Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Qupperneq 11
DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. 11 Rættvið Ásgeir Steingríms- son trompet leikara Ásgeir Steingrímsson trompetleikari. Aðstandendur bókarinnar um Akureyri: Geir S. Björnsson, prentsmiðju- stjóri P.O.B., Tómas Ingi Olrich ritstjóri, Helgi Bergs bæjarstjóri og Har- aidurJ. Hamar ritstjóri. Ný myndabók um Akureyri Gefin hefur verið út bók um Akur- eyri með myndum eftir svissneska ljósmyndarann Max Schmid og texta Tómasar Inga Olrich ritstjóra. Hún heitir Akureyri — blómleg byggð í norðri en í enskri þýðingu Hallbergs Halhnundssonar Akureyri — A Northern Heaven. Iceland Review átti frumkvæðið að gerð bókarinnar og dreifir ensku útgáf- unni. Islenska útgáfan er í umsjá Prentverks Odds Björnssonar. Efni bókarinnar er skipt í nokkra megin- kafla þar sem fjallað er um Akureyri nútíðar og fortíðar, mannlifið í bænum, helstu þætti atvinnulífsins, gróðurfar og náttúru, svo og næsta nágrenni í Eyjafirði. Max Schmid hefur oft komið til Islands til að taka myndir og hafa þær birst í bókum og timaritum víöa um heim. Hann hélt fyrir nokkru ljósmyndasýningu í Reykjavík. Akureyrarbókin er 96 blaðsíður og kostar 988 í bókaverslunum. JBH/Akureyri. „Fékk hvergi klarínett og valdi því trompet” Þeir sem lögðu leið sína á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðastlið- inn fimmtudag minnast vafalaust enn ljúfra tóna úr trompeti Asgeirs Steingrímssonar. Asgeir lék þar ein- leik á trompet. DV sló á þráðinn til Asgeirs til að forvitnast um mann- inn. Af hverju lagðirðu trompetleik fyr- ir þig? „Ja, það var nú tilviljun sem réð því. Eg ætlaði að læra á klarínett þegar ég hóf tónlistarnám noröur á Húsavík fyrir 16 árum. Þar á staðn- um var aftur á móti ekkert klarínett fáanlegt en trompet var til svo ég valdi hann í staðinn. Eg sé alls ekki eftir að hafa „orðið” að taka tromp- etinn. Eg var 11 ára þegar þetta gerðist og hef haft hljóðfærið í hönd- unum síðan.” Námsferill Asgeirs er í stuttu máli sá aö eftir að hafa fengið fyrstu til- sögn í listinni norður á Húsavík lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hann einleikaraprófi og blásarakennaraprófi vorið 1978. Skömmu síðar settist Asgeir á skóla- bekk í The Mannes College of Music í New York og blés þar við góðan orðstír í fjögur ár. Heim kom Asgeir síðan fyrir ári og hefur unnið við kennslu og hljóðfæraleik síðan. Hverjir eru möguleikar trompet- leikara á að fá atvinnu við hæfi hér á landi? „Markaðurinn er frekar takmark- aður. Sinfóníuhljómsveitin er full- skipuð svo þar er ekki um fasta vinnu aö ræða. Eg hef aftur á móti leikið með Islensku hljómsveitinni og víðar eftir því sem tilefni hefur gefist til. Þá er nóg að gera við kennslu. Auk þess hef ég alltaf leikið öðru hvoru með dansljómsveitum m.a. í fyrravetur með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar í Broadway. Klassíkin er samt alltaf uppáhaldið. Annars hef ég ekkert á móti þvi að leika hvaöa tónlist sem er ef félagsskapur- inner góður.” Þegar Asgeir leggur trompetinn frá tekur hann gjarnan til við hitt áhugamálið: austurlenskan mat. Þá er enska knattspyrnan í sérstöku uppáhaldi. Eiginkona Ásgeirs er Anna Guðný Aradóttir. Hún vinnur hjá Flugleiöum. Þau eiga eina dóttur barna. NYTSÖM JÓLAGJÖF Noppy gefur yður ótal möguleika til notkunar, eru góðar jyrir heilsu yðar, þær má nota heima, í sundlaugunum, ígufubaði, ígarðinum, á ströndinni o.s.firv. Töfflumar eru léttar og laga sig eftir fœtinum, örva blóð- rásina og auka vellfðan, þola otíur og fitu, auðvelt að þrlfa þœr. Fáanlegar í 3 IHum: Gult, rautt, blátt Stærðir: 33—46. PÓSTSENDUM Verð kr 358 00 Skóverzl. Þórðar Péturssonar, Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll. Sími 14181.. Laugavegi 95. sími 13570

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.