Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 13
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
13
Friðarsamband norðurhafa
Sókn til áf ramhaldandi lífs á norðurslóðum
Kjallarinn
Það er ekki hægt að kvarta yfir því
að vígbúnaðarmál og hlutdeild
tslendinga í þeim málum hafi legiö i
láginni upp á siökastið.
Tveir erlendir fræðimenn hafa sótt
heim eyjuna í norðri og vakið okkur
upp af svefni vanans og gleymsk-
unnar.
Fyrst kom skoskur friðarrann-
sóknarmaður, Malcolm Spaven, og
vakti athygli á ýmsum þáttum rat-
sjárstöðvamálsins sem auðsjáan-
lega þarf að gaumgæfa og skoða
langtum betur áður en hlaupið er af
stað að setja upp nýjar herstöðvar á
Vestfjörðum og Langanesi.
Varla var Skotinn horfinn úr landi
fyrr en Bandaríkjamaður, William
Arkin, barði að dyrum og hafði með-
ferðis upplýsingar sem komu jarð-
skjálftakipp af stað í þjóðlífi okkar
Islendinga. Hann kom með sannanir
um það að hér ættu að vera kjam-
orkuvopn á „ófriðartímum”.
Hvenær slíkir tímar eru ætlar
Bandaríkjastjórn ein að ákveða. Enn
furðulegra verður dæmið ef við
höfum það í huga aö við höfum haft
bandarískan her hér í rúmlega 30 ár
þar sem ófriðartímar eru í
heiminum.
Okkar ágæti utanríkisráðherra
hefur að sjálfsögöu krafið Banda-
ríkjastjórn skýringa á plaggi því
sem Arkin hafði ljósrit af en eitthvað
virðist svarið vefjast fyrir banda-
mönnum okkar.
Friðarsamband
norðurhafa
Nú í byrjun desember er minnt á
það af f jölmörgum friðarhreyfingum
víðs vegar umhverfis Norður-
Atlantshafið að vígbúnaður fer
stöðugt vaxandi hér um slóðir og
áætlanir eru um enn meira vopna-
brak.
Friðarhreyfingar hafa haldiö tvær
ráðstefnur, fyrst í Glasgow 1983 og í
Reykjavík 1984, þar sem fjallað
hefur verið um þessa ískyggilegu
þróun. Hér skal minnst á það sem
dæmi að Bandaríkjaher hefur uppi
áætlanir um að hafa nær 4000 stýri-
og eldflaugar hér á noröurslóðum
svo aö öll umræða seinustu ára um
meöaldrægu eldflaugarnar í Vestur-
Evrópu verður fis í samanburði við
þettamagn.
„Enn furðulegra verður dæmið ef við höfum það i huga að við höfum
haft bandariskan her hör i rúmlega 30 ár þar sem ófriðartimar eru i
heiminum."
Það er ekki aðeins að þetta geri
þátt okkar í stríði æ líklegri heldur
stóreykur þetta líkur á slysi á friðar-
tímum sem mun hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar fyrir lífsafkomu
okkar fiskiþjóðanna í norðri. Eitt
slys um borð í kjarnorkukafbáti væri
nóg. Og slík slys eru alltaf aðgerast.
Fáum við nokkru breytt um þetta?
Viö getum örugglega verið sammáia
að lslendingar einir sér geta ekki
valdið þáttaskilum í vígbúnaðar-
kapphlaupinu. En það eru fleiri en
við sem eru órólegir vegna þessarar
þróunar. Fjöldi Bandarikjamanna
og Sovétmanna er órólegur og
hræddur. Frásagnir vísindamanna
af fimbulvetri í kjölfar kjamorku-
styrjaldar vekja með öllum óhug. Og
æ fleirum verður ljós nauðsynin að
snúa af þessari braut. Til þess þarf
að koma sterkur þrýstingur almenn-
ings á ríkisstjómir risaveldanna. Sá
þrýstingur þarf aö koma úr æ fleiri
áttum því þaö er það eina sem valda-
menn skilja.
Sókn til lífs
Því vil ég með þessu greinarkomi
vekja athygli þína, lesandi góður, á
þessari hættu sem vígbúnaðarkapp-
hlaupiö er. Fjandskapur gegn iífinu.
Eg vil hvetja þig að velta þessum
málum fyrir þér og ef þú kemst að
sömu niðurstöðu sem svo margir
aörir hafa gert seinustu árin — að við
þurfum að breyta einhverju, jafnvel
aö læra að hugsa á annan hátt en
áður, láttu í þér heyra, við
samstarfsmenn þína á vinnustöðum,
í verkalýðsfélögum og stjómmála-
samtökum, i þinu nánasta umhverfi.
Því þetta er ekkert einkamál
stjómmálaleiðtoga og herforingja.
Hér er spuming um líf eða dauða.
Hefjumsókn til lífs.
Erling Ólafsson
ERLING
ÓLAFSSON
KENNARI
Friðarhreyfingarnar hafa kallaö
þessa baráttu Friðarsamtök norður-
hafa og nú í desember vilja þau
benda á ógn vígvæðingar í norður-
9 „Viö getum örugglega veriö sammála um
að Islendingar einir sér geta ekki valdið
þáttaskilum í vígbúnaðarkauphlaupinu. En
það eru fleiri en við sem eru órólegir yfir þess-
ariþróun.”
höfum og vekja fólk til umhugsunar
um þessi mál.
Af hverju vígvæðing?
Nú er ég þess fullviss að marg-
ir lesendur spyrja: Er þetta eitthvað
nýtt? Er þetta ekki það sama sem
hefur verið að gerast seinustu ára-
tugi? Fáum við nokkru breytt um
þetta? Þessu vil ég svara í örfáum
orðum.
Auðvitað er vígvæðing hér á
norðurslóðum ekki neitt nýtt fyrir-
brigði. Ef svo væri heföum við ekki
haft herstöðvar í öllum löndum
Norður-Atlantshafsins áratugum
saman. Hér hefur verið til staðar
samvirkt kerfi á Grænlandi, íslandi
og Færeyjum ásamt öllum löndum
báðum megin við hafið.
En nýjar hemaðaráætlanir Banda-
rikjamanna, sem eflaust verður
svarað af sama kappi af Sovétmönn-
um, sýna að ekki skal staðar numið.
Hafið skal fyllt af eld- og stýriflaug-
um. Markmið Bandarikjamanna er
að loka Sovétrikjaflota inni í höfnum
Sovétrikjanna og til þess þarf að
færa hernaöarátök í norður. Því
verður hlutur Islands sífellt meiri
sem stjómstöðvar, stöðvar sem á að
stýra átökunum í norðurátt.
Auglýsing frá stjórnvöldum
w „Fæ ég ekki betur séð en að það sé ekki og
hafi aldrei verið vilji stjórnmálamanna
að fólk fái mannsæmandi húsnæði.”
Sjómenn óskast á sökkvandi
þjóðarskútu. — Launakjör
samkvæmt þrælakjörum almennra
launþega. Notið einstakt tækifæri og
njótið öruggrar óstjórnar Steingríms
Hermannssonar þjóðarskútustjóra,
meðal háseta eru 59 aðrir sjónhverf-
ingamenn. Gert verður út á víxl-
hækkanir kaupgjalds og verðlags,
verðtryggingu, vexti, erlend lán og
aö sjálfsögðu gengisfellingar.
Já, hvað er annað hægt en að gera
grín aö þessum óskiljanlega þjóðar-
sirkus við Austurvöll. A þeim bæ er
bólgunnar sárt saknað og vasa-
reiknisvélar ríkisstjómarinnar
vinna hörðum höndum við að stofna
dótturfyrirtæki þjóðarsirkussins hf.,
nefnilega verðbólgusirkus sf. Sem
ungum manni i þessu þjóðfélagi líst
mér vægast sagt illa á þróunina.
Stjórnmálamenn dunda sér á Aust-
urvelli við talfmennsku og hrossa-
kaup um þjóðarhagsmuni, símamál-
in eru í einni bendu, ekki frjálst út-
varp, enginn bjór og það alvarleg-
asta; almenningi er gert ókleift að
eignast húsnæði — hvað þá að eiga í
sigogá.
Einkakapella Jóhannesar
Þaö sama verður þó ekki sagt um
opinberar stofnanir, eins og til dæm-
is Seðlabankann sem vaxið hefur
hvað hraðast af opinberum stofnun-
um og fáir vita hvaða hlutverki
gegnir annað en að vera einka-
kapella Jóhannesar Nordals, for-
stjóra gengisfellingar Ltd. Og nú er
kapellan að stækka í stærðarmusteri
utan um verðlausan gjaldmiðil.
Bankamu- og olíufélögin keppast
við að reisa hallir út um borg og bí,
líkt og uin grænmetisræktun væri aö
ræða. (Eða ætti kannski að kalla
þetta afætusvepparæktun?)
— Til að byggja hallir em til nógir
peningar og fmmskógur erlendra
lána til aö standa undir föndurverk-
efnum embættis- og stjórnmála-
manna. En þegar almenningur vill fá
fjármagn til íbúðabygginga, verður
að skoða málið vel og helst lengi, og
rætt um aðhaldsaðgerðir, sparnað í
ríkisbúskapnum og sultaról. Stærsta
hús á landinu, Mjólkurhöllin við
Bitruháls, er byggt án þess að slegin
séu bein lán. Nei takk, hin konung-
lega mjólkurhöll er byggð fyrir pen-
inga sem beinlínis hefur verið stolið
frá neytendum í formi allt of dýrra
mjólkurafurða. Og það er einmitt
fyrir pólitiskan mangósopa samsöl-
unnar sem byggingarsamvinnu-
félagið Búseti fær ekki eðlilega lána-
fyrirgreiðslu hjá stjómvöldum.
Búsetakerfið er nefnilega of heiðar-
legt fyrir stjómmálamenn og ekki í
samræmi við flokkspólitiska hrossa-
kaupakerfið sem hreiðrað hefur um
RÚNAR SIG.
BIRGISSON
VERSLUNARMADUR
sig hér á landi. Búseti er eini ljósi
punkturinn í húsnæðismálum lands-
manna og gerir, ef rétt skilyrði skap-
ast, öllum kleift að komast í mann-
sæmandi húsnæði án þess aö stunda
þrældóm 18 tíma á sólarhring.
Búsetakerfið ætti að létta þungu
fargi af stjómvöldum sem fyrir
löngu hafa gefist upp við að gera
almenningi þessa lands kleift aö
eignast á sómasamlegan hátt eigið
húsnæði.
En reynsla undanfarinna ára
sýnir svo að ekki verður um villst að
stjórnmálamenn, jafnt í stjórn sem
stjórnarandstöðu, era bæði getu- og
áhugalausir um varanlega lausn í
þessu brýna máli og umræður um úr-
bætur í húsnæðismálum á þingi öðm
■ hverju nú síðustu árin eru lítið annað
en innihaldslaust hjal.' Loksins þegar
lausnin er fundin — og það án
aðstoðar stjórnmálamanna er henni
nánast hafnað. Fæ ég ekki betur séð
en að þaö sé ekki og hafi aldrei verið
vilji stjómmálamanna að fólk fái
mannsæmandi húsnæði. Það hefur
forgang að byggja stofnanahallir
og þegar búið er aö fylla þær af flott-
um skrifstofuhúsgögnum, leðursófa-
:settum, málverkum og öðru prjáli
,getur almenningur svo sem fengið
afgfanginn — ef einhver er.
Fasteignaskattar
Þegar verðbólgubálið mikla stóð
sem hæst hefði sú ríkisstjórn sem þá
var við völd átt að innheimta hærri
fasteignaskatta af öllu húsnæði,
jafnt íbúðar- sem skrifstofuhús-
næði byggðu á einhverju vissu ára-
bili, og færa þannig fjármuni frá _
þeim sem byggðu og fengu húsnæði
sitt óverðtryggt og nánast gefins, og
standa þannig að uppbyggingu raun-
hæfs húsnæðislánakerfis.
Sjálfsagt er þetta með að hækka
fasteignaskatta áður framkomin
hugmynd, en ég vil þó bæta við að ég
tel óæskilegt að innheimtur sé fasG
eignaskattur af fyrsta íbúðarhús-
næði, hvort sem um nýtt húsnæði er
að ræða eöa kaup á eldra húsnæði, í
að minnsta kosti 4—5 ár. I dag er
öldin önnur, skyldusparnaður ungs
fólks er ekki lengur sú náma sem
hann var, og er raunar baggi á
stjórnvöldum, sem sást nýlega á þvi
að ríkisstjómin frysti sumarskyldu-
sparnað ungs fólks eitthvað fram á
næsta ár.
Rúnar Sig. Birgisson
verslunarmaður