Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Side 34
42 DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. INNHVERF ÍHUGUN Uppgötvun sameiningarsviðsins — sameining hinna fjögurra grundvallarkrafta náttúrunnar Tilgangur þessarar greinar er að gefa lesendum DV dálitla innsýn í það hvað Innhverf íhugun og Inn- hverf íhugun Sidhi-kerfið er, hvaða áhrif iökun þeirra hefur á ein- staklinginn og þjóöfélagið. Innhverf íhugun (hér eftir skrifuö I.I.) er einföld, andleg tækni sem iðk- uð er 15—20 mínútur kvölds og morgna. Hún gerir huganum fært að skynja hljóöari stig hugsanaferils- ins, fara handan við fíngeröasta stigið og komast í snertingu viö upp- sprettu hugsunar, grunnsvið vitund- ar, tæra vitund. Iðkun hennar krefst engrar einbeitingar eða áreynslu og þaðan af síður breytinga á lífsvenj- um, skoðunum eða mataræöi. I.I. er kölluð tækni vegna þess aö hún byggist á lögmálum sem eru al- gild og þó svo að þekkingin um hana hafi varðveist á Indlandi þá er hún ekkert frekar indversk en íslensk. Maðurinn, sem fært hefur heiminum Kjallarinn GUÐJON KRISTJÁNSSON SMIÐUR þessa tækni, heitir Maharishi Mahesh yogi og byrjaöi hann að kenna I.I. árið ’57 hér á Vesturlönd- um. I.I. leyfir hinum örvuðu sviðum huglægrar starfsemi aö kyrrast og vegna hinna nánu tengsla sem eru milli hugar og líkama, minnka efna- skipti líkamans jafnhliða. 1 þær 15— 20 mín. sem tæknin er iðkuð fær líkaminn djúpa og endumærandi hvíld. En þaö er einmitt í þessu hvíldarástandi sem hann notar tæki- færið og losar sig viö framandi fyrir- bæri úr taugakerfinu, s.s. streitu. Sú staðreynd að I.I. er mjög árangursrík gegn streitu er ein aöal- orsökin fyrir vinsældum hennar á Vesturlöndum. En það sem gerist einnig, og er ekki síður mikilvægt, er að meö reglulegri iðkun veröur taugakerfið smám saman ónæmt fyrir frekari áhrifum hennar. Eins og sést á teikningunni liggur sameiningarsviðið til grondvallar öðrom sviðum náttúro- laga, þar á meðal rafeinda- og kjarnasviðunum. Af þessu leiðir að samkenning við samein- ingarsviðið hefur kosti óendanlegrar sköpunarhæfni og skipulagsafl allra náttúrukrafta í för með sér fyrir sérhvern einstakling og allar þjóðir. <WpVANTAR 1 EFTIRTAUN/0 HVFRFI Arnarnes Sóleyjargötu Grundarstíg Bergstaðastræti Brautarás (Árbæ) HAfK) SAMBAND VIO AFGREIÐSLUNA OG SKRIFIO VKKUR A 8IÐUSTA LIX4LAND LÓUHÓLAR 2-6, HÓLAGARÐI SÍMI 72100 A 1 L T T I L M w A L U N A R Vorum aó fá stóra sendingu af DLW veggdúkum. Verð kr. 1.385,00 rúllan p A R K E T S T ■ ■ 0 K T E P P I KREDITKORT VELKOMIN SENDUM í PÓSTKRÖFU. UTALAND-HÚLAGARÐI, sími 72-100. I vtsa [ l.í.-Sidhi-kerfið Árið 1975 hófust tilraunir á vegum Evrópska Maharishi rannsóknarhá- skólans þar sem vitundin skyldi rannsökuð sem „svið allra mögu- leika”. Þessar tilraunir með vitundina sem svið allra möguleika eru nefndar I.I.-Sidhi-kerfið. Kerfi þetta byggist á endurvakningu Maharishis á visku vedanna og yoga- sútrum Patanjalís. I.I. er alger grundvöllur Sidhi- kerfisms og byggist áhrifamáttur þess á því að „tær vitund” sé að ein- hverju marki oröin stöðug með iðkandanum. Rétt er að taka fram að tær vitund er einnig nefnd fjórða vitundarástandið en það hefur komiö í ljós með hjálp heilalínurita að meðan á iðkun I.I. stendur kemur fram sérstök virkni í heilasveiflum sem er frábrugðin hinum þremur megintegundum vitundarástands sem áður voru þekktar, þ.e. vöku- ástand, svefn og draumsvefn. Tilgangur I.I.-Sidhi-kerfisins er ekki fyrst og fremst sá að öðlast óvenjulega hæfileika sem áöur voru taldir yfirnáttúrlegir heldur þroska heilleika og ná fram fullkomnu sam- ræmi milli hugar og likama. Hver sútra þróar ákveöið, afmarkað svið þessa samræmis. Afleiðingin verður sú að opnaðar eru nýjar rásir fyrir tæra vitund aö tjá sig um og ákveð- inn hæfileiki, tilfinning eða þekking kemur fram frá sameinaða sviöinu (sjá mynd). Sameiningarsviðið upp- fyllir sútruna (hugsunina) og út- koman verður sú að inntak hugsunarinnar verður sjálfkrafa að veruleika. Þar sem sameiningar- sviðið er bæði grunnsvið hugar og efnis geta ytri áhrif I.I.-Sidhi-kerfis- ins komið fram á hvoru sviðinu sem er, hinu huglæga eða í efnisheimin- um. Um árangur einstakra sútra má t.d. nefna að ákveðnar sútrur þróa tengsl hugar og tilfinninga. Sérstakt gildi hafa þær sútrur er þróa siðferði- lega eiginleika, eins og vingjarnleika og ástúð, sem fylgjast eðlilega að meö þróun uppljómunar (uppljómun er hið sama og fullt andlegt og líkam- legt atgervi eða m.ö.o. fullþroskaður maður). Aðrar sútrur þróa skilningarvitin þannig að næmi þeirra fer langt yfú- þau mörk sem þeim voru áður sett. Sterkust verða áhrif I.l.-Sidhi-kerfis- ins þegar hin svokallaða flugsútra er iðkuð í hóp. Þegar líkaminn lyftist skynjar iðkandinn mikla orku, gleöi, innra frelsi, léttleika og náin samtengsl við umhverfið. Lýsingar og reynsla þeirra Islendinga, sem og annarra er lært hafa flugsútruna, er í fullkomnu samræmi við lýsingu Shiva Samhita (VHI. bls. 30.), sem er mörg þúsund ára gömul vedabók, en þar kemur fram að fyrst muni líkaminn hrist- ast, síöan hoppa fram og að lokum geti nemandinn svifið um. Rannsóknir vísindamanna I.I. og I.l.-Sidhi-kerfið hafa mikiö verið rannsökuð af vísindamönnum. Þessum rannsóknum hefur verið safnað saman í 4 bindi og mun þaö 5. vera á leiðinni. Því enda þótt þetta sé andleg tækni hefur hún engu að síður djúpstæðar lífeðlisfræðilegar breytingar í för með sér sem eru mælanlegar. Þessar rannsóknir hafa einfaldlega sýnt fram á að iðkun I.I. og I.l.-Sidhi-kerfisins hafi endumær- andi áhrif á alla starfsemi líkama og huga, m.a. að iökunin leiöi til lægri líffræðilegs aldurs, efli skapandi greind og stuðli að sköpun heilsteypt- ari persónuleika. I sambandi viö hrörnun líkamans má nefna rann- sókn sem gerð var á iðkendum I.I.- Sidhi-kerfisins og sýndi hún fram á að þeir iðkendur, sem höföu stundað tæknina skemur en í 5 ár, voru 7 árum yngri en tölulegur aldur var (að meðaltali). Þeir sem höfðu meira en 5 ára iökun að baki voru að meðaltali 15 árum yngri en tölulegur aldur gaf til kynna. Nefna má aðra rannsókn sem benti einnig til „yngingar” en hún sýndi að næmi heyrnar hjá hópi, sem verið hafði á sex mánaða námskeiði í I.I.-Sidhi- kerfinu, jókst að meðaltaU meira en sem nemur þeirri dofnun sem annars á sér stað á átta árum. Þessar og aörar rannsóknir, sem geröar hafa verið á iðkendum I.I. og I.I.-Sidhi-kerfisins, hafa breytt hug- myndum vísindamanna um það innan hvaöa marka mætti staðsetja hæfileika og getu mannsins. Áhrif á umhverfið Samkvæmt áskorun belgíska nóbelsverðlaunahafans IUya Prigog- ine (sem fékk nóbelsverölaunin í efnafræði fyrir vinnu sína við fasa- skiptalíkön og fleira) var gerð tilraun í fylkinu Rhode Island í Bandaríkjunum árið 1977 þar sem 350 manns iökuöu I.I.-Sidhi-kerfið á sama staö í þrjá mánuði. Eftir dvöl þessa hóps voru 22 þættir, sem hag- stofa fylkisins hafði skráö, bomir saman við sömu þrjá mánuði tvö árináundan. Niðurstöðurnar urðu mikið undrunarefni því að í ljós kom aö af- brotum hafði fækkaö verulega á þessu tímabUi með tilliti til áranna á undan. Má nefna m.a. aö moröum fækkaði um 49%, sjálfsvígum um 41%, árásum um 22% og banaslysum í umferðinni um 54%. Tilraun þessi vakti hvarvetna mikla athygli og töl- fræðingar, sem spuröir voru álits, sögðu að hún væri fullkomlega mark- tæk. Vísindamenn og fulltrúar stjórnvalda sögðust ekki geta bent á neina aðra skýringu en II. og I.I.- Sidhi-kerfið. Síðan þetta var hafa farið fram tugir sambærilegra tilrauna sem allar hafa sýnt fram á tilvist Mahar- ishi-áhrifanna eða hópefli vitundar eins og fyrirbærið er nefnt af félags- fræðingum. Komið hefur í ljós að þegar fjöldi þeirra sem iðka I.I. á ákveönu svæði (sveitarfélagi eða borg) nær 1% af íbúafjölda þá minnka skyndilega neikvæðar tilhneigingar borgar- anna. Þetta gerist undantekningar- laust og hafa mörg hundruð borgir víðsvegar um heiminn náö þessu marki. Lögmál þetta er langt frá því að vera einstakt og kemur það víða fyrir í náttúrunni, t.d. myndast segulsvið í kringum járnbút þegar 1% af atómunum er í samræmi. Það að lítill hópur samræmdra einstakl- inga geti haft áhrif á samfélag (í átt til meira skipulags) eru margir vísindamenn farnir að skoða sem fasabreytingar eins og lýst er í raun- vísindum. Forsmekkur að útópíu I.Í.-Sidhi-kerfið hefur mun meiri áhrif á einstaklinginn og þjóðfélagiö en I.I. ein sér og mun aðeins þurfa kvaðratrót af 1% íbúafjölda til að framkalla fasabreytingu, hliðstæða þeirri sem verður með I.I. Um síðustu jól komu saman 7000 iðkendur I.I.-Sidhi-kerfisins (en það átti að vera nægur fjöldi til að hafa áhrif á allan heiminn) í MIU- háskólanum í Fairfield í Iowa, Bandarikjunum, í þeim tilgangi að gefa heiminum forsmekk að útópíu, vísindamenn og tölfræðingar fylgd- ust náið með. Áhrifin af þessari sam- komu voru svo augljós að 4 manna hópar voru sendir út af örkinni til að kynna niðurstöðumar í sem flestum ríkjum heims ásamt því að útskýra hvað „siðmenning, grundvölluð á sameiningarsviðinu” væri. Þann 21. des. næstkomandi munu um 10.000 sidhar koma saman í Haag í Hollandi og iöka þar saman tækni- þekkingu Maharishi um samein- ingarsviðið í þrjár vikur. Vil ég benda lesendum á að fylgjast með viðburöum heimsins á þessum tíma og athuga hvort þeir taka eftir ein- hverri breytingu, hvort heldur er á veöurfari, stjórnmálum eöa í einka- lífinu því vegna þess að iðkendur I.I- Sidhi-kerfisins eru að starfa frá og þar meö skapa sterka bæringu sam- stillingar frá hinu minnst örvaða sviöi tilverunnar, sameiningarsvið- inu, þá munu áhrifin koma fram á öllum örvaðri ytri sviðunum. Að koma á fyrirmyndar- samfélagi á íslandi Nú eru um 20 manns sem hafa lært I.I.-Sidhi-kerfiö hér á landi. Fundið hefur veriö út að um 100 sidha þarf til að koma á fasaskiptum meöal ís- lensku þjóðarinnar í átt til meira skipulags. Starfsemi Lslenska íhugunarfé- lagsins og allir þeir sem skilja hvað 1 hér er verið að skrifa um hlýtur eðli- lega aö beinast að því að koma á slík- um 100 manna hópi hér á landi sem fyrst. Afleiðingin mun verða þjóöfé- lag sem einkennist af framförum og samstillingu. Guðjón Kristjánsson smiður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.