Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Side 55
DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984.
55
ATSJÁRSTÖÐ Á LANGAIVÍESI? RATSJÁRSTÖÐ Á LANGANESI? RATSJÁRSTÖÐ Á LANGANESI?
Jón Gunnþórsson, verkstjóri hjá
Vegagerðinni: Eg er með ratsjár-
stöðinni, skýlaust. Til dæmis
vegna öryggis flugvéla. Svo kæri
ég mig ekkert um Rússa upp í land-
steinana. Þaö er lika ekkert vafa-
mál að stöðin hefur mikla þýðingu
fyrir Þórshöfn. Hún hefur í för með
sér aukna breidd í atvinnulífinu.
Pálmi Ólafsson skólastjóri:Eg er
andvígur herstöö. Hinsvegar er ég
hlynntur því að Islendingar stofni
eigin her og annist varnir sínar á
friðartímum í samvinnu viö vest-
rænar þjóöir. Til dæmis ættu þeir
að geta haldið njósnurum utan
landhelginnar og hryöjuverka-
mönnum af landinu. Þaö þyrfti
enga Bandaríkjamenn til þess.
Kolbrún Jörgensen, af-
greiðslumaður í Söluskála Esso:
Mér líst bara vel á að fá ratsjár-
stöðina. Það er vöm í því að hafa
hana. Við erum hér svo afskipt og
langt í burtu frá öllu. Eg býst líka
viö aö vinna aukist aðeins við
þetta. Mér er alveg sama hvort
þama verða íslendingar eða út-
lendingar.
Þorbjörg Þorfinnsdóttir húsmóðir:
Ég er alls ekkert frekar meðmælt
ratsjárstöðinni. Yfirleitt eiga her-
stöðvar engan rétt á sér og trúlega
myndi ég þá segja nei í atkvæða-
greiðslu um hvort ætti að byggja
slíka stöö hér. Ég lít á þessa stöö
sem herstöð. Hinsvegar veitir ekki
af því að auka öryggi fyrir flug. Ef
ratsjárstöðin gerir það, þá er
þetta jákvættmáL
Jón Jóhanusson, afgreiðslumaður í
Kaupfélagi Langnesinga: Mér líst
vel á þetta. Það er kannski ekki
mikið sem stöðin myndi þýða fyrir
byggðarlagið. Við vitum ekki mikið
um notagildið því flugmálastjóm
hefur ekkert sagt ennþá. Ef þetta
er eingöngu vegna hemaðar, þá
höfum við ekki beinna hagsmuna
að gæta. Ég tel að 60—70% fólks hér
sé fylgjandi því að ratsjárstöðin
verði byggð.
Andrea Björnsdóttir, gjaldkeri
Kaupfélagsins: Eg er út af fyrir
sig algjörlega hlutlaus vegna þess
að viö höfum engar upplýsingar
fengið hvaðá tilgangi þessar rat-
sjárstöðvar eigi að þjóna. Mér
finnst sjálfsagt aö heimafólk fái aö
vita um hvað er að ræöa.
ÁLIT FRYSTI-
HÚSKVENNA
I Hraðfrystihúsi Þórshafnar var á
fullum krafti verið að vinna afla sem
togarinn Rauöinúpur kom meö
þangaö. Til gamans var kannaö við-
horf kvenna við snyrtingu til hugs-
anlegrar ratsjárstöðvar í nágrenninu.
Urtakið var ein röðin í salnum, konur
við 10 borö. Fylgjandi vom 5, 3 á móti
og2óákveðnar.
Ummælin sem fylgdu vom marg-
vísleg. Nokkur þeirra fara hér á eftir:
Eg hef ekkert spekúlerað í þessu. Hér
er ekkert mikið talað um þetta mál.
Það er ekkert talað um hér núna nema
jólabakstur. — Það er ekkert með þær
að gera — Ef þetta þjónar einhverjum
tilgangi þá finnst mér sjálfsagt að
setja stöðina upp. Ef hún er til varna
fyrir landiö. — Þaö er ekkert talað um
nema fisk. Reyna aö drífa þetta af
fyrir jólin. Ég held að það sé mjög'
skipt með andann í fólki gagnvart
þessu. — Ég held að það sé allt í lagi aö
fá ratsjárstöð. Þeir sem vom á
fjallinu þegar stöðin var hérna einu
sinni gerðu okkur ekkert nema gott.
Ég var krakki þá og þeir vom góðir við
börn. Hérna vom þeir mjög lítið áber-
andi. — Fyrir jólin buðu þeir bömum
út á Hliðarf jall, ég man það sem bam.
Þeir sýndu bíó og gáfu okkur sælgæti.
— Mér finnst það bara allt í lagi ef
stöðin veitir atvinnu. Eg man ekki eftir
öðru en fólk væri ánægt þarna í vinnu
og ég held aö það hafi ekki orðið fyrir
neinu ónæði vegna hermanna. Það
voru margir frægir menn sem unnu
þama hjá íslenskum aðalverktökum,
til dæmis Kjartan Jóhannsson. Her-
menn sáust mjög lítið. Þeir fengu
náttúrlega þó að keyra hérna í gegn.
— Mér líst engan veginn á þetta. Eg er á
móti herstöð en efstööin er nauösynleg
fyrir innanlandsflug þá getur maður
ekki annað en samþykkt. — Ef þetta er
ekki herstöð segi ég já, aö því tilskildu
lika að Islendingar sjái um reksturinn.
—Ég vann hjá íslenskum aðal-
verktökum í mötuneyti í þrjá mánuði.
Mér fannst þetta ægilega gaman og
spennandi. Það má segja aö launin
hafi veriö hærri þar en í annarri vinnu.
Maður eyddi ekki neinu.
Gegn ratsjárstöð
Samþykktir hafa verið gerðar og
ályktanir af fólki sem býr í nágrenni
Heiðarfjalls, gegn fyrirhugaðri rat-
sjárstöö. Um 200 manns tóku þátt í
friöargöngu á Langanesi 7. júlí í sumar.
I ályktun sem samþykkt var í lok
hennar segir að það sé ósk göngunnar
að „stjórnvöld láti af öllum hugmynd-
um um Norðausturland í sambandi við
uppsetningu ratsjárstöðva eða ann-
arra mannvirkja sem tengjast hem-
aði.”
Hreppsnefnd Sauðaneshrepps gerði
eftirfarandi samþykkt 16. september
síöastliöinn. „Hreppsnefnd Sauðanes-'
hrepps mótmælir harðlega öllum
áætlunum um byggingu hernaðar-
mannvirkja á Norðausturlandi. Jafn-
framt telur hreppsnefndin að sérhver
ný hernaöarframkvæmd auki á
ófriðarhættu og heppilegra sé til
árangurs að leggja herstöðvar niður
vilji menn stefna að friði. ”
TORFÆRUTRUKKAR
Fimm gerðir af bílum.
Fylgihlutir:
Steypuhrærivél, krani, færiband, kerra
með sturtum og fleiri skemmtileg tæki
sem vinna sín verk þegar þau hafa verið
tengd við bílinn.
Kaupmenn — innkaupastjórar, hafið samband. Heildsölubirgðir.
i|| INGVAR HELGASON HF.
VONARLANDI V/SOGAVEG, SIMI 37710.
Ortakið i skoðanakönnuninni var ein röð, konur við tíu borð, S voru
fylgjandi, 3 á móti og 2 óákveðnar.
Bláskógar OPNA GJAFAVÖRU VERSLUN ~T~ ! i j f
HOLME GAARD OG AÐRAR GÓÐAR GJAFAVÖRUR
e X P % í i t \ t \ . i v -■ f' * f. c ^ x X V. ii'i 1 ' v \J^' \ / ^ y \ 1
10% KYNNINGAR- AFSLÁTTUR TILJÓLA * . > j j I ; 1: | I | j » 1 . . Í 1 Í l i • -gja jt 1 • r w 1 m
HIH Bláskógar Ármúla 8. Sími 68-60-80.