Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 8
8
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
GORBATSÉV HEILLAR BRETA DANIR
Bjartsýnl og sáttfýsi þóttu einkenna
fund Margrétar Thatchers og næst-
æðsta leiðtoga Sovétrikjanna, Mikhail
Gorbatsév, á sveitasetri breska forsæt-
isráðherrans í gær. Breskir og sovésk-
ir stjórnarerindrekar sögðu fimm tima
fundinn hafa veriö vinalegan og nyt-
samlegan og að hann heföi sýnt að
sambúö ríkjanna heföi batnað eftir
nokkurra ára erjur og sundurþykk ju.
Thatcher og Gorbatsév töluöu aðal-
lega um geimvopn og almenna sambúð
austurs og vesturs. Gorbatsév fullviss-
aði breska forsætisráðherrann um
sterkan vilja Sovétríkjanna til að bæta
samskipti stórveldanna. Þau voru
sammála um að banna ætti hvers kyns
geimvopn.
Sovétmenn hafa sett geimvopna-
bann á oddinn í viðræðum stórveld-
anna í janúar i Genf. Vitað er aö
Bandaríkjamenn hafa litinn áhuga á
banni við geimvopnum. Ronald Reag-
an Bandaríkjaforseti hefur hleypt af
stokkunum viðtækri stjömustríðsáætl-
un sem meðal annars felur i sér að
hægt væri aö skjóta niður sovésk Bug-
skeyti með hjálp gervitungla úti i
geimi.
Breskar heimildir sögðu aö Thatcher
hefði fyrir fundinn veríð á móti geim-
vopnum, en Gorbatsév hafði haft sterk
áhrif á hana og stappað í hana stálinu
varðandi sh'k vopn.
Breskir fjölmiðlar og stjómarerind-
rekar báru einróma lof á Gorbatsév,
Gorbatsév hefur sjarmerað Breta
upp úr skónum i heimsókn sinni.
sem tahnn er Uklegur eftir Tjemenkó
núverandi forseta. Þeir sögðu hann
vinsamlegan og með ríkulega kímni-
gáfu.
Gonzales sigraði í
NA TO-málinu
Spænski forsætisráðherrann Felipe Gonzales fékk sætan sigur í NATO- málinu á landsþingi jafnaðarmanna í
Madrid. Flokksmenn samþykktu að
HÆTTA
LEIT
Danski sjóherínn hefur hætt leit að
kafbát sem talinn var vera inni í f irði
á Norövestur-Sjálandi. Yfirmenn
sjóhersins segja að ekkert hafi fund-
ist í firðinum og einungis venjuleg-
um eftirUtsferðum veröi haldið
áfram.
Danir höföu leitað að kafbáti síöan
á fimmtudag. Þá töldu tveir Uðs-
menn sjóhersins sig sjá kafbát á rat-
sjá og síöan sáu þeir tum bátsins og
s jónpípu í gegnum kikL
Líklegt þykir að um dvergkafbát
sé aö ræða þar sem innsigUngin í
fjörðinn, Isafjörð, er aðeins sjö
metra djúp.
Landsfundurinn í Madrid samþykkti öll helstu stefnumál Felipe Gonzales.
beiöni Gonzales að hætta hinni hefð-
bundnu andstöðu sinni gegn Atlants-
hafsbandalaginu.
Gonzales lagði stjóramáiaframtíö
sína að veði með því að breyta afstöðu
sinni gagnvart NATO. Þegar hann var
kosinn fyrir tveimur árum lofaði hann
aö taka landiö út úr bandaiaginu. Nú
hefur hann lofað að haida þjóöarat-
kvæðagreiðslu um máUð. Sjálfur
hyggst hann leggja að mönnum að
greiða atkvæði með áframhaldandi að-
ild.
Þjóðaratkvæðagreiðsian á að fara
fram aðeins einum mánuði eftir að
Spánverjar vonast til að ganga í Evr-
ópubandalagið, eftir rúmt ár. „Að
verða hluti af framtíð Evrópu krefst
þess að við ákveðum okkur að taka
þátt í framtíðaröryggi álfunnar,”
sagði Gonzales á landsfundinum.
ÍRAKAR RÁÐAST
Á RISAOLÍUSKIP
Irakar sögðust í gær hafa varpað
sprengjum á tvö skip í Persaflóa, en
tilgreindu ekki hvaða skip það væm
eða hvar þau hefðu verið. Ekkert neyö-
arkall hefur heyrst á svæðinu og skipa-
félög vissu ekki um neinn skipskaöa.
Irakar sögöust fyrst hafa hitt ,,mjög
stórt skotmark á sjó” sunnan oUu-
stöðvar Irana á Khargeyju. Síðan
sögöust þeir hafa hitt annað „skot-
mark”, þetta Utið. Venjulega þýðir
þetta að ráðist hafi veríð að oUuskip-
um.
A laugardag sögðust írakar hafa
skotið á tvö skip. Aðeins er vitað um
eina árás, á 112.000 lesta oUuskip sem
var á leiðinni að Khargeyju.
Irakar vömðu nýlega við því að Iran-
íhaldið
sigrar í
Belize
Sigurvegarar kosninganna i Belize i
Miö-Ameríku sögðust um helgina ætla
að opna landið fyrir erlendri fjárfest-
ingu. Manuel EsquiveL tilvonandi for-
sætisráöherra, lýsti þessu yfir eftir aö
ihaidsflokkur hans vann stórsigur í
kosningunum á föstudag. Flokkur
Esguivel fékk 21 af 28 sætum á Belize-
þingi.
En Esquivel sagðist annars ekki
ætla aö gera neinar stórbreytingar
sem gætu sett hlutleysi og stööugleika
Belize i hættu. I BeUze er 1800 manna
breskt varðUö sem Bretar skildu eftir
þegar þeir gáfu landinu sjálfstæöi árið
1981. Guatemala gerir tUkaU til nær
aUs landsvæðis Belize og hefur gert í
100 ár.
Esquivel sagðist myndu gera allt
sem í hans valdi stæði til að halda
breska herUðinu í Belize.
Kosningar bundu enda á stjóm
George Price, sem hafði yfirgnæft
stjómmálalif í BeUze í meira en 30 ár.
Kosningarnar vom einkum kosningar
um persónur en ekki um einstaka
málaflokka.
Þó hélt Price þvi fram aö kosning
Esquivel gæti haft þau áhríf aö Belize
nálgaöist Bandaríkin um of vegna
"furáherslu Esquivel á erlenda fjár-
festingu. Það gæti jafnvel dregið land-
ið inn í átökin sem viða setja illan svip
á Mið-Ameríku um þessar mundir.
Esquivel lagði áherslu á að hann
vildi einungis nánari efnahagstengsl
viðBandaríkin.
|l ■ :mS«
■ ■
*t% :■ L
Það er orðinn árlegur viðburður að lögregla hindri mannsöfnnð sem vill minnast dauða verkamanna i uppþotunum
1970 í Gdansk. Myndin er tekin við járabrautarstöðina i Gdansk.
LÖGREGLAN TVÍSTRAR
KRÖFUMÖNNUM í GDANSK
Lögregla notaði táragas til að
tvístra stuðningsmönnum Einingar,
hinna bönnuðu verkalýðssamtaka í
Póllandi, i Gdansk i gær. Mannf jöldinn
ætlaði að ganga að minnisvarðanum
um verkamennina sem voru drepnir i
borginni 1970.
Olætin byrjuöu eftir aö 7000 manns
hlýddu á predikun föður Henryk
Jankowski 3em er trúarráögjafi Lech
Walesa, formanns Einingar. Mann-
fjöidinn fór frá Sankti Brigidia kirkj-
unni og ætlaöi niöur aö minnisvarðan-
um viö Lenin skipasmíöastöövamar.
Lögregla var fyrir á veginum og
tvístraði hópnum. Aö sögn Danutu
Walesa, eiginkonu Lech, notaði lög-
regla táragas.
Minnisvarðinn var reistur til minn-
ingar um að minnsta kosti 45 verka-
menn skipasmiðastöövanna sem vora
drepnir eftir mótmæli vegna verö-
hækkana 16. desember 1970.
Landsfundurinn lagði einnig
blessun sina yfir efnahagsáætlanir for-
sætisráðherrans sem þykja ganga í
frjálsræðishátt. Alyktunartillögur sem
lögðu til aukin rfkisumsvif og aukna
skatta á hina rikari voru felldar.
ar ráðlegðu stórsókn á bardagasvæö-
inu Misan.
Ind-
verjar
eyða
gasinu
Spennu létti aðeins í Bhopal á Ind-
landi eftir að um fimmtungur gassins
sem eftir var í dauöaverksmiðju Union
Carbide þar var eytt. Enn á þó eftir að
eyða tæpum 10 tonnum af gasinu sem
hef ur drepið 2500 manns i Bhopal.
Blautir dúkar voru um allt í kringum
efnaverksmiðjuna og slökkviliðsmenn
og þyrlur sprautuðu vatni yfir verk-
smiðjusvæöiö á meöan gasinu var
breytt í skordýraeitur. Fólk sem ekki
hafði flúið borgina var meö vatn til að
skola eitrið af sér ef með þyrfti.
Indverskir vísindamenn áætla að bú-
ið verði að eyöa öllu gasinu um miöja
þessa viku.
Um sunnudagsmorguninn þurfti lög-
reglan að beita bambusprikum gegn
500 manna hópi sem safnaöist saman
nálægt verksmiðjunni. Þar af voru 60
manns sem hrópuðu „niður með Reag-
an og CIA.” Þeir sögðust vera að mót-
mæla hlutdeild Bandaríkjanna í hörm-
ungunum.
Umsjón: Þórir
Guðmundsson og
Guðmundur Pétursson
Bjargað eftirll tíma volk
Fimm manna áhöfn frönsku kapp-
siglingaskútunnar Medecins sans
Frontier ,ar bjargað úr sjónum í dag
eftir 17 tíma volk í sjónum 600 kíló-
metra suður af Bahamaeyjum. Skútan
var aö taka þátt í kappsiglingu frá
Spáni til Santo Domingo, sömu leið og
Kólumbus fór er hann uppgötvaði
Ameríku 1492.
Skútan fór á hvolf í fimm metra öldu-
hæð og 80 kilómetra vindhraða. Ahöfn-
in haföi ekki tima til aö hafa talstöðva-
samband við umheiminn, en einn há-
setinn náði að setja sjálfvirkt neyðar-
tæki í samband. Neyðarkallið fór i
gegnum gervihnött til aöalstöövar í
Etel, Frakklandi. Frakkar sendu siðan
staöarákvörðun skipsins til banda-
rísku strandgæslunnar. Flugvél
strandgæslunnar fann síöan mennina
þar sem þeir héngu við skrokk skút-
unnar.
Allir mennimir voru sagðir við góða
heilsu eftir volkið.