Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Page 26
26
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984.
★ Kassar fyrir sodastream- og ölflöskur.
★ Ódýr glös, glæsilegt úrval.
★ Munið eftir hnetubrjótnum.
★ Útiblys.
★ Körfur og diskar undir jólasmá-
kökurnar og ávextina.
★ Bastplattar undir kertaskreytinguna.
HJÁ OKKUR ERUÐ ÞIÐ ALLTAF VELKOMIN.
Sendum í póstkröfu um land allt.
GJAFAHÚSIÐ
Skólavöróustíg 8 sími 18525.
Er pabbi farinn að fitna!
Hjálpaðu honum að minnka magann.
Kauptu kassa með sippubandi.
ÍSLENDINGAR
KORTAGLAÐIR
SPARIBANKINN HF.
ViSA
4000
lru
000 12D1} 5D13ÍÍD
» oo/oo cy
Svona lítur nýja Visa kortiö út sem á að vera ómögulegt að falsa.
Tæplega 50 þúsund greiðslukort eru i
notkun hér á Iandi. Visa kort eru orðin
26 þúsund og Eurocard um 20 þúsund.
Algengt er aö sömu aðilar hafi bæði
kortin. Ef bara er litið á fjölda Visa
korta svarar útbreiðsla þeirra til um 20
prósent af öllum eldri en 18 ára eöa
þriðju hverrar fjölskyldu í landinu.
Þann 10. desember var liðiö ár frá
þvi að Visa Island byrjaöi meö kort hér
innanlands. Frá þeim tima hafa kortin
aukist um 23 þúsund eða 766 prósent
aukning. Enda hefur komið í ljós að
aukningin hér á landi hefur orðið meiri
en í nokkru öðru landi. Hlutfallsleg
notkun Visa korta er einnig mun meiri
en gengur og gerist í öðrum löndum.
Nú eru um 1500 útsölustaðir sem
taka við Visa kortum.
Ný Visa kort
Gerðar hafa verið miklar breytingar
á Visa kortunum og er útlit þeirra
nokkuð frábrugðiö gömiu kortunum.
Þessi kort eru gerð þannig að nær
ómögulegt er að falsa kortin. En
nokkur brögð eru víst að því úti í
hinum stóra heimi. Um 0,14 prósent af
veltu kortanna er í tengslum við svik
og faisanir. Með nýju kortunum á að
mlnnka þetta misferli. Þá er mögulegt
að nota þessi nýju kort i skyndibanka
víösvegar um heiminn. Islenskir kort-
hafar munu fá þessi kort þegar þeir
endumýja kortin sín. Endumýjun fer
fram einu sinni á ári og miðast við
upphaflegan útgáfumánuð. Samkvamt
upplýsingum frá Visa Island eru nú 111
mQljón korthafar í öllum heiminum og
þjónustuaöilar 4,1 milljón. Þjónustan er í
160 löndum og nær til 157 þúsund banka og
sparisjóða.
Visa Island hefur gefið út handbók
þar sem i eru upplýsingar um alla
þjónustustaði.
Þá er í undirbúningi hjá Visa fýrir-
tækinu aö koma upp gervihnetti til að
auðvelda viöskipti og verslun meö
Revklausi öskubakkinn
heldur
reykmengun
í lágmarki.
Ef þú vilt losna viö hvimleiðan reyk og halda
andrúmsloftinu hreinu kemur nýi reyklausi
öskubakkinn að góðum notum.
Reyklausi öskubakkinn dregur reykinn
í gegnum tvöfalda síu.
Góögjöf, titvalin fyrirheimiliog á skrifstofuna
Vinsamlegast sendið mér eftirfarandi:
□ stk. Reyklausa(n) öskubakka Kr. 499,—□ stk. Aukafilter Kr. 48,
□ stk. sett(2stk.)Rafhlöður _____________________ -
□ Hjálögö greiösla Kr._
Nafn____________________
. □ Sendist I póstkröfu (kostn.Kr. 63,50)
Heimili,
Póstnr./staður.
Póstverslunin Príma Opiö allan sólarhringinn.
Pöntunarslmi: 91/54943 Pósthólf 63 222 HAFNARFJÖRÐUR
Hólmarar tölvuvæðast
Frá Robert Jörgensen, Stykkishóbni:
Nú gerist það æ tíöara aö fyrirtæki
hér í Hólminum kaupi tölvur.
Tölvumar eru að sjálfsögðu mis-
munandi eftir þörfum hvers fyrirtækis
fyrir sig. Algengastar eru Apple og
IBM tölvur.
Þá hafa Hólmarar vaknaö til lífsins
og farið á námskeiö. Nú siðast hjá
Tölvufræðslunni. Hér var um að ræða
grunnnámskeið. Þar fékk fólk innsýn í
almennar skipanir, gagnavinnslu og
tölvureikna. Tuttugu og fjórir nýttu sér
þetta námskeið og var fólki skipt í tvo
hópa. Var það samdóma álit þátttak-
enda að námskeiðið hefði veriö bæði
gagnlegt og skemmtilegt.
Leiðbeinendur voru þeir Ellert
Olafsson, framkvæmdastjóri Tölvu-
fræöslunnar, og Pétur Friðriksson
kerfisfræðingur. Heimilistölvum hefur
fjölgað mikið hér í Hólminum á þessu
ári.
-EH.
Frá tölvunámskeiðinu sem haldið var i Stykkishólmi fyrir skömmu. Mikill
tölvuáhugi er meðal heimamanna.
DV-mynd Róbert.
Húsgagnaverslun
Kristjáns Siggeirssonar:
Málverka-
sýningGarðars
Péturssonar
Garðar Pétursson myndlistarmaðiu'
sýnir um þessar mundir akrýlmálverk
í verslun Kristjáns Siggeirssonar við
Laugaveg. A sýningunni eru 11 myndir
af „mannfiskum”, en að sögn Garðars
eru fiskamótif einkenni á sýningunni.
Garðar Pétursson útskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskólanum 1982
og starfar nú sem auglýsingateiknari.
Sýningin nú er önnur einkasýning hans
en hann hefur einnig tekið þátt í sam-
sýningum, m.a. UM sýningunni á
Kjarvalsstöðum 1983. Sýningin í versl-
un Kristjáns Siggeirssonar er opin til
jóla á verslunartimum. Hún er sölu-
sýning. MS
Garðar við eitt verka sinna.