Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 50
50
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984.
Mitterrand:
Ovinsælasti forseti
fimmta lýðveldisins
— en hef ur níu líf eins og köfturinn
Ef marka má skoðanakannanir er
Francois Mitterrand Frakklandsfor-
seti nú óvinsælasti forseti sem rikt
hefur í Frakklandi síðustu 25 ár.
Aðeins 26% aöspurðra kváðust
ánægð með störf forsetans í nýjustu
könnun IFOP stofnunarinnar og
blaösins Le Journal de Dimanche.
Þessir aðilar leita álits rúmlega
þúsund Frakka í lok hvers mánaðar á
forseta landsins. Enginn hinna þriggja
forseta (De Gaulle, Pompidou,
D’Estaing), sem setið hafa að völdum
frá því núverandi stjórnarskrá tók
gildi árið 1959, hefur verið eins
óvinsæll.
Niðurlæging Mitterrands er enn
meiri ef haft er í huga að Giseard
D’Estaing, fyrirrennari hans, fékk
aldrei minna en 35 prósent í sömu
könnun er hann sat á valdastóli.
Könnun IFOP og JDD tók tU 2017
kjósenda sem skiptust í réttu hlutfalli
hvað varðaöi kyn, stétt, aldur og
búsetu.
Mitterrand tapaöi fimm prósentum
miöaö við októberkönnunina. 26
prósent kváöust ánægð eða frekar
ánægö með forsetann en 57 prósent
óánægð eða mjög óánægð en 17 prósent
höfðu ekki skoöun eða neituðu aö
svara.
Laurent Fabius forsætisráðherra
virðist einnig falla óðum í áUti.
Samkvæmt sömu könnun nýtur hann
góðs eða allgóös álits 29 af hundraöi, 29
prósent voru frekar óánægö eöa mjög
óánægð. 42 prósent létu ekki uppi
skoðun sina.
A það skal minnt að Fabius tók við
embætti forsætisráðherra í sumar af
Pierre Mauroy. Hann er tiltölulega
ungur — 38 ára gamaU — og þykir
ferskari en margur annar póUtikus í
Frakklandi. Samt sem áður má hann
sætta sig við að vinsældimar fari rým-
andi. I október kvaðst 31 af hundraði
vera frekar eða mjög ánægöur en 22 af
hundraði óánægðir.
Ámi Snævarr,
fréttaritari DV
íLyon, skrifar
Stjórnarandstöðuforingjar í
sókn
Skoðanakannanir bentu til þess að
fjórir helstu foringjar stjórnarand-
stöðunnar myndu sigra Mitterrand ef
kosiöyrðinúna.
Raymond Barre, forsætisráðherra
1976—1981 og núverandi þingmaður
Lyon, fékk jákvæða umsögn 47 pró-
senta í margnefndri könnun. (+ 4%
miöað við okt.) Simone VeU, fyrrver-
andi ráöherra og foringi franskra
hægrimanna á Evrópuþinginu, 41
prósent (+2%), Jacques Chirac,
borgarstjóri Parísar og þingmaður,'
36% (+4%) og Valerie Giscard
D’Estaing, fyrmm forseti, 39%
(+1%).
Af hverju?
.^koðanakannanir koma og fara.
Það er ekkert eins niðurlægjandi. ..
fyrir stjómmálamenn eins og að eltast
við duttlunga almenningsáUtsins.”
— Francois Mitterrand í bókinni
„Hér og nú” (J’ai et maintenant,
1980). Er núverandi Frakklandsforseti
festi þessar línur á blað, hálfu ári fyrir
kosningamar vorið 1981, bentu allar
skoðanakannanir til þess að hann, for-
setaefni sósíalista, myndi ekki ná aö
velta Giscard D’Estaing af stóU.
Annað varð uppi á teningnum hinn
tíunda maí 1981 og því má segja aö orð
hans hafi staðist reynsluna.
En hvemig stendur á að hinn sigur-
reifi sósíaUsti hins tíunda dags maí-
mánaöar 1981 er orðinn, nú er kjör-
tímabil hans er hálfnað, óvinsælasti
forseti í sögu landsins?
Því er auðvelt að svara:
Lykilatriði í stefnuskrá forsetaefnis-
ins vorið 1981 var að svara kreppunni
með keynesískum aðferðum: Koma
hjólum efnahagslífsins af stað á ný
meö því að efla kaupmátt almennings,
þjóðnýta fyrirtæki, fjölga ríkisstarfs-
mönnum til að minnka atvinnuleysi.
Þetta taldi Mitterrand sig geta gert án
þess að taka upp verndartoUastefnu,
án þess að loka landamærunum ef svo
má að orði komast.
Frakkland:
Kraftglíma f rjálsu
útvarpsstöðvanna
Frá Friðriki Rafnssyni, fréttaritara DV íParís
Rekstur hinna svoköUuðu frjálsu út-
varpsstöðva er að verða stöðugur
höfuðverkur fyrir frönsk yfirvöld og er
því aUtaf meira og minna í fréttum.
Umræða um frjálsu útvarpsstöðv-
amar tók undir sig heilmikiö stökk nú
nýlega þegar aðalráðiö um útvarps-
mál tók sig tU og setti tímabundiö bann
á útsendingar sex útvarpsstöðva af 22
sem starfræktar eru í París.
Astæðan fyrir banninu var sú að
viðkomandi útvarpsstöðvar voru
famar að senda út með meiri krafti en
leyfUegt er lögum samkvæmt en há-
markið er 500 vött samkvæmt núgild-
andi lögum. Þau voru sögð trufla út-
sendingar annarra og löghlýðnari
stöðva, þar með taldar ríkisrásirnar.
Auk þess voru þær ásakaðar um að
hafa truflað fjarskipti í lofti og þar
meö flugumferð.
Þrátt fyrir bannið héldu útvarps-
stöðvarnar áfram útsendingum og þaö
sem meira var, þær hvöttu tU mót-
mælaaðgeröa laugardaginn fyrir
rúmri viku. Þangað mættu um 100.000
manns sem var langt umfram
björtustu vonir skipuleggjenda mót-
mælanna.
Flestir mótmælenda mættu í því
skyni að „verja” eina vinsælustu
stöðina hér í París sem heitir NRJ. Ut-
varpsstöð þessi hefur gengiö hvað
lengst í því sem nefna mætti kraft-
glímu milli frjálsu stöðvanna hér.
Glíma þessi felst í því að vera með
kraftmeiri sendi en keppinauturinn, ná
þannig tU fleiri hlustenda og þar með í
meiri auglýsingatekjur.
Kapphlaup þetta hófst nefnilega
þegar auglýsingar voru leyföar í
einkaútvarpsstöðvum siöastliöinn
vetur.
Ekki gátu yfirvöld setið aðgerðar-
laus í mótmælaöldu sem þessari og
tveimur dögum síðar, þann 10.
desember, settust fulltrúar yfirvalda
og útvarpsstöðvanna sex aö samninga-
borði til að reyna að afstýra algeru
öngþveiti á FM bylgjunni.