Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Qupperneq 52
52
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984.
RATSJÁRSTÖÐ Á LAIVGANESI? RATSJÁRSTÖÐ Á LANGANESI? RATSJÁRSTÖÐ Á LANGANESI?
HVAÐ FINNST
ÞÓRSHAFNAR-
BÚUM UM RAT-
SJÁRSTÖD?
Nýlega var kynnt skýrsla sem
varnarmáladeild utanríkisráðuneyt-
isins hefur látið gera vegna
hugsanlegra uppsetninga ratsjár-
stöðva á vegum vamarliðsins. Ann-
arri stoðinni er ætlað að vcra á Vest-
fjörðum en hinni á norðaustur homl
landsins, nánar tiltekið Langanesi.
Þar em tveir staðir nefndir, Heiðar-
fjall og Gunnólfsvíkurf jali.
Frá árinu 1952 tö 1969 hafði
varnarliðið eftirlitsstöð á Heiðar-
f jalli en mannvirki vom þá öli flutt í
burtu eða eyðilögð. Þama var á
stundum mikið um að vera og f jöldi
Islendinga og Bandaríkjamanna að
störfum.
Blaðamaður DV sótti Þórshafnar-
búa heim i siðustu viku tU að kynna
sér álit þeirra á fyrirhugaðri
framkvæmd. Máiið er þegar mikið
rætt á Þórshöfn og skoðanir skiptar.
Enginn almennur fundur hefur verið
haldinn ennþá en vamarmáladeUd
hefur í hyggju að standa fyrir slikum
fundi seinna í vetur. I fyrravetur hélt
Ungmcnnafélagið málfund þar sem
rætt var um ratsjárstöðvar. Þetta
var mest í gamni gert en fundurinh
var fjölsóttur og með þriggja
atkvæða mun samþykkt tUlaga um
stuðning við byggingu ratsjár-
stöðvar. t samtölum við fólk kom
fram að flestir töidu að á Þórshöfn
væm álíka margir með og á méti en
meiri andstaða i sveitahreppunum.
Það var sérstaklega áberandi að
mikiliar óánægju gætir með þá leynd
sem hingað tU hefur verið i málinu.
Flestir vilja að heimamenn verði
inntir álits og hafðir með í ráðum.
HeiðarfjaU er rúmlega 400 metra
hátt og liggur vegur upp á það. Hins
vegar er Gunnólfsvíkurf jaU helmingi
hærra og telja heimamenn öil
tormerki á að leggja þangað veg,
auk þess að það sé veðravíti. Það
gæti einnig spUað inn í sem bent var
á að Gunnólfsvíkurfjall er í Norður-
Múlasýsiu en HeiðarfjaU í Norður-
Þingeyjarsýslu. Málið yrði þó aUtaf
nátengt Þórshafnarbúum og sveita-
fólkinu í kring hvort fjalUð sem yrði
vaUð. Samt gæti verið hér sýslurígur
íuppsiglingu.
Texti og myndir Jón Baldvin Halldórsson
ODDVITISAUÐANESHREPPS:
„Á móti heraaðar
brölti yfirleitt”
„Ef þessi framkvæmd kemur hingað
er ljóst að það er gert þvert ofan í vilja
heimamanna,” sagði Agúst Guðröðar-
son, bóndi á Sauðanesi og oddviti
Sauðaneshrepps. Hann sagði að fjögur
atriði undirstrikuðu það. I fyrsta lagi
samþykkt hreppsnefndar Sauðanes-
hrepps gegn ratsjárstöðinni, svo og
mótmæli frá almennum sveitarfundi í
Svalbarðshreppi og samþykkt friðar-
göngunnar 7. júlí. I henni voru 200
manns, samkvæmt talningu lög-
reglunnar. Göngunni hafði fyrst og
fremst verið stefnt gegn hernaðarupp-
byggingu á Norðausturlandi. Loks í
fjórða lagi væri ljóst að rannsóknar-
mennirnir sem komu í haust til að
athuga aöstæöur hefðu enga aðstoö
fengið frá heimamönnum. Þeir hefðu
t.d. reynt að fá gröfu á staðnum en
hana hefði þurft að sækja til Húsa-
víkur. Enginn heimamaöur hefði
viljað vinna fyrir þá.
Agúst bætti því við að hann væri
sannfæröur um að á sameiginlegum
fundi fólks úr Þórshafnar-, Svalbarðs-
og Sauðaneshreppi yröi meirihluti and-
vígur ratsjárstöðinni.
„Eg er á móti hernaöarbrölti yfir-
leitt,” sagði Agúst. „Auðvitað er þetta
fyrst og fremst herstöð. Hver borgar
og hver rekur? Hvað dettur mönnum í
hug? Það er ljóst að hagsmunir
varnarliðsins verða þama númer eitt.
Ef Islendingar ætluðu sér og vildu, þá
gætu þeir byggt upp radartæki og flug-
leiöbeiningatæki sjálfir. Þau yrðu ekki
„Stöðin hlýtur að gera okkur að
skotmarki," segir Ágúst Guðröðar-
son, oddviti Sauðaneshrepps.
byggð eingöngu til aö miða á haf út.
Flugumferð okkar er að mestu yfir
landinu og þessi stöð snýr baki í hana
að verulegu leyti. Annars er ég ekki
sérfróður um ratsjárstöðvar. Hins
vegar hef ég heilbrigða skynsemi og
það er bamaskapur að halda annað en
að þetta sé herstöð. ”
Agúst taldi ljóst að ratsjárstöðin
myndi skapa meiri árásarhættu. „Ef
til átaka kemur hlýtur að verða það
fyrsta að blinda óvininn, eyðileggja
ratsjár- og fjarskiptakerfi hans ef það
er hægt. Stöðin hlýtur að gera okkur að
skotmarki.”
Fram að þessu hefur varnarmála-
deild utanríkisráðuneytisins ekki haft
samband við heimamenn varðandi rat-
sjárstöðvarmálið. Agúst sagði um
það: „Það er vitað að málið er ekki
vinsælt og þá er reynt að lauma þessu
svona áfram. Við viljum fá f ullkomnar
upplýsingar um þetta og láta síðan
ekki setja þetta hér niður ef fólk
reynist á móti stöðinni eftir þessa upp-
lýsingamiðlun. Ef það vill þetta
sættum við okkur við það, enda
lýðræðishefð okkar þannig að meiri-
hlutinnfáiaðráða.”
Uppbygging ratsjárstöðvar á Langa-
nesi hefði ótvírætt í för með sér
einhverja vinnu fyrir íbúa sveitar-
félaga í nágrenninu. Ágúst sagði: „Við
teljum að þessi timabundna atvinna
gæti verið mjög tvíeggjuð. Þá er van-
rækt sú uppbygging sem þegar er í
gangi og jafnvel kastað frá sér því sem
komiö er. Stöðin hefur heldur engin at-
vinnutækifæri í för með sér í framtíð-
inni. Það er líka mjög hæpið ef við
ætlum að draga Islendinga inn í
reksturinn. Við höfum hrósað okkur af
því að vera herlaust land. Þetta er
fyrstivísiraðher.”
Skagamenn skoruðu mörkin.
Saga knattspymunnar á Akranesi.
Stórkostleg bók um frægasta
knattspyrnuliö íslands.
Borgfirzk blanda 8. Safnað
hefur Bragi Þórðarson.
Þjóðlífs- og persónuþættir. Syrpa
af gamanmálum. Þetta er lokabindi
bókaflokksins.
NYJAR BÆKUR
Ephraim Kishon
Hvunndags
Hvunndagsspaug, eftir háðfugl-
inn Ephraim Kishon.
Kímnisögur úr daglega lífinu. Bók
sem kitlar hláturtaugarnar.
HUGLÆKNIRINN
OG SJÁANDINN
Sigurrós Jóhaimsdóttir
Frásagnir af dtisýnum Og l.vkningaforli
Huglæknirinn og sjáandinn,
Sigurrós Jóhannsdóttir.
Þórarinn Elfs Jónsson skráði.
Frásagnir af lækningaferli,
draumum og dulskynjunum.
Srfinbjórtt fíeimetnsson
allsherjargoði
HEiÐlN
KVAOAfíÚS
Heiðin. Kvæðabók eftir Svein-
björn Beinleinsson allsherjargoða,
sem er einn af okkar mestu rím-
snillingum.
/\ <>////>> (tj }j<>lhtíii
Komið af fjöllum. Ljóðabók eftir
Sigrfði Beinteinsdóttur.
Ljóö sem birta næman skilning
höfundar á umhverfi og samtfö.
HEITAR ÁSTIR OG RÓMANTÍK
SPENNUSÖGUR
NEÍTA MUSKETÍÍt
Sigur ástarinnar, eftir Bodil
Forsberg.
Spennandí bók um ást og afbrýði.
Forboðin ást, eftir Nettu Muskett
Hrifandi ástarsaga um unga
elskendur.
Ást og hatur, eftir Erling Poulsen.
Saga um ástir og dularfulla atburði.
Flóttinn með gullið, eftir Asbjörn
Öksendal.
Sönn, lifandi lýsing frá hildarleikn-
umi Noregi.
ERUNO POULSEN
>u-------,
iumar
AST OG HATUR
í gildru á Grænlandsjökli, eftir
Duncan Kyle.
Hrollköld og ógnvekjandi spennu-
bók.
Launráð f leyniþjónustu, eftir
Gavin Lyall.
Æsispennandi og mögnuð njósna-
saga.
DUNCAN
KYLE
ÍGILDRU
Á GRÆNLANDSJÖKLI
GÓÐAR BÆKUR FRÁ HÖRPUÚTGÁFUNNI
HÖRPUÚTGÁFAN
Akranesi - sími 93-2840