Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Page 66
66 Frá menntamálaráöuneytinu Laus staða Staöa skólameistara Fjölbrautaskólans á Akranesi er hér með auglýst laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Starfið verður veitt frá 1. júní 1985. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 31. janúar 1985. Menntamálaráðuneytið 14. desember 1984. TOCCURHR SAAB UMBOÐIÐ RANGE ROVER ÁRG. 1977. Már, með lítuðu gleri, vökva- stýri. Fallegur bíll. Skipti möguleg á Saab. SUBARU 4x4 STATION ARG 1982, 5 dyra, rauður, beinskiptur, 4ra gíra, með háu og lágu drifi, ekinn 64 þús. km. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúiega markaðstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö eínkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 ViÖ birtum... Y Þaö ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 o ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ DV. MÁNUDAGUR17. DESEMBER1984. Sæta ánamaðkastúlkan — eftir Guðberg Bergsson — KafliúrbókinniHinseginsögur SÆTA ÁNAM AÐK ASTÚLK AN eftir Guðberg Bergsson. Saga þessi er ein þrettán smásagna í bókinni Hinsegin sögur sem F0RLAGIÐ gefur út. Guöberg er óþarfi að kynna, hann hefur fyrir margt löngu getið sér orð sem einn fremsti og frumlegasti rithöfundur okkar. Fyrstu bækur Guðbergs komu út 1961 og síðan hefur hann sent frá sér skáldverk sem ætíð hafa sætt tiðindum í íslenskum bókmenntum. Þá hefur hann með þýðingum sínum gerst mikil- virkasti kynnir og túlkandi spænskra og suður-amerískra bókmennta á Islandi. — Hinsegin sögur tileinkar höfundurinn ástarlífi íslendinga á öll- um sviðum. Sæta ánamaðka- stúlkan Það hefur aldrei nema einu sinni fæðst og þá sem hugmynd, lítil stúlka, þótt það hafi þráfaldlega gerst, og hún var ekki aðeins fögur heldur af- skaplega sæt strax í burðarliðnum. Slíkt er efni í stutta sögu og jafnvel lengri en efni standa til. Og þá er það að meðan þessi sæta stúlka var í vöggu sem vöggubarn þá beygði sig ekki nokkur maður yfir ilmandi sængina hennar, sem hún pissaði aldrei í, án þess að teygja fram vísifingur og kitla hana undir hökuna og segja, vegna þess að fólk er ekkert héralegt viö kornaböm: Oggöbettudæt. En þetta merkir á unglingamáli „ósköp ertu sæt” og þaö segja fullorðnir við feit og pattaralega börn þegar þau fara að skríða. Telpan var varla farin að geta skriöið þegar lýsingum á fegurð henn- ar rigndi yfir hana í fylgd annars hróss og lofgerða. Og þessu voru samfara ótal myndatökur á ljósmyndastofum og á heimilismyndavélina og allir sem áttu vídeó tóku myndir af henni fyrir framtiöina og eilífðina, og hún kom fram í ýmsu ólíku gervi, en alltaf með hlýlegar loðhúfur og í bleyjubuxum sem bunguöu út fagurlega, þó að í svona sætu barni fyndist enginn saur. Og þess vegna voru allir á einu máli að hún ætti að verða flugfreyja og Ronald Reagan ætti bara aö sjá hana, og þess vegna var Lobbu Eylands í Minnisóta send mynd af henni til þess að koma barninu á f ramfæri vestra. En aumingja foreldrarnir áttu eftir að falla í stafi, þegar telpan hætti aö babla og fór að tala; þásagðihún. Mér er hundsama hvort ég er dæt, sæt eöa ljót, ég ætla hreinlega aö pipra. Og meö því hún kunni næstum meö- fædda ensku skrifaði hún Lobbu Ey- lands og vildi endurheimta myndina úr stjörnuheimi Bandarikjanna, sem Lobba gerði en lét fylgja að sér þætti það sárt, telpan væri þegar búin að fá bandarískt tækifæri. Auðvitaö tóku foreldrarnir ekkert mark á telpunni fremur en fólk tekur mark á fögru fólki yfir höfuð, það er talið vera tómt í höfðinu enda vísinda- lega sannað að fegurðin hefur rýmandi áhrif á vitið, og tíðum eyðir hún því algerlega. Þó eru uppi kenningar um að þetta sé áróðursbragð ófríðra og að fegurð og vit fari einmitt saman. Hér verður ekki úr þessu skorið eða neinn dómur lagður á vísindalegar kenningar um vit og fegurð, kannski vegna þess að sá sem skrifar er ekki dómbær á málið enda af millifegurð svonefndri og gersamlega hlutlaus. Sagan heldur samt áfram og segir að móðir telpunnar hafi mælt viö hana á móðurmáli sínu og sagt: Þetta segirðu núna meðan þú getur aðeins gengiö með en verður fljót að skipta um skoðun þegar tognar úr lærunum á þér og þau verða allra yndi og á heimsmælikvarða. Telpan varð aö kyngja þessu ásamt barnamat úr glasi og sagði ekkert (hún gat það ekki fyrir teskeiðinni, fuDri af þroskaf æðu), heldur hugsaði með sér. Um tvítugt ætla ég aö verða prúöasta og sætasta piparjunkan í Reykjavík. Nú ólst stúlkan upp eins og önnur böm, komst gegnum dagheimilin, róluvellina og á legg og síðan leikandi létt gegnum allt skólakerfið, alltaf jafn sæt og vel vaxin, augnayndi sem vakti ótal ástarkenndir en að lokum gífurlegar spumingar um hvemig hneigðir hennar væru og hvort hún ætlaöi virkilega að pipra. Til að vekja enn meiri rugling og hugarrót var hún sífellt á böllum, stundaöi þau eins og örvæntingarfull junka, sem er hryllilega voniaus nema hún hafi eign- ast eigin íbúð; en þessi fór ekkert dult meö það á dansgólfinu, að hún væri pipruð og þaö æsti karlmennina enn þá meir, af því hún var svo fögur að eng- inn trúöi henni. Menn vildu fórna sér fyrir hana eins og karlmenn em að gera fyrir konur og mannkynið og heiminn, til að feta leynt eða ljóst í fót- spor Krists sem var karlmaður og fómaði sér fyrstur karlmanna fyrir alla mannskepnuna í fortið og framtíö. Og til sömu löngunar fundu jafnt lag- legir piltar og myndarlegir og fríðir, en hún kastaöi þeim frá sér, líkt og þeir væru ljótir og ættu engin hljóm- flutningstæki. Þess vegna var það að faðir stúlk- unnar smíðaði snotran, lítinn kistil og fóðraði innan með svörtu flosi og gaf Þær voru önnum kafnar, saumakonurnar á saumastofunni Hlín, sem er i eigu Hilduhf. DV-mynd KAE. Hilda hf. 20 ára: Hyggjumst auka út- flutning um 20 pró- sent á næsta árí Hilda hf. er orðin tvítug og hefur hún við 50 milljóna króna útflutning fyrir landa er um 30 prósent. vaxiö ört á þessum árum. 150 milljóna sjö árum til dæmis. Markaðshlutdeild 91 prósent af framleiðslu Hildu fer f krðna útflutningur á síðasta ári miðað Hildu í útflutningi ullarvara til Vestur- útflutning en aðeins 9 prósent af fram-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.