Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 3
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
3
Rækjubáturinn Dagrún fékk trollið í skrúfuna:
Komust ekki
í höfnina
vegna óveðurs
Dagrún, 25 tonna rækjubátur frá utan vegna óveðurs. Mikill vind-
Skagaströnd, fékk rækjutrollið í strekkingur lá þvert á hafnarmynnið
skrúfuna er skipið var að veiðum í og vildu menn ekki taka þá áhættu að
Húnaflóa á laugardag. Báturinn Sig- skipin skyQu saman er þau sigldu
urður Pálmason dró Dagrúnu til inn. Strax og veðrið gekk niður
hafnar á Hvammstanga. seinna um daginn komust þau svo í
Er skipin komu aö hafnarmynn- h°fn.
inu var ákveðið að þau biðu fyrir -FRI
Dýrast aö
liggjaá
Borgarspítala
Borgarspítalinn: þar eru daggjöldin
hæst.
Af sjúkrahúsum sem rekin eru af
sveitarfélögum er langdýrast að taka
sjúklinga inn á Borgarspítalann í Foss-
vogi. Samkvæmt ákvörðun Daggjalda-
nefndar sjúkrahúsa er heildardag-
gj ald þar 5.375 krónur.
Af sjúkrahúsum úti á landi er
mestur kostnaður viö hvern sjúkling é
sjúkrahúsinu i Keflavík eða 3.511
krónur á sólarhring. Á sjúkrahúsinu á
Isafiröi er heildardaggjaldið 3.137
krónur og í Vestmannaeyjum 3.065
krónur. Hins vegar er kostnaður við
hvern sjúkling á sjúkrahúsinu í
Bolungarvík aðeins 1.210 krónur á dag
og 1.398 á sjúkrahúsinu á Hvamms-
tanga.
ÖEF
Verkfallsmál
í rannsókn
Kærumál þau er upp komu í
verkfalli opinberra starfsmanna eru
flest enn til athugunar hjá Rann-
sóknarlögregiu ríkisins.
Að sögn Þóris Oddssonar vara-
rannsóknarlögreglustjóra er kæra
Flugleiða vegna verkfallsvörslu í
Keflavíkurhliðinu til athugunar. Er
rannsókn vel á veg komin.
Kæra Pósts og síma á hendur
Securitas, vegna dreifingar hins
síðarnefnda á pósti, er einnig í
rannsókn. Þá óskaði Póstúr og sími
eftir rannsókn vegna rofs á telexlínu
í verkfallinu. Það mál er hjá RLR.
Mál útvarpsstöðvanna tveggja,
Fréttaútvarpsins og Frjáls útvarps,
hafa verið send til ríkissaksóknara.
-JSS.
Snæfellsnesi
og
Vestfjörðum
VTVARPSMA GNARl: 2X40 vött. MJög fallegt og
smekklega útfœrt útvarp og magnari.
SEGVLBANDSTÆKl: Samhæft, létt stjómkerfl,
Dolby suðeyðlr, glæsllegt segulbandstæki.
PLÖTVSPILARI: Beltisdrlflnn, hálfsjálfvirkur, létt-
armur, bágæða tónhaus og stjómtakkarað framan.
HÁTALARAR: Kraftmlkllr, 60 vatta, 3 way, bass-
reflex, börkugóðir.
SKÁPVR: í stíl vlð tækln.
ÚTVARP: Öflugt útvarp með stórum skala, móttöku-
styrkmæll og Ijósastilli.
MAGNARI: Oflugur magnari, 2x43 vött, stórlr takk-
ar með IJósamerkjum. Þetta er magnarl sem ræður
vlð alla tónllst.
SEGVLBANDSTÆKI: Sambæft, létt stjórnkerfi,
Dolby suðeyðir, glæsllegt segulbandstœkl.
PLÖTVSPILARI: Beltisdrifinn, bálfsjálfvirkur, létt-
armur, bágæða tónbaus og stjórntakkarað framan.
HATALARAR: Kraftmlkllr, 60 vatta, 3 way, bass-
reflex, börkugóðlr.
SKÁPVR: Ístíl viö tækln.
Mikill stormur gekk yfir Snæfells-
nes og Vestfirði á laugardag, en ekki
hafa borist fréttir af miklum
skemmdum af völdum veðursins. A
Snæfellsnesi var veðrahamurinn
mikill og ekki stætt úti að sögn á Hellis-
sandi þegar verst var, en veðrið gekk
þar siðan snögglega niður. Sömu sögu
var að segja í Grundarfirði, en þar
fauk einn bill í mesta ofsanum.
A Patreksfirði var veðrið eitt það
versta sem menn þar muna eftir.
Togarinn Sigurey var að lóna inn eftir
firðinum og var vindhraðinn þar 80—90
hnútar. Var varla stætt í bænum og
brim mikið. Hvergi urðu þó neinar
skemmdir sem orð er á gerandi.
Sjá einnig baksíðu.
Litlujólá
Siglufirði
Það fer mjög í vöxt aö fyrirtæki og
félagasamtök á Sigluf irði haldi litlu jól
fyrir starfsmenn og félaga þar sem
menn koma saman og borða og
skemmta sér. Er nú svo komið þar að
Siglfiröingar á öllum aidri halda litlu
jói, til upphitunar fyrir hátíöarnar.
Hér á Siglufirði hefur veriö slík
einmunaveðurbiíða í vetur, sem og
reyndar allt þetta ár, að elstu menn
muna ekki annað eins. Götur hér eru
nærri alauöar og áhugasamir skiða-
göngumenn þurfa að leita langt upp á
fjöll aö æfingaaðstöðu. Snjómoksturs-
tæki, sem venjulega hafa ærið að
starfa á þessum árstíma, eru nú höfð i
störfum sem venjulega eru unnin á
vorin.
Á laugardag var kveikt á jólatré
sem vinabær Siglufjarðar, Heming í
Danmörku, hefur gefiö. Lúðrasveitin
lék og formaður Norræna félagsins á
staðnum, séra Vigfús Þór Ámason,
hélt ræðu og afhenti bæjarstjóra tréð.
Kristján MöUer/Siglufirði.
Kr. 27.980 stgr.
80 vött
Kr. 31.980 stgr.
86 vött