrandi yfir því aö framkvæmdastjórinn, sem er lög- læröur maöur, skuli geta gefiö þaö þaö út að ekkert sé ólöglegt sem fyrr- verandi deildarstjóri hans hafi aö- hafst i fyrirtækinu. Spuming er hvort framkvæmdastjórinn sé hæfur til aö veita forstööu samvinnufélagi þegar slík óáran á sér stað í fyrir- tækinu. Spurt er einnig hver staöa stjórnar sé í þessu máli þar sem ákvörðun hennar miöast aö því að ganga til samninga viö deildarstjór- ann. Margt í þessu máli er afar óljóst og viröist sem stjóm og framkvæmda- stjóri hafi ætlaö sér aö þegja þunnu hljóöi til aö þagga þetta niður og láta svo líta þannig út aö blaöaskrifin væm enn ein árás á samvinnu- hreyfinguna. Sem gamall samvinnu- maöur trúði ég ekki fyrstu fregnum um þetta mál en af því sem komið hefur í ljós hafa efasemdir vaknað og ekki síst eftir viöurkenningu á gjöröum þessum sem DV birtir í áðurnefndri frétt þann 17. þessa mánaðar. Er kannski eitthvað fleira gmggugt sem ekki má koma upp á yfirborðið? Spurningum þeim sem beint var til stjórnar og framkvæmdastjóra í lesendabréfi 7. ágúst sl. þarf aö svara því fyrr getur ekki fyrirtækiö staöiö skil gjöröa sinna gagnvart eig- endum þess, þ.e. tryggingatökunum sjálfum. Aö lokum má benda á hvort ekki sé tímabært fyrir stjóm félagsins að birta skýrslu endurskoðanda þess' í fyrmefndu óheillamáli sem orðið hefur í sögu Samvinnutrygginga GT. Betra er seint en aldrei. Um hestaíþróttir Nýja útvarpshúsið. „Eiga að vera þarna sóibaðstofur, tennissalir o. fi. fyrir starfsfólk, "spyr Páii. Nokkur orð um op- inberar byggingar Páll H. Jóhannsson skrifar: Það er alltaf sagt að kaup manna sé það sem setji allt á hausinn og að þaö auki á veröbólgu en hvaö vex þessi veröbólga mikið við allar opinberar byggingar í landinu? Gaman væri aö fásvarviöþví. Bruðliö og svínaríið er oft svo mikið viö þessar byggingar að maður spyr sjálfan sig hverjir ráöi þessu og hverjir séu ábyrgir því em þetta ekki peningar þjóöarinnar allrar? Eg spyr hvort ekki væri nær aö spara þama stórar fjár- hæöir og teikna þessi hús þannig aö þau héldu vatni og vindum? Eg vinn viö aö byggja útvarpshúsið og þar mætti mikið spara eöa draga úr kostnaði. I húsinu er saunabað, hvíldarherbergi, sturtur o.s.frv. Eiga kannski líka að vera þama tennissalir, sólbaöstofur og alls konar afþreyingar- tæki? Eg hélt aö þetta hús ætti að vera vinnustaður en ekki afþreyingar- staöur. Mér skilst einnig aö þaö þurfi aö sérsmíða og sérpanta flesta hluti í húsið erlendis frá. Væri ekki nær aö versla viö íslensk fyrirtæki sem bjóöa upp á alls konar byggingavörur eða eru þetta einu húsin sem byggð em hérlendis svo flókin að íslensk fyrir- tæki eigi þessa hluti ekki til? Ég held ekki og með því að versla við innlend fyrirtæki væri hægt aö spara mikið fé. Manni finnst líka stundum að þetta séu eins konar tilraunahús því iðulega er verið að teikna nýjar teikn- ingar og breyta. Oft finnst mér vanta meiri samvinnu milli hönnuða, verk- fræðinga og iönaöarmanna og ekki verð ég var viö að þessir aðilar spyrji hver annan álits á einu eða neinu. Hverjir bera ábyrgð á þessu fyrir- komulagi? Eru það stjórnmálamenn þjóðarinnar eða þeir sem hanna þessi hús? Spyr sá sem ekki veit. Andrés Guðnason skrifar: Á hverjum einasta degi er í dagblöð- um, útvarpi og sjónvarpi eytt miklu rými í frásagnir af íþróttum alls konar en þósérstaklega boltaíþróttum. Ekki skal það lastað aö hvers konar íþróttum séu gerð rækileg skil í fjöl- miölum. Býst ég viö að mörgum fari líkt og mér að finnast íþróttum vera gert misjafnlega hátt undir höfði og ráöi þar mestu hvort hlutaðeigandi fréttamenn hafa áhuga á þeirri grein sem um er rætt eða ekki. Engum sem til þekkir mun blandast hugur um það að þjálfun hesta til sýninga og keppni er mikil og vandasöm íþrótt. Þar kemur til samstillt hæfni hests og manns. Okkur sem mikiö þykir til um glæstar sýningar á hestum finnst nokkuð skorta á að þessari íþrótt séu gerö viöhlítandi skil í fréttum og íþróttaþáttum fjölmiöla. En tilefni þess að ég skrifa þessar línur er aö ég vil vekja athygli á kvik- mynd sem gerð var á sl. vori og nefnist Hestadagar í Garðabæ. Myndin var gefin út á myndbandi og þar sem margir eiga slík tæki er tilvaliö fyrir A * Andrés Guðnason vill að hesta- iþróttum verði gerð betri skil i fjöl- miðlum. Myndin er frá móti á vegum Fáks i sumar. þá sem gaman hafa af reiðmennsku á góðum hestum að skoöa myndina vel. Þar er víöa mikil fegurö og mikil snilli. Eg held aö í þessari mynd sjáist glöggt að hestamennska getur verið stór- brotin og glæsileg íþrótt. Þakklæti til sjónvarpsins Móðirskrifar: Eg vil koma hér á framfæri þakklæti til sjónvarpsins fyrir aö hafa aukiö sýningar á efni fyrir börn. Bamaefni er nú sýnt á hverjum virkum degi fyrir fréttir auk Stundarinnar okkar á sunnudögum. Stundin hefur líka tví- mælalaust breyst til batnaðar á þessum vetri og það er mjög góð hug- mynd að láta börn sjá um kynningu atriða. Þaö hefur lengi verið talaö um að auka barnaefni í sjónvarpi á undan- förnum árum en ekki hefur verið fram- kvæmt fyrr en nú. Betra er seint en aldrei og er ég viss um aö flest börn eru hæstánægö með þetta nýja fyrir- komulag. „Herðum viðurlög við nauðgunum” E.Ú.hringdi: Ég vil taka undir það sem kom fram á lesendasíðunni á dögunum varðandi afbrot og nauðganir. Eg er satt að segja alveg orðlaus yfir þeim nauðgunar- og afbrotamálum sem ganga núna. Er ekki kominn tími til að breyta lögunum varðandi afbrot sem þessi í þá átt að þyngja viðurlögin? Hvar er eiginlega jafnréttið nú á dögum sem svo mikið er talað um? Borgar f jármálaráðuneytið ferðalög einstaklinga ? Reiður launþegi skrifar: Þaö mátti lesa um þaö í Þjóövilj- anum nú fyrir skömmu aö rithöfund- ur, íslenskur, hefði leitaö eftir skot- silfri til þess að feröast til Japan á rithöfundaþing. Upplýsti Þjóöviljinn aö rithöfundurinn hefði leitað til menntamálaráöherra en hann kastað rithöfundi á dyr aö því er beiðnina varðaði. Ráöherra hefur augsýnilega tekið réttan pól í hæöina þarna og sýnir að ekki eru allir ráð- herrar lausir við heilbrigða dóm- greind. Þjóöviljinn greinir síðan frá því aö viðkomandi rithöfundur, sem Þjóð- viljinn nefnir með nafni, hafi haldið rakleiðis til fjármálaráðherra og beöið hann ásjár. Fjármálaráöherra á aö hafa, aö sögn Þjóðviljans, skrifað þegar í stað út tékka og afhent ríthöfundi en skuldfært tékkann á menntamála- ráöuneytiö! Nú á maöur bágt meö að trúa þessari frétt Þjóðviljans, svo ótrúleg sem hún er. Hins vegar verður maöur að ætla aö nefnt dagblaö fari vart með fleipur nema leiðrétting sé gerö síöar. Leiörétting viö þessa frétt hefur ekki sést enn svo þeir Þjóðviljamenn hafa sennilega rétt fyrirséreftirallt. Og þá getur nú eftirleikurinn orðið margslunginn. Það má t.d. spyrja, hvort svona nokkuö sé regla eöa undantekning í ráöuneytum ríkis- stjórnar í þjóðfélagi sem vill teljast meöal siðmenntaöra. Hvernig er þaö, getum við hinir fengið úrlausn okkar mála í fjár- málaráöuneytinu eins og rit- höfundurinn? Uthlutar ráðuneytið skotsilfri til ferðalaga? Þaö er sennilega hvergi annars staöar í heiminum tekiö jafnlétt á afbrotum sem þessum og hér á Islandi. Hvar eru allar rauðsokkurnar núna, af hverju láta þær þessi mál ekki til sín taka? Eg vil hér með skora á þessar rauðsokkur, allar konur og jafnframt alla heiöarlega karlmenn að láta þessi mál til sín taka þannig aö viðurlög viö nauðgunarbrotum verði hert til muna þannig að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir fremja afbrot sem þessi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.