Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 14
14 DV. MANUDAGUR17. DESÉMBER1984. Menning Menning Menning Menning TRÚVERDUG FRÆÐIMENNSKA OG UFANDIFRÁSAGNARHÁTTUR Ámi óla: Reykjavik fyrri tíma. Fyrsta bindi. önnur útgáfa Reykjavíkurbókanna. Skuggsjá, 1984. Arni Ola, blaöamaður og ritstjóri, entist lengi og var svo eljusamur við ritstörfin að kalla mátti margra manna maka. Hann skrifaði bækur fram að nirseðu og þær urðu hartnær fjórir tugir áður en hann var allur. Þó hóf hann ekki að setja saman bækur á ungum aldri, heldur starfaði að blaða- mennsku nær tvo áratugi áður, og fyrsta bók hans kom út er hann var fertugur að aldri. En eftir það rak hver aðra, En hann hafði auðvitað safnað vel í sarpinn á blaðamennskuárunum, einkum meðan hann annaðist ritstjóm Lesbókar Morgunblaðsins, en hana gerði hann að vinsælu lesriti, og var meginuppistaðan þjóðlegur f róðleikur. Líklega verður að telja bækumar sex um fortíð Reykjavíkur kjarnann í bókahillu Ama Ola, enda helgaði hann sér þann akur og var orðinn flestum fróðari um þá mannlífssögu. Isafoldar- prentsmiöja gaf Reykjavíkurbæk- urnar út, hin fyrsta, Fortíð Reykja- víkur, kom út 1950 en hin síðasta, Svipur Reykjavíkur, 1968. Bækurnar urðu mjög vinsælar og munu nú uppseldar fyrir alllöngu. Bækur þessar eru ekki samfelld saga heldur sögukaflar eða söguþættir, oftast vel afmarkaðir og ofnir um at- vikakjama og einstök mál. Ami Ola var frábær sögumaður og vissi af langri blaðamannsreynslu, hvemig búa skyldi fréttir og annað efni undir augu almennings, svo að áhuga vekti. I því skyni nýtti hann og óf saman gamla íslenska frásagnarhefð og nýlegri aðferðir. Það er vel við hæfi að hefja útgáfu Reykjavíkurbóka Ama Ola nú að nýju í samþjappaðri og vandaðri útgáfu en áður, þegar líður að tvö hundruö ára afmæli kaupstaðarréttinda Reykja- víkur og hundrað ára afmæli höfundar. Það mun líka vera tilefnið að þeirri út- gáfu, sem Skuggsjá hleypir af stokkum á þessu hausti með fyrsta bindi þriggja af Reykjavíkurþáttum Arna Ola undir sameiginlegu heiti, Reykjavík fyrri tíma. Verða þá tvær bækur í hverju bindi, í þessu Fortíð Reykjavíkur og Gamla Reykjavík. Þetta bindi er nær 600 blaðsiður í allstóru broti og með drjúgum leturfleti, og síðari bindin verða vafalaust svipuð að stærð. Raunar hefur fyrri útgefandi — og Ami sjálfur — jafnan talið Reykja- víkurbækur sínar 3jö en ekki sex, þ.e. taliö bókina Erill og ferill blaðamanns með í þessum flokki, en hún er þó af öðrum toga þótt vettvangurinn sé að mestu Reykjavík, og við heildarútgáfu nú má telja eölilegt að skilja hana frá safninu um „Reykjavík fyrri tíma”. Formáli samstarfsmanns Fengur er að því, að gamall sam- starfsmaöur Árna Ola, Sigurður Bjamason ritstjóri frá Vigur, síðar al- Ámi Ola. Bókmenntir Andrés Kristjánsson þingismaöur og sendiherra, fylgir út- gáfunni úr hlaði með ágætri kynningu á höfundinum. Það er stutt en skemmtileg grein eins og búast mátti við, og það gleður gömul augu starfsfé- laga úr fyrri tíð að sjá að Sigurður er enn sami snjalli blaðamaðurinn, þrátt fyrir langa vist í öðm andrúmslofti, og kann enn að setja upp vefinn og slá hann. Hann kynnir ekki þennan frjóa sagnamann tilsýndar fyrir nýjum les- endum sem ekki þekkja Ama Ola, heldur sest viö hlið hans og bregður þannig upp miklu nákomnari og trú- verðugri myndum af honum en ella yrði. Fyrsta bindi þessarar útgáfu er vandað að öllum frágangi. Myndaefni er mikið eins og áður, flest ljósmyndir, en einnig gamlar teikningar eftir erlenda gesti og fjöldi mannamynda. I síðari Reykjavíkurbókunum var myndaefnið minna, en þó meira af teikningum, flestum eftir Atla Má, son höfundar. Ofurlítil breyting hefur verið gerð á myndunum í þessum tveim fyrstu bókum, lýsing þeirra bætt, skipt um myndir af sömu stöðum og mönnum og einstaka nýjum bætt við. Allt er þetta til bóta og myndir skýrari en áður, enda pappír miklu betri. Hér er enginn kostur að gera nokkra grein fyrir þessum fjölmörgu sögu- köflum, svo fjölbreyttir sem þeir eru að efni og efnisföngum, en fyrsta frá- sögnin heitir því forvitnilega nafni: „Utilegumaöur í öskjuhlíð”, og næst er sagt frá þeim sögufræga manni „baróninum á Hvítárvöllum” sem varð nafngjafi Barónsstígs með því að byggja þar fjós. Sú frásögn er trúr vitnisburður um frásagnarleikni Ama Ola i góöum blaöamennskustíl. En þótt Ámi Ola hefði ætíð ríkt í minni að hafa frásagnir forvitnilegar og sögulegar, leiddist hann aldrei á tæp vöð í því skyni. Hann var mjög vandaður fræðimaður, kannaði heimildir af elju og gaumgæfni.svo að hann sameinaði sanngildi og frá- sagnarlist. Það er ekki öllum jafnvel gefið. Sigurður Bjamason gefur Ama þá einkunn að hann hafi verið „hógvær- astur allra og leitað sannleikans að fomu og nýju”. Það mun réttmætur dómur. En Áma var ekki nóg að finna sannleikann í fræðunum og setja hann réttan fram með einhverjum hætti. Hann gerði þá kröfu til sjálfs sín að segja söguna á þaxm veg að hlustað væri og lesið, og það tókst honum með ágætum. Hann vék aldrei frá þeirri meginskyldu blaðamanns að koma vitneskju til skila meö þeim hætti að það næði augum og eyrum. Niðurlagsorðin í höfundarkynningu Sigurðar Bjarnasonar eru heimildarík um þetta, og ég held að varla finnist betri botn í þessa stuttu umsögn en þau orð fengin að láni. Hann sagði í framhaldi af einkunninni sem vitnað er til nokkrum línum framar: „Við sem unnum með Arna Ola um langan aldur og kynntumst honum per- sónulega vitum að í þessum orðum er ekkert ofsagt. Hann sagði þjóð sinni aldrei ósatt. Ritferill hans mótaðist af óslökkvandi þorsta eftir þjóðlegum fróðleik, sem hann þráði að miðla þjóð sinni. Bækur hans voru ekki þyrrkings- legar heldur lifandi og skemmtilegar. Þess vegna náði hann til yngri sem eldri. Rit hans munu því halda áfram að kynna merkilegan tíma, sem á erindi til nýrrar kynslóðar. Þau munu lifa sem sérkennileg þjóðfræði í ís- lenskri blaðamennsku.” -A.K. Næstum bókmenntir! Ógnarráðuneytið eftir Graham Greene Kvöldlokkur á jólaföstu Kvöidlokkur á jólaföstu, tónleikar f Langholts- kirkju 11. desember. Flytjendur: Bernard Wilkinson, Daði Koibeins- son, Janet Wareing, Joseph Ognibene, Jean P. Hamilton, Einar Jóhannesson, Gunnar Egils- son, Hafsteinn Guðmundsson, Bjöm Árnason, Rúnar Vilbergsson. Efnisskró: Ludwig van Beethoven: Rondino op. 146 fyrir blásaraoktett og Oktett op 103; Wolfang Amadeus Mozart: Adagio KV 411 fyr- ir biásarakvintett; F. Krommer: Partita op. 57. Sá siður Blásarakvintetts Reykja- víkur að fá til liðs við sig nokkra viðbótarblásara, á sömu bylgjulengd og þeir er blása kvöldlokkur á jólaföstu, er orðinn að föstum lið í and- legum undirbúningi jólahalds undirrit- aðs. Að þessu sinni helguðu þessir ágætu blásarar tónleikana baráttunni fyrir brauði handa hungruðum heimi og hefði af þeim sökum mátt ætla að fólk fjölmennti til að sækja sér músíkalska upplyftingu um leið og það styddi gott málefni. En því miöur reyndist aðsóknin ekki tiltakanlega góð og var þaö i öfugu hlutfalli við það músíkalska sem fram var borið á tón- ieikum þessum. Stigsmunur — ekki gæða Viðurkennast verður að ekki fór mikið fyrir auglýsingum fyrir tónleik- ana og því kann vel að vera að farið hafi fram hjá fólki sem á þönum er aö undirbúa efnisþátt jólahaldsins og víst er aðventan sá tími sem hvað erfiðast- Tónlist Eyjólfur Melsted ur er til tónleikahalds, þ.e.a.s. ef ekki er tónleikurinn innskot í öðrum, fjöl- breyttari aðventuhátiðahöldum. Þeir sem létu sig vanta urðu af einum af betri tónleikum ársins. Eg hef marg- lýst þeirrí skoðun minni að ég telji Blásarakvintett einhverja best spil- andi kammersveit hér á landi og hika ekki við að endurtaka það enn einu sinni hér. Þótt ekki væru blæbrigðin jafn hárfín og fjölbreytileg að liösauk- anum viðbættum og þegar Blásara- kvintettinn leikur einn, þá er heildar- svipurinn af sama toga og í sjálfu sér af svipuðum gæðaflokki. Þó vantar, af eðlilegum ástæðum, það allra fínasta í samspilið — þá hluti sem ekki birtast fyrr en menn eru bókstaflega famir að spila inn á tilfinningar hver annars. Því varð Mozart-adagioið í mínum eyr- um hápunktur frábærra tónleika. Eng- inn skyldi samt halda að hér væri veriö í rauninni að ræða gæöamun, heldur einungis stigsmun innan sama gæða- flokks og það gæöaflokks af hærra tag- inu. Ýmislegt hafa menn til marks um nálægö jólanna og miða þá gjarnan til- finningu sína fyrir nánd þeirra við til- tekna atburði. Sumir miða við ákveð- inn jólasvein í búðarglugga, eða tendr- un ljósa á opinberu tré, eða þá skó í glugga. Þá finnst mér jólin virkilega vera í nánd þegar ég hef hlustað á úr- valslið blásara okkar leika kvöldlokk- urá jólaföstu. EM I bókinni Þjóðir sem ég kynntist frá 1938 gerir Guðbrandur Jónsson sér litið fyrir og greinir persónugerðir nokkurra þjóða. Hann 'segir um Englendinga að þeir séu aðallega tvær manngerðir. Sú fyrri er John Bull, eða Jóni boli. Hann er hinn litli skoltbitni og jaxlbítandi maður. „Hin myndin er á allt annan veg,” segir Guöbrandur. „Hún er af kyrfilega þvegnum og kembdum, ekki neijt tiltakanlega gáfulegum manni, með spleen, sem Englendingar kalla, það er að segja stundum hálfleiðum á allri tilverunni og þess vegna með skrúfu lausa, sem svo er nefnt, en alltaf með vel press- aðar buxur og allt að því spjátrungsleg föt, og alltaf gentleman — dánumaður — siðferðilegur réttlínumaður, sem ekki vill vamm sitt vita, heldur alltaf gera það, sem rétt er. Þessi mynd er vaflaust fengin úr hinum mýmörgu ensku reyfaraskáldsögum, en engin þjóö er eins auðug aö þess konar rit- verkum eða fíkin í þau eins og Eng- lendingar, enda er ekki laust við, aö þeir telji þau með bókmenntum. Þó að þessi rit séu með afarmargvíslegum blæ, eru þau þó eins svipuð eins og buxur, sem eru sniðnar margar á sama mann, þó úr margvíslegu efni sé, og sá tilgangur þeirra er alltaf ber- sýnilegur að draga fram hlut Englendinga og sýna þá í því ljósi, sem þeim þykir sjálfum hentugast að birt- ast í. Það skal því og ekki bregðast, að engill sögunnar er alltaf Eng- lendingur, en þrjóturinn útlendur, Þjóðverji, Rússi, Itali.” Þessi gamla klausa Guðbrands um ensku reyfaramanngerðina og til- hneigingu Englendinga til að líta á reyfara sem bókmenntir kemur upp í hugann við lestur Ognarráðuneytisins eftir Graham Greene. Margir hafa Bókmenntir SigurðurG. Valgeirsson Graham Greene. viljað tengja höfundinn við nóbels- verðlaunin og sagt að hann fengi þau aldrei vegna þess að hann hefði meðal annars skrifað reyfara. Þá er Arthur Rowe, aöalpersóna bókarinnar, ekkert svo víðs fjarri manngeröinni sem Guðbrandurlýsir. Hann er vel klæddur, hann er heiðar- legur, hálf-vansæll og má ekki vamm sitt vita. Þarna er útlendur skúrkur og Englendingar standa alls ekki svo illa í sögulok. Sagan gerist á tíma síðari heims- styrjaldarinnar í London. Hún glímir aðallega við vandamál og ást Arthurs nokkurs Rowe. Við upphaf bókarinnar er hann í siðrænni kreppu og nokkuð óvenjulegri. Stríðið, sem er bak- grunnur þess sem á daga hans drífur, minnir þó stöðugt á smæö vanda ein- staklingsins gagnvart stórum og almennum hörmungum. Ferli bókarinnar er nokkuð þung- lamalegt og hún verður seint mjög spennandi en allan tímann vel læsileg. Tvisvar hefur sprenging áhrif á gang mála og það er alltaf fremur ótrúleg lausn, jafnvel þó á stríðstímum sé. Ást- arsagan sem tengist sakamálasögunni er ekkert aftaka trúleg heldur. Eins og von er á frá úrvalshöfundi á borð við Graham Greene er margt vel gert. Skemmtilegar lýsingar á mann- gerðum, sú staðreynd að það örlar á dýpri vangaveltum en gerist og gengur í reyfurum, glæsilegra handverk og snjallari líkingar. Allt veldur þetta notatilfinningu við lestur bókarinnar. Þetta er þýðing Magnúsar Kjart- anssonar og mér fannst textinn vand- aður en stundum stirðlegur. Þá tókst mér að finna eitt eða tvö orð sem ég hefði stafsett öðru vísi. En auðvitað er bókin á afburðamáli ef tekið er mið af sjoppulitteratúr. Best að hætta öllu nöldri. Bókin er ódýr og vönduð og í ljósi þess má hiklaust gefa frænda eða frænku hana í jólagjöf í staðinn fyrir táfýlusokka eða furunálabað, nú eða jafnvel bara traktera sjálfan sig á henni til að leggjast kumrandi með og lesa sig inn í stjörnubjarta jólanóttina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.