Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Side 12
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
'Þramkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjtfrar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Rítstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 680611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.;
(Askriftarverðá mánuði 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr.
Lélegur búskapur
Þaö þykir lélegur rekstur heimilis aö auka skuldir þess
meö hverju ári, þannig að skuldabagginn verði sífellt
hærra hlutfall af tekjum heimilisins. Margir freistast til
slíks og segja, að „þetta muni einhvern veginn bjargast”.
Kannski kemur tími með auknum tekjum seinna meir.
Alltaf er hugsanlegt, að menn vinni stóran happdrættis-
vinning. Slíkur heimilisrekstur er þó á fallandi fæti.
Landsfeðurnir reka sinn búskap með þessum vafasama
hætti. Erlendu skuldirnar aukast stöðugt. Lánsfjáráætlun
verður lögð fram á Alþingi á næstu dögum. Lánsfjáröflun
á næsta ári er áætluð um 9,5 milljarðar. Það samsvarar
meira en 40 þúsund krónum á hvert mannsbarn í landinu.
Af þessu eiga lán erlendis að nema 7,2—7,4 milljörðum
eða yfir 30 þúsund krónum á hvert mannsbarn í landinu,
yfir 120 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu. Þetta hlýtur f jölskyldunum að þykja mikill baggi.
Einhvern tíma kemur að skuldadögunum. Þjóðin greiðir
æ meira til erlendra lánardrottna og heldur minna eftir
handa sjálfri sér af raunverulegum tekjum.
Mikill hluti erlendu lánanna er tekinn til að greiða
gömul lán. Það er í sjálfu sér eðlilegt. Ekki væri um að
sakast, ef skuldabagginn yrði minna hlutfall af fram-
leiðslu þjóðarinnar. Það hlutfall hefur farið úr tæpum 38
prósentum í rétt innan við 62 prósent af framleiðslunni á
aðeins fimm árum. Nú í bili tala ráöamenn um að lækka
þetta hlutfall úr um 62 prósent niður í 61 prósent. En ekki
er líklegt, að af því verði á næsta ári.
Hitt er sennilegra, að enn muni skuldabagginn aukast.
Ætlunin er, að tveir milljarðar fáist í lánum innan-
lands. Þar af á að selja spariskírteini ríkissjóðs fyrir 600
milljónir. Reynslan bendir ekki til, að þessar ráðagerðir
muni ganga upp. A þessu ári hafa verið leyst út spariskír-
teini fyrir 1400 milljónir. Ekki hefur tekizt að selja ný
skírteini fyrir nema 500 milljónir. Sparifjáreigendur hafa
því minnkað innstæður sínar hjá ríkinu um 900 milljónir. I
lánsfjáráætlun fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir,
að innlausn spariskírteina á árinu mundi nema 170 millj-
ónum. Innlausnin varð því 1230 milljónum meiri. A næsta
ári verða laus til innlausnar spariskírteini ríkissjóðs að
upphæð 2500 milljónir. Nú er gert ráð fyrir, að sparifjár-
eigendur muni innleysa skírteini fyrir 600 milljónir á
næsta ári og ný skírteini verði seld á móti fyrir sömu upp-
hæð. Langlíklegast er, að ríkið fari enn hallloka í sam-
keppninni og sparifjáreigendur leysi inn skírteini fyrir
miklu hærri upphæð. Vafalaust kemur hvort tveggja til,
að margir þurfa á þessu fé að halda til þess að endar nái
saman og þó miklu frekar, að hagkvæmari sparnaðar-
form verði enn í boði. Hvað þýðir þetta? Einfaldlega aö
ríkið verður að taka enn meiri erlend lán til að standa
undir ráðgerðum útgjöldum.
Menn muna, að fjármálaráðherra kvaddi sér hljóðs
skömmu eftir síðustu áramót og lýsti því að hallinn á f jár-
lögum yrði miklu meiri en talið var nokkrum vikum fyrr.
Ekki er ólíklegt, að fjárlagagatið reynist aftur meira en
nú er sagt, sem þýðir enn meiri erlend lán.
Nýju erlendu lánin, sem meðalfjölskyldan þarf að bæta
á sig á næsta ári, verða því sennilega meira en 120 þúsund
krónur.
Haukur Helgason.
,Síðan hefur bókaútgáfa i æ rikarimæli einkennst af réndýrum sýningargripum.."
Mjaltastúlkan og
reiðhjólasendillinn
Fyrir tæpum tveimur áratugum
komst ágætur rithöfundur svo að orði
í skemmtilegu spjalli um tslendinga
og pappírsbökur, — þsr vondu smá-
kökur bókmenntanna; vasabrots-
bækur, kiljur: „... það eru bækur
handa fátækum lesurum sem ekki
eru bókamenn, tam. mjaltastúlkum
til sveita og reiðhjólasendlum stór-
bæjanna. Þessar bækur eru prent-
aðar á hræmulegan pappír og í alla
staði ljótar og leiðar svo skömm er
að láta slíkt sjást uppí hillu hjá sér,
og kosta álíka mikið og hálfur diskur
af súpu.” Ennfremur: .. enda
höfum við nóg mótlæti að rjá við í
bókagerð einsog er, þarsem við
f áum bækur okkar ekki teknar gildar
í prentlistasýníngar í öðrum lönd-
um... ”
Islenskur bókmenntaaðall tók
þessi orð bókstaflega og misskildi
þau auðvitað hrapallega. Síðan hefur
bókaútgáfa í æ ríkari mæli einkennst
af rándýrum sýningargripum, en
minna um það hirt þótt efnisinnihald
væri stundum hræmulegt, ljótt eða
leitt. Það þykja mestu stórtíðindi á
jólavertíðinni í ár að eitt forlag
vogar sér að gefa mjaltastúlkunni og
reiðh jólasendlinum kost á að velja úr
hvorki meira né minna en fimm
ódýrum pappírskiljum og sem þar að
auki eru í vönduðu broti!
Nú eru þau að vísu vaxin úr grasi
og orðin ráðsettar manneskjur; hún
starfsmaður í mjólkurbúi og hann
ekill á sendibílastöð. En i fyrra
gengu þau loksins í langþráð hjóna-
band og fengu myndbandstæki í
brúðargjöf. Svo það er bara alls ekk-
ert gefið mál að þau vilji núna neinar
bökur þótt girnilegar séu og bragð-
góöar.
Dallas, Dynasty
og Love Story
Með í huga myndbandaúrvalið á
leigunum og hjónin hamingjusömu
og aðra góða Islendinga væri ástæða
til að spyrja: Líða tveir áratugir
þangað til lista- og menningaraðall
hérlendur viðurkennir vídeóspóluna
sem virðingarverðan tjáningarmið-
il? Þó ef til vill ástæðulaus og dálítiö
siöbúin spurning — eöa hvað? I fyrra
var haldið annað brúökáup og þaö
stórt. Vídeóspólur voru tákn í staö
Kjallarinn
ARNI HELGASON
SJÓMAÐUR, GRENIVÍK
giftingarhringja í því mikla sam-
krulli elskendanna sem víst hafa
mátt þola súrt og sætt í sínu lang-
dregna tilhugalífi, en sem eiga líka
rætur í sveitalífsmenningu og|
borgaralegum dyggðum, alveg eins
og mjaltastúlkan og sendillinn.
Hvernig verður Dallas, Dynasty
og Love Story þeirra samlyndu
hjóna; það munu starfsstúlkan í
mjólkurstööinni, sendibílstjórinn
hennar og aðrir góðir Islendingar
væntanlega fá að s já í ótal s jónvarps-
þáttum og í miklu úrvali mynd-
banda — þegar þar aö kemur. Þá og
með hækkandi gengi krónunnar
verður siðbót íslenskrar fjölmiðla-
menningar fullkomnuð — eða hvað?
Á rúmstokknum
Kaldhæðnislegt er það að þó prent-
listin hafi verið stórstígt framfara-
spor frá handrituðum skinnum og
pappír, sem aðeins örfáir guðs út-
valdir sátu að, skuli hún enn á vorum
dögum þurfa að vera svo bundin í
viðjar eignarhaldsfirma lýðveldisins
og dótturfyrirtækja að fólki, sem
ekki hefur ánetjast alveg í áróðurs-
vefinum, rennur kalt vatn milli
skinns og hörunds þegar þaö hugsar
til tölvuvæðingar í f jölmiðlun og allri
upplýsingu.
Ekki er einu sinni hægt að viöra
hugmyndir um almenningsfélag um
útvarpsrekstur án þess að hrammar
digrustu kaupahéðna kyrki þær í
fæðingu, til þess eins að geta blásið í
þær lifvana andrúmslofti gróöa-
hyggjunnar, eins og nýlegt dæmi
sannar. Og hvað í ósköpunum veldur
því að stærstu hluthöfum ráð-
stjórnarlýðveldisins finnst þeir ekki
lengur nógu sterkir á svellinu, svo
samstiga sem þeir þó eru í dansi
ímyndunarinnar, heldur ætla líka að
hjúfra sig saman í einni sæng á ein-
um skjá, þar sem er skorinn út fyrir
gafli hinn gamalkunni Svarthöfði—?
Og hvað nú ef flokksræðið þama í
dyngju sinni tröllriður svo rækilega
vitund þjóðarsálarinnar að ekki
verði bara hinum smærri hluthöfum
fullnægt í eitt skipti fyrir öll, heldur
muni lika sæðisfrumurnar frjóvga
svo rækilega smæstu eindir lýð-
ræðisins, að aldrei, aldrei framar
verði í þessu landi neinir einstakling-
ar, hvað þá þjóðir tvær; aðeins ein
þjóð í einum líkama, eitt almætti,
einn Svarthöfði, allt undir sama
hatti?
Vitundariðnaður
framtíðarinnar?
Hann er ekki beinlinis heillandi
vitundariðnaður framtíðarinnar ef
það eru svona rúmstokksmyndir
sem viö megum eiga von á. Og víst
væri hinn gamalgróni prentiðnaður
dálítið tilbreytingarsnauður ef hann
heföi ekkert upp á að bjóða nema
bækur, blöö og tímarit um klám, —
lostafullt eða í anda ísmeygilegrar
stjómmálapressu. Spurningin snýst
um hvort eitt samrunnið yfirvald
skuli vísa veginn og móta menning-
una, eða hvort bækur, blöð, tímarit,
hljómplötur, útvarp, sjónvarp,
myndbönd og aðrir upplýsinga-
miölar geti á tölvuöld verið menn-
ingarafl í þágu mjaltastúlkna, reið-
hjólasendla og annarra hamingju-
samra Islendinga fremur en í þágu
slóttugrar ráðstjómar og innhverfra
ritskoðara DV&Co.
Árni Helgason, Grenivik.