Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 10
10
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
HAPOUTISK
HUNGURSNEYÐ
Mörgum rennur til rifja að vita
hundruð þúsunda manna sveltandi í
Eþiópíu vegna þurrka. Frá öllum lönd-
um hins vestræna heims hafa streymt
þangað suður eftir hjálpargögn og,
matvæli.
Þetta hjálparstarf gengur orðið
nokkuð greiðlega fyrir sig því aö
hjálparstofnanir á Vesturlöndum hafa
orðið töluverða reynslu af því að
bregðast við neyðarkalli frá „hungruð-
um heimi”. Njóta þessar stofnanir vel-
vildar almennings, sem í fjölmiðluml
hefur verið rækilega upplýstur um hví-
lfk ofboðsleg neyð rfcir á þurrka-
svæðunum.
Þótt matvæli hafi verið send fyrir
hundruð milljóna til Eþiópiu, þá er þaö
„enn of lítið og berst nokkuð seint”,
eins og George Galloway, forstöðu-
maöur á vegum hjálparsamtaka, sem
kallast „Stríð gegn skorti”, sagði,
nýkominn frá Eþíópíu.
Mikii umfjöllun
og ný umræöa
Umræðan um ástandið þar syðra
hefur mjög einkennst af átakanlegiun
lýsingum starfsfólks hjálparstofnana
á aðstæðum og deyjandi fólki.
Nærgöngular sjónvarpsmyndir hafa
sagt þar ítarlegri sögu en mörg orð.
Umræöan tók hinsvegar óvænta
stefnu í síðustu viku þegar Eþíópíu-
stjórn tók að sakast viö vestræn ríki,
sem mest hafa lagt af mörkum til
hjálpar, fýrir að bregðast seint við og
vildi draga þau til ábyrgðar að nokkru
fyrir ástandiö. Embættismenn i
Eþiópíu héldu því fram að koma heföi
mátt í veg fýrir hungursneyðina í land-
inu ef hinn vestræni heimur, alls-
nægtarríkin, hefði ekki af pólitískum
ástæðum þumbast við að senda hjálp
þar til í hreint óefni hefði verið komið.
Afmælisveisla
í miöri hungursneyö
Mörgum þótti þá sem þar kastaði
steini sá er i glerhúsi býr. Marxist-
arnir undir forystu „rauða keisarans”,
Mengistu Haile Miriam ofursta, verja
milljónum áriega til hergagnakaupa á
'meðan þjóðin sveltur. Siðasta sumar
kostaði Eþíópíustjórn til 200 milljónum
sterlingspunda til afmælishátíðar í til-
efni þess að tíu ár ^ru liðin frá því að
keisarastjóm Haile Selassie var bylt
og hann sjálfur myrtur. — Við það
tækifæri stóð ofurstinn í ræðustóli á
nýju 2 milljón sterlingspunda „Torgi
alþýðunnar" og talaði fjálglega um
hinar miklu og björtu framtíöarhorfur
þessa „öreigaríkis”. Ekki var vikið
eiriu orði að þeim tugum þúsunda sem
þá voru deyjandi úr hungri i landinu.
Það voru fómardýr þurrkatíma,
fjögurra ára lélegrar uppskem og
landbúnaöarstefnu í anda austan-
tjaldsfyrirmyndarinnar sem hefur
kallað yfir landslýð sjö mögur ár í
röð.
Ekki minntist „rauði keisarinn”
heldur einu oröi á að ráðastéttin hefði
látiö senda eftir flugvélafarmi af
skosku viskíi (1 1/2 milljón flöskur)
svo að skála mætti fyrir afmælinu i
göfugum veigum og væta kverkar odd-
vita öreiganna á meðan landið skræln-
aði af þurrki og hundmð þúsunda
landsmanna þar með.
öriátari á sprengjur
og byssur en mat
„Rauði keisarinn” notaði þó tæki-
færið til þess að lýsa þakklæti sinu
fyrir hönd þjóðarinnar til vinveittra
erlendra rikja sem veitt hafa þessu tiu
ára gamla öreigarfki aöstoð bam-
dómsárin. Þar ber auðvitað hæst
Sovétríkin. Sovétmenn hafa að visu
ekki sent nema 20 þúsund smálestir
hrisgrjóna til matvælaaðstoðar í
Eþiópiu (á meðan t.d. Bandaríkin sem
gagnrýnin i síðustu viku beindist mest
gegn hafa sent yfir 200 þústmd smá-
lestir matvæla og ákveðiö aö senda
yfir 50 þúsund smálestir þar til við-
bótar), en Sovétmenn hafa verið þeim
mun örlátari á hemaðaraðstoð og her-
gögn.
Sárust neyð á
uppreisnarsvæöum
George Galloway hjá „Stríði gegn
skorti” (sem að ofan var getið) skrif-
aði í byr jun desember grein í Lundúna-
blaðið Times, þar sem hann fjallaði um
f ramgöngu Eþíópíust jórnar í matvæla-
skortinum. Lá hann vestrænum ríkis-
stjórnum á hálsi fyrir að vita um en
þegja yfir.
Beðið eftir matvæ/aaðstoð frá Vesturlöndum, einu björginni.
Galloway segir að neyðin sé hvergi
sárari en í noröurhéruðunum Eritreu
og Tigre þar sem 60% þeirra er byggju
við matvælaskort væru ýmist deyjandi
eða rétt drægju fram lifið. Þessi lands-
hluti er mjög hr jóstugur en um leið það
sem er öllu alvarlegra, — hann er
stríðshrjáður. I Eritreu hefur að heita
má rikt styrjaldarástand allar götur
síðan Haile Selassie keisari innlimaði
þessa fyrrum nýlendu ftalíu í riki sitt
1962. Uppreisnarmenn hafa barist svo
hraustlega að þeir hafa haldið ofurefli
stjómarhersins í skefjum. 1978 heföu
þeir hrakið stjórnarherinn alveg af
höndum sér ef ekki hefði komiö til
öflug hernaðaraðstoð Sovétmanna.
„Það voru mikil sinnaskipti hjá
Sovétmönnum,” skrifar GaUoway,
„frá því að þeir studdu uppreisnar-
menn Eritreu gegn keisarast jórn Haile
Selassie. Nú halda MIG-þotur þeirra
uppi linnulausum loftárásum á þessa
fyrrverandi vini og fyrir atfylgi Sovét-
manna ræður stjórnarherinn flestum
borgum. Dreifbýiið er hinsvegar aiger-
lega á valdi uppreisnarmanna. 75%
Eritreumanna og 85% Eritreu er undir
stjórn EPLF-uppreisnarmanna.
Þetta samfélag hefur orðið aö aðlaga
sig stríðsástandinu og hrærist aöallega
að næturlagi í skjóli myrkurs fyrir loft-
árásunum. „Þ6 þykir þetta á ýmsan
máta þróaðra samféiag,” skrifaði
Galloway í Times, „með skólum,
sjúkrahúsum og vegagerö. Brotajám
vígvallanna er notað 1 smiðjum til
vopnagerðar fyrir uppreisnarmenn
sem hafa ekkert risaveldi að baki sér.
— Hlutfall þeirra sem kunna að lesa er
helmingi hærra meöal Eritreumanna
en almennt gerist í Eþíópiu.”
Umsjón: Guðmundur Pétursson