Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Side 33
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984. 33 Æ—4 W 1 r íþróttir íþróttir íþróttir - l heiðursmerki Elns og skýrt hefur verið frá i DV var Paul Haagberg, formaður Alþjéðahandknattleikssambands- ins, í heimsókn hér fyrir skömmu. Haagberg notaði tækifœrið á meðan hann dvaldi hér og afhenti fjórum heiðursmönnum helðurs- . merki IHF. Þelr sem fengu merkið voru: Jón Hjaltalín Magnússon, | formaöur HSt, Friðrik Guðmunds- son, stjórnarmaður í HSt og fyrr- verandl formaður, Gisil Haildórs- son, heiðursforseti ÍSt, og Matthias Á. Mathiesen viðskiptaráðherra.-SK. Islands- met hjá Eðvarð — Í200 mfjórsundi íBergen Njarðvikingurinn snjalli i sundlnu, Eðvarð'Þór Eðvarðsson, setti nýtt ts- iandsmet i 200 metra fjórsundi í Evrópubikarkeppninni í sundi sem háð var í Bergen í Noregi um hclgina. Eðvarö synti vegalengdina á 2:10,19 min. Ragnar Guðmundsson keppti einnig á mótinu. Nánari frásögn af því erábis. 35. hsim. 1 Eðvarð Þór Eðvarðsson, Njarðvík. Ásgeir í hópi bestu knattspymu- manna heims 1984 - hafnaði íþrettánda sæti í kjöri hins fræga knattspyrnutímarits World Soccer Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnu- maðurinn snjalli hjá Stuttgart, fékk enn eina rósina í hnappagatið fyrir stuttu — þegar hið viðlesna knatt- spyrnutímarit World Soccer kom út. Ásgeir var þar á lista yfir bestu knatt- spymumenn heims 1984, eða í þrett- ánda sæti ásamt danska iandsliðs- • Ásgeir Sigurvinsson — sést hér (t.h. landsleik Islands og Wales. Jackett var ) berjast um knöttinn við Kenny Jackett í látinn elta Ásgeir um allan völl. DV-mynd Brynjar Gauti. manninum Prebcn Eikjær Larsen. Það var Frakkinn Michel Platini hjá Juventus sem var útnefndur „besti knattspyrnumaður heims” annað árið í röö hjá World Soccer, sem efndi nú í annað sinn tii skoðanakönnunar meðal lesenda sinna. Platini fékk 54 prósent atkvæða. Ian Rush, markaskorarinn mikli hjá Liverpool, varð í öðru sæti. Franska landsliðið, sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn, var útnefnt lið ársins og í öðru sæti komu Evrópu- meistarar Liverpool. Michel Hidalgo, fyrrum þjálfari franska landsliösins, var útnefndur framkvæmdastjóri (þjálfari) ársins. Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liver- pool, kom síðan í öðru sæti og í þriðja sæti var Sepp Piontek, þjálfari danska landsliðsins, sem hafnaði í sjöunda sæti í kjörmu yf ir lið ársins. Við munum síðar segja nánar frá kjöri World Soccer hér á síðunni. Besta ár Ásgeirs! Árið 1984 er tvímælalaust besta árið á glæsilegum keppnisferli Ásgeirs Sigurvinssonar sem var maðurinn á bak við að Stuttgart varð v-þýskur meistari 1984 — í fyrsta skipti í 32 ár. Hann sýndi frábæra leiki á lokaspretti keppninnar. • „Forráöamenn Stuttgart geta þakkað Ásgeiri Sigurvinssyni að þeir hampa nú meistaratitlinum,” sagði Karl-Heinz Rummenigge eftir sigur Stuttgart. • Ásgeir var kjörrnn besti leik- maður V-Þýskalands 1984 af leikmönn- um Bundesligunnar. Hann fékk 198 atkvæði en Karl-Heinz Rummenigge 32. • Ásgeir og Harald Schumacher, markvörður Köln, eru taldir einu leik- mennirnir í V-Þýskalandi 1984 sem eru á heimsmælikvarða. • Ásgeir var annar í kjöri iþrótta- fréttamanna í V-Þýskalandi um nafn- bótina knattspyrnumaður ársins 1984. Hann fékk 168 atkvæði en Schumacher varð útnefndur — fékk 266 atkvæði. Þeir fengu langflest atkvæði. • Ásgeir var fyrirliði Islands er Wales var lagt að velii 1—0 í eftir- minnilegum leik í HM á Laugardals- vellinum. • Nýjasta skrautfjöðrin í hatt Ásgeirs er aö hann er kominn á opin- beran lista — yfir bestu knattspymu- mennheimsl984. -SOS Öskar Nikulásson. Óskar til Banda- ríkjanna i Öskar Nikulásson, cinn af bestu lcikmÖnnum Keflavikurliösins i I körfuknattleik, sem leikur i 1. ■ deild, er á förum til Bandaríkjanna | þar sem hann fer til náms i Trouds- _ burg University. Það er sami skóli | og bróðir hans Áxel stundar nám ■ við. Það er mikill missir fyrir Kefl-1 vtkinga að missa þennan hávaxna I lciktnann. Keflvíkingar vonast nú ■ cftir aö Þorsteinn Bjarnason, þjálf-1 ari liðsins og landsliðsmaður í “ körfuknattleik og knattspyrnu, taki | aö nýju fram skóna og leiki með lið- . inu. I -■■■ 'S0^| Hótað að myrða stjóra Barcelona Hólmbert tek- ur við Kef la- víkurliðinu — gekk frá samningi við Kef Ivíkinga á föstudaginn Hólmbert Friðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Kefla- víkur í knattspyrnu. Hólmbert, sem hefur þjálfað Keflavík, Fram og KR undanfarin ár með góðum árangri, skrifaði undir samning við Keflvíkinga á föstudaginn og mun hann byrja að þjáifa þá í janúar. Það fór því cins og DV sagði frá 28. nóvember sl., þegar við sögðum að allt benti til að Hóimbert tæki við Keflavikurliðinu, en þá sögðum við m.a. í lok greinarinnar: — „Keflvikingar eru nú með stóran hóp af snjöilum leikmönnum — reyndum Ieik- mönnum og ungum strákum. Þeir þurfa reyndan og snjaiian þjálfara til að halda rétt á spilunum. Hver er færari til þess en Hólmbert?” Þess má geta að Hólmbert gerði Kefl- víkinga að Islandsmeisturum 1969. -SOS. „Komdu þér á brott frá Spáni eða þú deyrð,” hefur hvað eftir annað verið sagt í símann hjá Terry Venables í Barcelona. Morðhótanir hvað eftir annað síðasta mánuðinn og spánska lögreglan og þó einkum lögreglumenn í Barcelona taka þessar hótanir mjög alvarlega. Terry Venables gerðist framkvæmdastjóri Barcelona sl. sumar og undir stjórn hans hefur liðið náð snjöllum árangri. Hefur góða for- ustu i 1. deildinni. Venebles var áður stjóri QPR í Lundúnum með góðum árangri. Hann hefur um langt árabil verið tekjuhæsti stjóri enskrar knatt- spyrnu. Mjög vinsæll rithöfundur og bækur hans seijast vel. Þá hcfur hann gríðarlegar tekjur hjá Barcclona. „1 fyrstu var hringt og sagt að ef ég kæmi mér ekki aftur heim til Englands þá mundi ég lenda í vandræðum. Eg gaf þessu ekki mikinn gaum en síðan hefur þetta færst í aukana. 1 tveimur síöustu tilfellunum var sagt. Ef þú ferð ekki verður þú myrtur. „Eg hef skýrt Terry Venables. lögreglunni frá þessu og málið er í rannsókn. Talað á ensku með spænsk- um hreim. Eg er hins vegar ekkert á því að fara,” sagöi Venables í viðtali við eitt ensku blaðanna. „Þetta hefur raunverulega gert mig ákveðnari í að ná góðum árangri hér. Eg get ekki látiöslík fíflsigra.” Lögreglan tekur hótunina alvar- lega, Venables er fylgt á útileiki — það fylgir stjórastarfinu á Spáni — og hefur margfaldaö gæslu í sambandi við hann til að tryggja öryggi hans. Lögreglan hefur ekki getaö rakið hvaðan símtölin koma. Það er hins vegar grunur margra að þau séu frá Madrid, frá einhverjum stuðnings- manni eða stuðningsmönnum Real Madrid. Gífurlegur rígur er milli stuöningsmanna þessara tveggja stærstu félaga Spánar. Fyrir rúmum þremur ártun hafði Barcelona forustu í 1. deild þegar mið- herja liðsins, spánska landsliðsmann- inum Quini, var rænt. Fannst ekki fyrr en eftir nokkrar vikur, heill á húfi en Barcelona varð af meistaratitlinum. Þá fékk danski leikmaðurinn Alan Simonsen, sem þá var hjá Barcelona, einnig morðhótanir. Barcelona hefur nú góðan mögu- leika á að vinna spánska meistaratitil- inn í fyrsta skipti í 10 ár undir stjórn Terry Venables. Hins vegar er hörmu- legt til þess að vita að slíkt geti átt sér stað í íþróttum eins og raunin hefur orðið á Spáni, moröhótanir og brott- nám. hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.