Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Side 46
46
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
SIDNEY
SHELDON
í TVÍSÝNUM
LEIK
2. bíiKÍj
„AHSrEROF'HJÍÍrtME"
SIDNEY SHELDON
í TVÍ-
SÝNUM LEIK
„Master of the Game” nefnir Sidney
Sheldon þessa óhemju vinsælu sögu
sína á frummálinu. Hún var næstum
heilt ár á metsölubókalista „The New
Vork Times” og komst í efsta sæti á 8
öðrum metsölubókalistum þekktra
blaða og tímarita í Bandarikjunum.
Myndböndin meö „Master of the
Game” voru í efsta sæti vinsældalist-
ans hjá 19 stærstu myndbandaleigum á
Islandi sumariö 1984.
Fyrra bindi verksins, sem í íslenskri
þýðingu Hersteins Pálssonar nefnist „í
tvísýnum leik”, kom út í fyrra hjá
Bókaforlagi Odds Björnssonar, sem nú
sendir frá sér síðara bindið. Afram er
rakin þessi ævintýralega saga um
þrjár kynslóðir kvenna, metnaö
þeirra, baráttu og ástir. Sögusviðiö er
Suður-Afríka, Bretland og Bandaríkin.
Auður og völd eru helsta keppikefli
sögupersónanna sem þurfa að hjúpa
feril sinn ieyndarmálum og yfirhylm-
ingum, enda allt í húfi.
Sidney Sheldon er nú vinsælasti
sagnahöfundur Bandarikjanna og sá
sem flestar metsölubækurnar hefur
skrifað. Með ritverkinu „Master of the
Game”: I tvísýnum leik, hefur hann
náð meiri útbreiðslu en dæmi er um
fyrr.
Bindin tvö eru samtals 464 bls. og
kosta hvort um sig kr. 698,00.
UMBERTO ECO
NAFN RÓS-
arinnar
Ut er komin hjá bókaforlaginu Svart
á hvítu skáldsagan Nafn rósarinnar
eftir Umberto Eco. Þessi bók segir æsi-
spennandi sögu sem gerist á Italíu á 14.
öld. Oleystar morðgátur hrannast upp
og fléttast öðrum sögulegum atburðum
af mikilli kúnst. Söguhetjurnar eiga
við næstum ómannleg vélabrögð og
fláttskap að stríða og spennan eykst
allt fram til hins ægilega lokauppgjörs.
Frá því að bókin kom fyrst út 1980
hefur hún fengið metsölu bæði austan
hafs og vestan. Milljónir manna hafa
heillast af þessu stórbrotna verki og
gleymt bæöi stað og stund. Thor -
Vilhjálmsson þýðir bókina úr frum-
málinu, ítölsku, af mikilli trúmennsku
og magnaðri orðsnilld. Bókin er 500
bls., prentuð hjá prentstofu Guðjóns O.
og bundin hjá Bókfelli.
AKUREYRI
— blóm-
legur bær
í norðri
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyri gefur nú út í samvinnu við
Iceland Review, nýja og glæsilega
Akureyrarbók: Akureyri —
Blómlegur bær i norðri.
Textann ritar Tómas Ingi Olrich en
Svisslendingurinn Max Smid birtir
fjölda nýrra litljósmynda sem hann
hefur tekið undanfarin ár. Tómas Ingi
Olrich hefur verið menntaskóla-
kennari og konrektor á Akureyri um
árabil en er nú ritstjóri „Islendings” á
Akureyri og formaður Skógræktar-
félags Eyfirðinga. Max Smid er víð-
kunnur fyrir listrænar Islandsmyndir
sínar sem hafa birst víða, auk þess
sem hann hefur sýnt þær, stækkaðar,
opinberlega.
Kaflar bókarinnar heita: Ung þjóö i
ungu landi, Líf í rósemi og rótfestu,
Velsæld byggð á verzlun og iönaði og
Blómleg bú í gjöfulu héraði. Textiiin er
greinargóð heimild í knöppu formi um
fólk og umhverfi í höfuðstað
Norðurlands. Þar er ágrip af sögu
staöarins, lýsing á efnahagslegum og
félagslegum forsendum, fróöleikur um
mannvirki og vistkerfi.
Bók þessi bætir úr brýnni þörf því
fyrri Akureyrarbók Bókaforlagsins,
„Akureyri og norðrið fagra”, hefur
verið uppseld um nokkurt skeið.
Höfundar nýju bókarinnar eru
framúrskarandi, hvor á sínu sviði,
enda afraksturinn listaverk sem fara
mun viða því bókin er samtímis gefin
út á ensku. 96 bls. Verð kr. 988,00.
AKUkfclYkl
HALLDÓR LAXNESS
OG ÁR9N LÍÐA
Og árin líða er safn greina, erinda og
bréfa Halldórs Laxness frá liönum
árum.
Efni bókarinnar er fjölbreytt en
flestar greinarnar fjalla um bók-
menntir, kirkjusögu og þjóðemismál.
Kaþólsk viðhorf, vamarrit Halldórs
fyrir kaþólsku kirkjuna, eru lengsta
grein bókarinnar, rituð 1925. Einnig
eru greinar og bréf er varða skáldið
sjálft, t.d. svar hans til ritstjóra
Svenska Dagbladet varðandi nóbels-
verðlaunaféð og Ferðabækling frá
Rúmeníu 1960. Af öðru efni má nefna
langt viðtal Ingólfs Margeirssonar við
Halldór um Ragnar Jónsson bókaút-
gefanda sem birtist i bókinni Ragnar í
Smára 1982.
HANNA-
SÖGUR
EFTIR
EINAR J. GÍSLASON
OG SIGMUND
Einar J. Gíslason, forstööumaður
Fíladelfíusafnaðarins, hefur ritað
minningarbrot úr bernsku sinni og
kallar þau „Hannasögur”.
Sögusviðið er sjávarþorpið og
sveitin, fjaran og fjöllin á árunummilli
stríöa. Margt ber við og lesandinn er
leiddur inn í skemmtilega veröld f jör-
mikils stráks sem sífellt er að lenda í
ævintýrum.
Þrátt fyrir græskulaust gaman og
kátínu sem er yfirbragð margra
sagnanna, er alvara lífsins aldrei langt
undan. Lífsbaráttan er hörð og bland-
ast viö leiki barna og ungiinga.
Sigmund Jóhannsson teiknari og
uppfinningamaður hefur myndskreytt
bókina og bregst honum ekki teikni-
kúnstin fremur en endranær. Teikning-
ar Sigmunds tjá listave) kímnina og
lífsgleðina sem gengur eins og rauður
þráður gegnum sögumar.
„Hannasögur” eru tuttugu og f jórar
talsins, bókin er 56 bls. í stóru broti.
Hún er prentuð í Prentstofu G. Bene-
diktssonar og bundin í Arnarbergi.
Utgefandi er Fíladelfía-Forlag, Há-
túni 12,105 Reykjavík.
MICHAEL ENDE
SAGAN
ENDALAUSA
Ut er komin hjá Isafoldarprent-
smiðju hf. unglingabókin Sagan enda-
Iausa eftir Michael Ende í þýðingu Jór-
unnar Sigurðardóttur.
Sagan endalausa segir frá Bastían
Balthasar Búx sem er feitur og ólán-
legur strákur. Hann stelur bók og felur
sig til þess að lesa hana. Smám saman
verður hann þátttakandi í atburða-
rásinni, lifir og hrærist með íbúum
Hugarheima.
Furðuverur Hugarheima eru i hættu
og öll þeirra tilvera nema einhver
komi úr Mannheimum þeim til frels-
unar. Það gerir Bastían og finnur einn-
ig sjálfur hamingjuna. Sagan enda-
lausa hefur verið metsölubók viöa um
heim og kvikmynd hefur verið gerð
eftir fyrri hluta bókarinnar. Bókin er
400 bls.
MARY STEWART
LEYNDAR-
MÁLIÐ
Iöunn hefur sent frá sér nýja bók,
Leyndarmálið, eftir ástarsagnahöf-
undinn Mary Stewart.
A kápubaki bókarinnar segir m.a.:
„Leyndarmálið fjallar um Bryony
Ashley sem snýr heim úr löngu ferða-
lagi þegar faðir hennar deyr. Þegar
heim kemur fréttir hún að ættaróðal
fjöiskyldunnar muni falla í hendur
Emory frænda hennar... ogaðfráfall
föður hennar hafi borið aö með undar-
iegum hætti. Bryony er gædd skyggni-
gáfu og svo er einnig um annan aðila í
Ashley f jölskyldunni, þótt ekki viti hún
hver sá er — hún veit það eitt að
stundum fyllist næmur hugur hennar
rómantískum hugsunum og hún finnur
nálægð væntanlegs elskhuga þótt
enginn virðist nærri. ”
Leyndarmálið er níunda bók Mary
Stewart sem út kemur á íslensku enda
hefur hún fyrir löngu eignast f jölmenn-
an aðdáendahóp hér sem í öðrum
löndum. Og nú heldur hún enn áfram
að skemmta sínum stóra lesendahópi
meö þessari meistaralegu og róman-
tísku fléttu.
Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.
Kápa er hönnuð í Auglýsingastofunni
Octavo. Oddi hf. prentaði.
ÆVINTÝRA-
LEGT
SUMAR |
Bókin „Ævintýralegt sumar” er
sjálfstætt framhald bókarinnar
„Sveitastrákur—Borgarbarn” sem
Fíiadelfía-Forlag gaf út.
I „Ævintýralegu sumri” segir frá
Mark sem er aö komast á unglingsár.
Hann hefur aðlagast sveitalífinu eftir |
flutning úr stórborg. Fjölskylda hans
býr við krappari kjör en áður vegna
þess að faðir Marks missti atvinnuna.
Hann verður nú að vinna hörðum
höndum við að sjá heimilinu farborða.
Mark tekur einnig sinn þátt í lífsbar-
áttunni, honum er gefinn kálfur sem
hann á að annast. Hann lærir að aka
dráttarvél og svo hjálpar hann
skrýtnum einsetukarli sem á óteljandi
hænsni.
Mark lendir í dæmigerðum
erfiðleikum unglinga, hann óttast að
eiga ekki hylli skólafélaga sinna og
reynir að vinna álit þeirra.
Bókin er myndskreytt af Carl
Hauge. Hún er 128 bls. Prentun
annaöist Prentstofa G. Benediktssonar
og bókband Amarberg.
Matthías Ægisson þýddi bókina.
Ævintýríileöt
sumar
AUÐUR HARALDS
NÝ BÓK
UM ELÍAS
Komin er út hjá Iðunni ný bók um
Elías, fyrirmynd annarra barna í góð-
um siðum (eöa hitt þó heldur!), eftir
Auði Haralds. Nefnist hún Elías í
Kanada. Eins og allir muna kom Eiias
fram í barnatíma sjónvarpsins (leik-
inn af Sigurði Sigurjónssyni) og vann
hylli áhorfenda meö kostulegum uppá-
tækjumsínum.
Þegar við skildum við Elías í bókinni
um hann í fyrra var hann á förum til
Kanada ásamt foreldrum sínum. I
þessari bók eru þau komin til Kanada
og það finnst Elíasi raunar alveg
merkilegt eins og pabbi hans var seig-
ur við aö lenda i vandræðum á leiöinni.
1 Kanada er engin Magga móða og þar
rikir unaðslegur friöur. Aila vega fyrstu
klukkutímana. Þá sprangar pabbi á
svölunum á nærbuxunum og kynnist
þannig Isabellu frá Rússlandi. Hún er
hákarl, segir pabbi, dulbúinn sem fín
frú. Elías fer í könnunarferö út í skóg.
Þar hittir hann indíánastrák og þeir
skiptast á friðargjöfum. Gjöfin sem
Elías fær er mjög lífleg og pabbi hans
er lengi að ná sér. Þeir vinirnir veiða
lika jólagjafir. Það verður til þess að
Magga móða skrifar bréf sem er svo
æst að það spriklar i umslaginu.
Magga vinnur líka í happdrættinu og
hvað gerir hún við peningana? Kaupir
farseðil til Kanada svo hún geti alið
Elías upp. En uppeldið fer fyrir lítiö
því i Kanada fær Magga undarlegan
sjúkdóm sem er bæði hollur og hress-
andi.
Bókin er prýdd mörgum myndum
eftir Brian Pilkington sem einnig
hannaði kápu.
kinbiK PöLSiw rum
NT SKAIOSAGA £FTW MEISOlUHÖFUNOINN ANN6 MAÍHfcK
ANNE MATHER
UNDIR
FÖLSKU
FLAGGI
Ut er komin hjá Prentveri ný skáld-
saga eftir hina vel þekktu Anne
Mather: Undir fölsku flaggi. Þetta er
ástarsaga með spennuívafi. Höfundur-
inn er orðinn vel þekktur hér á landi og
hefur lengi verið á metsölulistum
erlendis. Bókin er 157 bls. Verð kr.
494,00.