Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Qupperneq 43
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
43
Fremur lítið farangursrými fyrir aftan aftursæti. Hér komst hjólastáll ekki
fyrir.
Fótarými íminna lagi aftur i. Loftar undir læri.
Hér eru fimm dyr og niðurfellanlegt aftursæti hálft eða allt.
16 sm undir lægsta punkt.
Fislétt stýri
Það næsta sem gleður á Subaru
Justy er stýrið. Alveg lauflétt
tannstangarstýri og bíllinn leggur
mjög vel á, í báöar áttir undir níu
metrum í beygjuþvermál, samkvæmt
minni mælingu.
Fyrir minn smekk hefði stýrið mátt
vera sneggra, minna doblað, því að
þetta eru tæpir f jórir hringir á stýris-
hjólinu, borð í borð.
En jafnvel tíræð langamma gæti
snúið þessu stýri og ungar stúlkur
þurfa ekki í vaxtarrækt til þess að geta
svift þessum bíl út og inn í stæði létti-
lega.
Stjórntæki liggja ágætlega við en það
þarf aðeins að venja sig við þau því aö
þetta eru rofar í tveimur lóðréttum
röðum, sín hvorum megin við mælana,
20 sm undir lægsta punkt á kviðnum (púst).
og hefur hver rofi aðeins eitt hlutverk:
sérstakur rofi til þess eins að slökkva á
þurrkum, næsti rofi fyrir ofan
eingöngu letingi í gang, þar næsti
hægur hraði og sá fjóröi hröð þurrkun.
Fyrir bragöið taka þessir rofar
nokkurt rými og rofar fyrir, afturrúöu-
hita og þurrkur verða að vera neðar á
mælaborðinu þar sem ekki er eins
auövelt að ná til þeirra.
Framsætin finnst mér full flöt og
maður finnur til dæmis vel að sætin á
stærri Subarunum veita betri stuðning
til hliða og að baki en á þessum litla.
En það er nóg fótarými frammi í
Justy og olnbogarými.
Lágt til lofts en vítt til
veggja
Justy er teppalagður og vistlegur.
Vasar fyrir smádót eru í vinstri hurð,
milli .framsæta og svo hanskahólf
hægra megin en af einhverjum dular-
fullum ástæðum er ekki vasi i hægri
hurð, heldur ber málmur efst og neðst
á hurðinni innanverðri. Stingur dálitið
í stúf. Ojapanskt.
Justy er 1,39 m hár. Það gefur því
augaleið að það er ekki hátt til lofts
inni í bílnum og í aftursæti er rými
fyrir hnén takmarkaö ef framsætum er
rennt alla leið aftur. Menn sitja það
lágt í bílnum aö stuðning skortir undir
læri og sé meðalstór maður í framsæti
og renni því aftur í þá stöðu sem nægir
honum nema hné meðalstórs aftur-
sætisfarþega nánast viö bak
framsætis.
En breiddin í bílnum nýtist vel því að
hjólaskálar stela ekki rými úr aftur-
sæti og því drjúgt set fyrir börn og
unglinga aftur í miðað við stærð
bílsins.
' Aftursæti má fella niður í heilu eða
hálfu lagi, en farangursrými er lítið
fyrir aftan það, líkt og í fleiri bílum í
þessum flokki. Hægt er að fá Justy
með fimm dyrum.
Eg sagöi áöan að tiræð langamma
gæti snúið stýrinu á Justy. En jafnvel
þótt hún væri komin yfir tirætt gæti
hún sett í fjórhjóladrifiö þvi aö aðeins
þarf að styöja fingri laust á takka á
gírstangarhnúðnum og hókus pókus:
raftæknin sér um að skella drifi á
afturhjólin.
Kemst furðu langt — með
lagi
Ég átti ekki von á miklu þegar ég fór
aö aka þessum bíl um torleiði en hann
kom mér á óvart. Krafturinn í vélinni
fer langt með að vinna upp þann ókost
að hafa ekki sérstaklega lágan neðsta
gír og vegna þess hve bíllinn er stuttur
var oft hægt aö smeygja honum um
óslétt land og yfir ávala hryggi og
þúfur.
En það þarf lagni og útsjónarsemi til
þess aö aka i torfærum án þess aö
skemma hann að neðanverðu. En það
var sem sagt hægt að skutlast á
þessum bil á sumardekkjunum upp á
Ulfarsfell í snjónum og ég varð undr-
andi þegar hægt var að læða honum
yfir ávöl börð, þar sem langir jeppar
setjast á kviö. En stundum verður að
halda fullmiklum hraða vegna þess, að
fyrsti gírinn er ekkert ,,spes”-lágur.
Það eru 16 sm undir lægsta punkt, sem
er hlíf undir vélarpönnu og gír-
skiptingu. 16 sm eru undir lægsta
viökvæma punkt, púströr, og 17 sm
undir gírkassa. 20 sm eru undir pústið
undir miöjum kvið, og sömuleiöis
undirdrif aðaftan.
Það gafst ekki færi á að reyna Justy í
vatni. Kveikjan liggur að vísu hátt en
er beint aftan við kæliviftu. Kertin eru
á framhlið vélar og riðstraumsrafall
frekar neðarlega hægra megin við vél.
En það er gott að komast að flestu.
Niðurstaða:
Kvikur en lágur til klofsins.
Skemmtilegur, sparneytinn, lipur og
snaggaralegur smábíll, sem gefur kost
á fjórhjóladrifi sem nægir í flestum
þeim tilfellum, þar sem skiptir sköpum
að hafa drif á ölium: í hálku og minni-
háttar torleiði.
Verðið er aðeins fáum tugum
þúsunda hærra en á algerlega sam-
bærilegum bíl með drif aðeins að
framan. Virðist ekki eins mikið ætl-
aður til torfæruaksturs og aðrir fjór-
hjóladrifsbílar í þessum verðflokki, en
er þeim mun meira búinn kostum
„venjulegs” bíls. Nú bíður maður
spenntur eftir næstu landvinningum
fjórhjóladrifsins, niður í lægstu
verðflokka. Kannski fjórhjóladrifs-
Trabant eða Skoda?
■
MERKJA
MAL!
jyrir
ptjbraghsv'ómr
ágólfogveggi
WMmtMMMMMMMMMMMMm
r ..-
DLW er vestur-þýskt gæöamerki á
góif- og veggdúkum. VMJ hefurá boðstólum
margar gerðir af þessum vönduðu gólfdúkum,
t.d. Royal-dúka fyrir stigaganga,
vinnustaði, og þar sem mikið mæðir á.
Vinyl-dúka ætlaða á baðherbergi, eldhús og
ganga á heimilum, og síðast en ekki síst
Linoleum-dúka, sem henta næstum
hvar sem er, á heimilum eða vinnustöðum.
Fjölmargir litir í boði.
DELTEX er tákn fyrir úrvals alullarteppi,
níðsterk og áferðarfalleg.
Auk þess býður VMJ hin vinsælu
Berber-teppi í mörgum litum.
Thomsit
THOMSIT er vestur-þýskt dótturfyrirtæki
HENKEL, sem þekkt er af góðu hér heima.
THOMSIT sérhæfir sig í framleiðslu margra
límtegunda, grunna og á sparsli.
Thompson
THOMPSON á, eins og THOMSIT,
ættir að rekja til HENKEL, og leggur áherslu
á gerð sérstaklega áhrifaríkra hreinsiefna
og bóna. THOMSIT og THOMPSON hafa
verið leiðandi merki í um 100 ár.
, er merkið okkar, það er
samnefnari fyrir góðar vörur, ekki aðeins
veggfóður, málningu og járnvörur.
Við bjóðum örugga og góða þjónustu byggða
á langri reynslu.
VECCFÓÐRARINN - MÁLNINC & JÁRNVÖRUR'
Síðumúia 4, símar 687171 og 687272 .