Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Side 16
16
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
Spurningin
Horfir þú á íþróttir í sjón-
varpinu?
Inga Dóra Kristjánsdóttir nemi: Já,
ég horfi stundum á íþróttaþættina.
Aöallega þegar blak og fótbolti eru á
dagskrá. Þættirnir sem ég sé eru oftast
mjög góöir.
k
Ingimundur Eymundsson, starfsmað-
ur Bifreiöaeftirlitsins: Já, það geri ég.
Eg horfi alltaf á fótbolta og stundum
handbolta. Fótbolti er mitt aðaláhuga-
mál.
Guðmundur A. Jóhannsson þjónn: Nei,
ég hef engan áhuga á íþróttum. Það
kemur kannski fyrir að ég horfi á
handbolta en fótbolti finnst mér alveg
fáránlegur.
Lovisa Jónsdóttir húsmóðir: Já, ég
horfi alltaf á íþróttir. Bjarni er mjög
góður og gaman hvað hann sýnir mikið
af fótbolta. Fótbolti er það skemmti-
legasta í íþróttunum.
Olga Hjartardóttir simastúika: Eg
horfi mjög lítiö á íþróttir. Þó horfði ég í
sumar á það sem sýnt var frá
ólympíuleikunum. En ég hef ekki mik-l
inn áhuga á íþróttum yfirleitt.
Friðrik Sturlaugsson, starfsmaður
Saab-umboðsins: Já, ég horfi ailtaf á
fótboltann. Ég hef mjög gaman af hon-
um. Iþróttaþættirnir eru líka oftast
ágætir.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Ergamalt fólk annars fíokks?
Þórður skrifar:
Það er illa farið með gamalt fólk
nú til dags. Þó að við séum sú kyn-
slóð sem byggði upp þetta þjóðféíag
eins og það er i dag er það einskis
metið. Hér áður fyrr var litið á
gamalt fólk með viröingu vegna þess
að gamalt fólk haföi og hefur svo
mikið að segja þeim sem yngri eru
og óreyndari. Nú er staðreyndin sú
að litið er á okkur sem annars flokks
þjóðfélagsþegna. Við erum ekki
lengur til neins nýt og að því er
virðist öllum til ama. Enginn vill
lengur hafa gamalt fólk á heimilum
sínum og ef það deyr ekki nógu
snemma þá er því komið á einhver
elliheimili. Þeim sem ekki eru svo
„heppnir” aö komast á slíka stofnun,
og eiga kannski enn sitt eigið heimili,
er greiddur svo smánarlegur ellilif-
eyrir að varla nægir fyrir brýnustu
nauösynjum. Þetta fólk verður því i
mörgum tilfellum að gefast upp og
reyna að komast inn á elliheimili.
Þó aö slíkar stofnanir séu að vissu
leyti ágætir staöir er ekki hægt aö
horfa fram hjá því að þarna er um að
ræða biðstöö áður en dauðinn knýr
,, Við eigum nóg eftír," segir Þórður og hvetur tíl þess að gamalt fólk,
sem enn hefurþrek tílað vinna, fái eitthvað að gera.
dyra. Það er alveg sorglegt að inni á
svona stofnun sé fólk sem vel gæti
unnið einhverja létta vinnu en fær
ekkert að gera. Eg kalla það ekki
starf að föndra eða sauma i. Þeir
sem ekki vilja dunda sér þannig
verða bara að sitja og horfa í gaupnir
sér aðgerðalausir. Það er biturt
fyrir fólk sem hefur unnið alla ævi að
fá ekki aö starfa áfram við einhverja
létta vinnu meðan þaö hefur kjark og
þrek til. Þetta verður til þess að öll
lífslöngun hjá manni hverfur og
maður bíöur aöeins eftir því að fá að
fara yfir á bakkann hinum megin.
Þaö er sárt að hafa átt þátt i því aö
byggja upp nútíðina og fá svo ekki aö
njóta þess sem maður hefur unniö
fyrir. Það er búið að nota okkur og þó
erum við sett til hliðar og öllum
gleymd. Min skoðun er sú að við
eigum enn nóg eftir. Eins og ég
minntist á fyrr þá getum við miölað
yngra fólkinu og þá sérstaklega
bömunum af reynslu okkar. Við
viljum enn leggja okkar af mörkum
til þjóðfélagsins en ekki vera byrði á
því. Takið það til greina.
HfíNS PETERSEN HF
YASHICA MF2
ájr.2S00
nett mundavél sem
notar.35mm
filmu
• Innbyggt eilífðarllass, sem geíur merki sé notkun
þess þörí.
• Raíhlöður endast á u.þ.b. 250 ílassmyndir.
• Engar stillingar
MYNDARLEG GJÖF
Ljót jólaljós
Logiskrifar:
Ein jólin ennþá með grýlu- og
gyðingaljósum. Mikið hörmulega
erum við fastheldin þjóö og sérstak-
lega á þaö ósmekklega.
Það eru nú ekki mörg ár síðan ljósa-
perumar marglitu hurfu af svölunum í
Alfheimunum og háu blokkunum í
Ljósheimum en mikið óskaplega voru
það lika ljót ljós, þessar marglitu 25 og
40 kerta ljósaperur sem raöað var á
svartan rafmagnskapal og strengdur
milli svalaendanna.
t staðinn hafa komið sjöstjakaljósin
frá Israel og eru þau nú i hverjum
glugga eða svo til. — Það er ekki furða
þótt útlendingar haldi aö hér búi
gyðingar að meirihluta!
Og enn kveikir Reykjavíkurborg á
jólatrénu meö stóru perunum, þessum
40 kerta. Hvers vegna er nú ekki reynt
að breyta til og nota litlar, glærar
ljósaperur eins og þær er notaðar em
á jólatr jám hjá flestum?
Mér hefur verið tjáð að Rafmagns-
eftirlit ríkisins neiti að viðurkenna
lítil ljós til notkunar útivið. Astæöan er
sögð vera íkveikjuhætta eða enn verri
slys. Getur þetta verið rétt? Slík ljós
eru mikið notuð úti víðs vegar um heim
um jólaleytiö enda eru þau margfalt
fallegri en grýluljósin sem við notum
hér. Þessi stóru og ljótu ljós minna ein-
hvem veginn fremur á Grýlu og
Leppalúða en fegurð jólanna.
Leiðinlegar
tilkynningar
Útvarpshlustandi hringdi:
Eg hlusta mjög mikið á rás 1 og
tilkynningamar þar hafa löngum farið
í skapiö á mér. Nú fyrir enn eitt til-
kynningaflóðið fyrir jólin er ég búinn
að fá nóg. Það mætti halda aö verið sé
að skaprauna hlustendum með þessum
lestri. Þulirnir lesa þetta í leiðinlegum
nöldurtón enda leiðist þeim vafalaust
jafnmikið og okkur sem á þetta
hlustum.
Þar sem ég hlusta aldrei á rás 2 þá
finnst mér þetta aiveg ófært. Er ekki
hægt að spila létta sinfóníu eða einhver
önnur lög undir lestrinum? Þaö myndi
gera þetta mun áheyrilegra og um leið
skemmtilegra fyrir okkur sem á
hlustum. Eg ætla að vona að útvarpið
taki þessa tillögu mina til greina þvi
tilkynningalesturinn, eins og hann er
Útvarpshlustandi er búinn að fá nóg af
þurrum tilkynningalestrinum á rás 1.
Hann leggur til að tónlist verði spiluð
undir til að gera þetta áheyrilegra.
nú, er mjög mikil lýti á annars ágætri
dagskrá.
Hringið I
kl. 13-15 eða I
SKRIFIÐl
„Steingrímur sýndi
dugnað og kjark”
Pétur Pétursson hringdi:
Ég vil vekja athygli á einstökum
dugnaði forsætisráðherrans okkar,
Steingríms Hermannssonar, er hann
kom fram i sjónvarpi ásamt forystu-
mönnum hinna stjórnmálaflokkanna.
Steingrímur var þá nýkominn af
skurðarborðinu eftir að hafa slasast
illa á hendi eins og kunnugt er. Hann
lét sig þó ekki muna um að mæta í þátt-
inn og stóð sig þar með sóma eins og
hans var von og vísa.
Líklega heföi einhver ráðherrann
sent aðstoðarmann sinn í þáttinn ef
eins hefði staðið á fyrir viðkomandi.
Þvi eins og nærri má geta er ekki létt
verk að sitja fyrir svörum þegar spyrl-
arnir eru þrjátíu talsins. En Steingrim-
ur gerði þetta með sóma og sýndi af
sér dugnað og kjark. Það eru hrein
undur hvaö maðurinn leggur á sig fyrir
land og þjóö. Mætti fólk oftar hafa það i
huga þegar þaö þarf að beina gagn-
rýnisspjótum sínum að ríkisstjórninni.
Steingrímur Hermannsson á hrós
skilið fyrir dugnaðinn.