Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Síða 72
FRÉ1TASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, simi 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn. -
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1984.
LOKI
Einhver heldur greini/ega
aðjólabókaflóðið náieinm-
ig til bankabóka.
Verðahvít jól?:
Éljaveður
næstu daga
Veðurstofan telur of snemmt aö spá
um jóláveörið, en næstu fjóra daga er
gert ráö fyrir suövestlægri átt og élj-
um.
E1 veröa helst á sunnan- og vestan-
veröu landinu. Nokkuð rigndi í gær allt
frá Skaftafellssýslu og austur í Eyja-
f jörð. Gert er ráö fyrir kólnandi veðri
um noröan-og norðaustanvert landiö.
Þó nokkur snjór hefur fallið víöa um
vestanvert landið síðasta sólarhring-
innn JI
Færtum
alltland
Samkvæmt nýjustu fréttum frá
Vegaeftirlitinu er fært um allt land.
Nokkuö hefur snjóað um suövestan-
vert landiö og er því smáhálka þar á
vegum úti. Blankalogn hefur veriö frá
því fyrst byrjaði aö snjóa og hafa því
ekki myndast skaflar. Vegir voru
hreinsaöirígær.
Jeppar og stórir bílar komast Vest-
fjarðahringinn. jl
Eldurí
Brautarholti
Eldur kom upp í einu herbergjanna í
Gistiheimilinu í Brautarholti aðfara-
nótt sunnudagsins. Er slökkviliöiö kom
á staöinn var búiö aö ráöa niöurlögum
eldsins.
Einn maöur var í herberginu. Var
hann aö elda sér mat og kviknaði í út
frá því. Litlar skemmdir urðu vegna
brunans. -FRI
Bílvelta á
Þorláks-
hafnarvegi
Bíll valt á Þorlákshafnarvegi aö-
faranótt sunnudagsins. Aö sögn lög-
reglunnar á Selfossi er taliö aö öku-
maður hafi verið undir áhrifum áfeng-
is. Hann missti bíl sinn út af veginum
meö fyrrgreindum afleiðingum. Öku-
maður, sem var einn í bílnum, mun
hafa skaddast á höföi í veltunni. Bíllinn
ermikiöskemmdur. -FRI
Mikið fyrír Ktið...
jyx
/MIKLIG4RDUR
Hússkemmdustíofsaveðri í Ólafsvík:
TVefr menn hætt komnir
Ofsaveður skall á í nágrenni Ölafs-
víkur á laugardaginn og fauk allt
sem fokiö gat af götum bæjarins.
Töluveröar skemmdir uröu á tveim-
ur húsum og um tíma var óttast um
tvo menn sem ekið höföu frá staön-
um í átt til Grundarf jaröar.
Mennirnir lentu í því aö bíll þeirra
fauk af veginum og fór tvær veltur.
Þeir slösuöust ekki viö óhappið og
tókst aö brjótast í gegnum veðurofs-
ann í eyðibýlið Vík í Eyrarsveit. Þar
f undust þeir svo eftir aö leit var hafrn
aöþeim.
Húsin sem skemmdust voru ann-
ars vegar íbúöarhús og hins vegar
fiskverkunarstöð. Fuku þakplötur af
báöum húsunum og í íbúöarhúsinu
uröu töluverðar vatnsskemmdir.
Enginn mun hafa búiö í því.
„Þaö hrunsaðist allt lauslegt úr
bænum í þessu veðri. Vindhraðinn
mældist 12 stig á Gufuskálum og hef-
ur örugglega farið í 14—15 stig í
verstu hviðunum,” sagöi lögreglan.
-FRI
„V0RU TVEIR MJÖG
GREINILEGIR KIPPIR”
segir Valdís Þorsteinsdóttir í Hrísey um jarðskjálftahrinuna fyrir norðan
„Þaö mældust nokkrir kippir í
morgun, mest um hálftíu, þá var
stærsti kippurinn sem mældist 4,1
stig á Richterskvaröa,” sagöi Ragn-
ar Stefánsson jaröskjálftafræðingur
í viötaliviöDV.I gærmorgunmældust
nokkrir jarðskjálftakippir fyrir
Noröurlandi. „Upptök skjálftans
virðast hafa veriö um þaö bil 10 kíló-
metra norövestur af Flatey á Skjálf-
anda. Skjálftinn fannst nokkuö víöa,
austur um Þingey jarsýslur og vestur
áSkaga.”
Að sögn Ragnars er þetta þekkt
jarðskjálftasvæði, næsta sprungu-
belti vestur af Kópaskersskjálfta-
svæðinu. Mun hafa verið tíðindalítiö
á þessu svæði síöustu ár. Við slíkum
hræringum mætti ævúilega búast,
„en þetta er eðlilegur minniháttar
jaröskjálfti”, sagði Ragnar Stefáns-
son jaröskjálftafræöingur aö lokum.
Kippirnir fundust allvíða á Norður-
landi en hvergi uröu þeir sterkir.
Valdís Þorsteinsdóttir í Hrísey fann
skjálftann greinilega. ,,Ég heyrði
fyrsthvininn og vissi strax hvaö var
á seyöi, enda fundið jarðskjálfta
áöur. Þetta voru tveir kippir, mjög
greinilegir en ekki sterkir. Þaö urðu
engar skemmdir og við höfum ekki
fundið meira fyrir þessu í dag. ”
Hafnfirðingar
íbyssuleik
Riffii var miöaö út um bílglugga að
manni sem var á gangi eftir Reykja-
nesbrautinni. Bíllin ók I burtu. Atburð-
urinn átti sér stað seint í gærkveldi.
Maðurinn sem varð fyrir þessu
kærði atburðinn til lögreglunnar. Bíll-
inn fannst skömmu síðar. Þá kom í Ijós
að tveir ungir hrekkjalómar höfðu ver-
ið að skemmta sér á kostnað Hafnfirð-
inga. Riffillinn fannst í bílnum og
reyndist við rannsókn vera leikfanga-
riffill.
Aö sögn lögreglunnar í Hafnarfirði
er ekki vitað hvort lómarnir verða
kærðir. APH
Innbrot og
skemmdar-
verk í skólum
Skólainnbrot virðast vera orðin
dægrastytting óprúttinna manna um
þessar mundir. Undanfama dagá
hefur veriö brotist inn í nokkra skóla á
Reykjavíkursvæðinu og í suma þeirra
hvaðeftirannað.
Um helgina var brotist inn í Ar-
bæjarskóla. Sprengdu þjófarnir upp
útidyrahurð til að- komast inn í
skólann. Eftir að inn var komið
sprengdu þeir upp fleiri hurðir og
eyðilögðu og urðu skemmdimar
miklar. Þá brutu þeir upp skjalaskáp á
skrif stofu yfirkennara skólans og stálu
þaðan peningum.
Einnig var brotist inn í Verslunar-
skólann. Engu var stolið en þjófarnir
' fengu sér í svanginn í mötuneyti skól-
ans. Er þetta þriðja innbrotið í skólann
i þessum mánuði.
Þá var brotist inn í Breiöholtsskóla i
annað sinn á stuttum tíma. Þaðan var
stolið peningum og mikið skemmt.
I engu tilfellanna hafa veriö hafðar
hendur í hár innbrotsmannanna.
-KÞ.
Um helgina urðu nokkrir árekstrar i borginni og sumir þeirra harðir. Í Stekkjarbakka í Breiðholti varð t.d.
hörkuárekstur i gærkvöldi. Þar rann frambyggð sendibifreið „bitabox" yfir á ranga akrein og beint
framan á aðra bifreið sem kom á móti. Voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir áreksturinn og var annar þeirra
mikið skorinn í andliti.
klp—DV-mynd S.
Hörkuárekstur í
Breiöholtinu