Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 2
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
2
Oslóar-jólatréð að fallikomið:
Festu tréð
við vörubíl
í storminum, sem gekk yfir Reykjavík aðfaranótt laugardagsins, þótti starfsmönnum Reykjavíkur trygg-
ara að festa jólatréð á Austurvelli við stóran vörubil. Að sögn Jóhanns Diego, verkstjóra hjá borginm,
sýndist mönnum hælarnir, sem tréð er stagað í, vera að gefa sig, enda ekkert frost í jörðu «9 jarðvegunnn
gíjúpur. Pví var gripiö til þess ráðs að staga tréð við hlaðinn vörubil, sem helt þvi svo kyrru fram a nottma,
þegar veðrið fór að ganga niður. DV-mynd S.
Listasaf n ASÍ:
MÁLVERKIEFT1R
MUGG VAR STOUÐ
Einu af málverkum Muggs var stoliö
úr Listasafni ASl á laugardaginn.
Verkið sem hér um ræðir heitir Beta og
er lítil teikning af frænku lista-
mannsins, nánar tiltekiö systurdóttur
hans. Var teikning þessi gerð árið 1913.
Ekki er fullljóst með hvaða hætti
þjófnaöurinn var framinn. Sagði Þórir
Oddsson, vararannsóknarlögreglu-
stjóri ríkisins, í samtali við DV að
unnið væri að rannsókn þessa máls, en
varðist að öðru leyti frétta af því.
Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur,
sem umsjón hafði meö uppsetningu
sýningarinnar á verkum Muggs í safn-
inu, sagði í samtali við DV að verk
þetta væri óseljanlegt á markaöi hér-
lendis. -FRI.
Laugardagsverslunin:
Mikil þrátt
fyrir veðrið
Þrátt fyrir hvassviðri. á höfuðborg-
arsvæðinu á laugardag var eðlileg
verslun og umferð mikil, sagði
Sigurður E. Haraldsson, formaöur
Kaupmannasamtakanna.
„Fram til þessa hefur verslun verið
svipuð og undanfarin ár,” sagði
Sigurður. „Ætla mætti að víða sé nú
þröngt í búi þar sem verkfallið mikla
er svo til nýaf staöið, en fólk virðist allt-
af reyna að leggja mikið í jólin og
draga þá saman í útgjöldum á ein-
hverjum öörum sviðum. Minni
peningaráð koma því niður á einhver ju
öðm enjólunum.”
Laugavegurinn átti að vera lokaður
allan laugardaginn og var honum
lokað klukkan 13.00, en þá datt um-
ferðin alveg niður vegna veðursins,
svo aö hann var opnaður aftur að ósk
kaupmanna.
Láms Guðmundsson hjá Bókabúð
Lárusar Blöndals sagði að mikil
verslun hefði verið allan laugardaginn,
en umferðin hefði dofnað um kvöld-
matarleytið og var því lítið að gera í
verslunum umkvöldið. Lárus sagði að
veðrið og jafnvel sjónvarpsfréttimar
spiluöu þar eitthvað inn í dæmið.
Matvömkaupmaöur einn á höfuð-
borgarsvæðinu sagðist hafa haft nóg
að gera, en óttaðist að lítið framboð
væri af rjúpu. Hann sagði aö jafnvel
hefðu komið nokkrar rjúpnaskyttur í
búðina og ætlað að fá sér í jólamatinn,
og sagði hann að tíðarfarið gæti hafa
spilað þar inn í.
Sigurður sagði að verkfallssár kaup-
manna væri ekki enn gróið og eru því
kaupmenn ekki eins birgir og þeir
venjulega eru fyrir jóiavertíðina.
Verkfallið hefur því valdið kaupmönn-
um óhagræði.
Sigurður sagði aö of snemmt væri að
gera dæmið upp. „Kaupmenn standa
úti í miðju straumvatni. Það er mikið
að gera hjá þeim þessa dagana og þeir
komast ekki til lands fyrr en í fyrsta
lagi milli jóla og nýárs og þá fyrst er
hægt að fara að Ieggja saman.
En þessi jólavertíð margumtalaða
er eiginlega engin jólavertíð þegar upp
erstaðið,” sagðiSigurður.
„Jú, maður græðir kannski eitthvað
á þessum stutta tíma fyrir jólin, en í
kjölfarið fylgja dauðir vetrarmánuðir
eftir jólin og er heldur lítil hreyfing þá,
svo að ef meðaltalið er tekið þá jafnast
þettaút.” -JI.
Dorette Egilsson mótmælir kærum um ólöglegar söluaðferðir:
SEGIR LÖGSÓKNINA EIGA AÐ
HINDRA FRJÁLSA SAMKEPPNI
„Það segir sig sjálft að ekki aðeins
munu lögfræðingar mínir verja mig
gegn fyrmefndri lögsókn heldur munu
þeir lögsækja alla þá sem að henni
standa og þeim ógeðslegu persónulegu
árásum sem gerðar hafa verið á mig i
fjölmiðlum undanfarna viku,” segir
Dorette Egilsson í tilefni af því að þrjú
islensk fyrirtæki kæra hana fyrir ólög-
mæta viðskiptahætti með íslenska ull-
arvöm í Bandaríkjunum.
Dorette segist „...harðneita aö nokk-
uð sé ólöglegt viö söluaðferðir „The
Icelander” á kynningarsölunni í Chi-
cago. Lögsókn uDarútflytjenda hefur
það eitt fyrir stefnu að koma í veg fyrir
frjálsa og eðlilega samkeppni. ”
Aðdragandi málsins
Um aðdraganda málsins segir Dor-
ette:
..Aðdragandi þessa máls er aö þegar
ákveðið var að halda kynningarsölu í
Chicago, Illinois hafði ég samband við
ræðismann Islands í Chicago, Paul S.
Johnsson, og aðstoðaði hann mig við að
finna heppilegustu borgarhlutana og
þá staði sem, að hans mati, gætu verið
arðvænlegastir fyrir kynningarsölur
okkar. Hann benti mér líka á fólk sem
hjálplegt gæti verið við að finna rétt
húsakynni. Eg fékk söluleyfi frá Dli-
nois-rikinu og allir söluskattar hafa
verið borgaðir þar. Vörurnar voru
seldar á lægra verði en þær eru seldar í
níu verslunum okkar, sem eru víðsveg-
ar um Bandaríkin allt frá Anchorage í
Alaska í vestri til Boston í
Massachusetts í austri. Enda var til-
gangur okkar að kynna vöruna og
kanna grundvöll fyrir að opna verslan-
ir í Chicago í framtíðinni.
Væri það ekki svolítið háðslegt að
þessi sami ræðismaður Islands í Chi-
cago, sem var okkur hjálplegur við að
koma þessu í kring, væri sá sami Paul
S. Johnsson sem nú er lögfræöingur sem
gerir lögsókn fyrir hönd Hildu, Sam-
bandsins og Pólarpr jóns.
Það er enginn vafi á að málaferli
þessi eru einfaldlega gerð af þeirri
ástæðu að með fjölda verslana okkar
og kynningarsölum telja Hilda, Sam-
bandið og Alafoss okkur hættuleg sinni
einokun á verðlagningu og söluaðferð-
um á íslenskum ullarvörum.
Þeir virðast reiðubúnir að beita öll-
um aöferðum tU þess aö gera okkur
ókleift að kaupa íslenskan vaming á
sama hátt og við höfum gert á undan-
fömum árum, þar með að gera okkur
ómögulegt aö reka verslanir okkar.
Mér er algjörlega ljóst að fyrir þeim
vakir að koma í veg fyrir eðUlega sam-
keppni hvað sem það kostar. Það segir
sig sjálft að ekki aðeins munu lögfræð-
íslensk fyrirtæki kæra konu í Bandaríkjunum fyrir
élögmæta viðskiptahætti:
Lokkar menn inn á
hótelherbergi og
_ _ ma mm m I
daea m sett Þeirn Islerakar ullar- Harma Hottan hjá HUdu hf. HÍn i>g«ÓÍÍÍsigunnund»on.
"U; 8 sagði a6 viftskipti Doretie sköOuilu ‘KM -
Fyrsta frétt DV um kærumál íslensku fyrirtækjanna.
ingar mínir verja mig gegn fyrr-
nefndri lögsókn heldur munu þeir lög-
sækja alla þá sem að henni standa og
þeim ógeðslegu persónulegu árásum
sem gerðar hafa verið á mig í fjölmiðl-
um undanfarna viku.
Lögsókn beinist þvi að eftirfarandi:
1. Ærumeiðingu.
2. Oleyfilegu samráði um verðlags-
setningu.
3. Atvinnurógi.
4. Broti á bandarískum lögum um
hringamyndun.
I augnablikinu virðist mikiU almenn-
ingsáhugi vera fyrir málum eins og
þessu í Bandaríkjunum. Eg get því
fuUvissaö hlutaöeigendur um að kær-
urnar um óleyfilegt samráð um verð-
lagssetningu og brot á bandarískum
lögum um hringamyndun muni vekja
mikla athygli í fjölmiðlum og ekki
skulum við láta okkar eftir liggja oö
gefa fréttamönnum hér greiðan að-
gang að öllum þeim upplýsingum sem
við getumveitt.”
„Mannorðsmorð"
„Þeim sem hafa gripið til mannorðs-
morðs og óhróðurs vil ég segja að þeir
geta aldrei kúgaö okkur til þess að gef-
ast upp, þvert á móti. Við búumst viö
aö opna fleiri verslanir í náinni fram-
tíð. Eg er ekki það éinföld að mér sé
ekki ljóst að á íslandi, sem kannski
annars staðar, eru grimmir og ábyrgð-
arlausir menn í embættum sem væru
betur setin af hæfari mönnum. Það er
heldur ekkert leyndarmál að það hefur
hver atvinnugrein sinn skammt af
skussum og virðist islenska blaða-
manna- og fréttamannastéttin engin
undantekning. Hitt er svo annaö mál
að við hjónin og börn okkar erum ís-
lensk og eigum íslenska f jölskyldu á Is-
landi. Meðal annarra á ég tengdamóð-
ur á níræðisaldri sem var algjörlega
miður sín út af þessum ósköpum. Það
yrði kannski landi og þjóð fyrir bestu
að upprunamenn þessarar fréttar
fengju sér aðra vinnu en það minnsta
sem ég gæti krafist er aö það fólk sem
bar þessar óþverrafréttir fyrir þjóðina
bæði a.m.k. ástvini okkar fyrirgefning-
ar.
Þegar ég tók íslenskan ríkisborgara-
rétt gerði ég það vegna þess að mér
hafa alltaf fundist Islendingar besta
fólk sem ég hef fyrirhitt og Island það
yndislegasta land sem ég hef búið á.
Og þótt þaö hafi sýnt sig að jafnvel á
meðal besta fólks sé margur svartur
sauðurinn er ég ennþá þeirrar mein-
ingar,” segir Dorette. ji