Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Side 3
DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985.
3
Yfirflug-
stjóri
Amarflugs
hættir
Arngrímur Jóhannsson, yfirflug-
stjóri og einn af helstu stofnendum
Amarflugs, hefur sagt starfi sínu
lausu hjá félaginu. Hann lætur af störf-
um í apríl næstkomandi.
Arngrímur mun snúa sér aö rekstri
tveggja fyrirtækja sem hann er hlut-
hafi í, flugskólans Flugtaks og flugfé-
lagsins Air Arctic, sem hyggst starfa á
erlendum leiguflugsmörkuðum. Air
Arctic tók nýlega á leigu Boeing 707
þotu og leigði hana síöan, án áhafna, til
belgísks flugfélags um þriggja mán-
aða skeið.
Amgrímur á sæti í stjórn Amarflugs
sem fulltrúi starfsmanna. -KMU.
Auknar niður-
greiðslur á
raforku til
húshitunar
Iðnaöarráðherra hefur ákveðið að
auka niðurgreiðslur á raforku til hús-
hitunar frá og með 1. janúar 1985.
Er þetta gert í framhaldi af hækkun
á gjaldskrám orkufyrirtækja sem tóku
gildi um sL áramót. Þá hækkuðu t.d.
hitataxtar Rafmagnsveitna ríkisins
um 17% og hefur nú verið ákveðið að
auka niðurgreiðslur um ríflega þá
prósentutölu, eða 19%, til þess að
draga úr áhrifum hækkunarinnar á
upphitunarkostnaði heimila. Verða
niðurgreiðslumar auknar úr 0,53
kr./kwh í 0,63 kr./kwh á aðaltaxta Raf-
magnsveitna ríkisins, Cl, og tilsvar-
andi hjá öörum þeim orkufyrirtækjum
sem niöurgreiðslna njóta.
Með þessum auknu niðurgreiðslum
eru stjórnvöld að leitast við að halda
hækkunum á raforku til upphitunar i
lágmarki.
Á næstu mánuöum mun verða gert
enn aukið átak til aö fá þá sem enn
nota olíu til upphitunar íbúðarhúsnæð-
is til að breyta yfir í raforkuupphitun.
Eru hinar auknu niðurgreiðslur liður í
því.
Þess er fastlega vænst að ekki þurfi
að koma til frekari hækkanir á raf-
orkuverði á þessu ári og mun þannig
halda áfram raungildislækkun raf-
orkuverðstil húshitunar.
Samkvæmt spá Þjóöhagsstofnunar
fyrir árið 1985 stefnir í allt að 30%
raunlækkun rafhitunar í lok þessa árs.
-AG
Helgarskákmót
íKópavogi
28. helgarskákmótiö verður haldið í
Kópavogi um næstu helgi. Mótið
verður sett föstudaginn 11. jan. kl.
16.00 í Menntaskólanum í Kópavogi.
Búist er við mikilli þátttöku og munu
margir af okkar sterkustu skákmönn-
um mæta til leiks.
Minkur í
sjóferð
Bátsverjum á Hjördisi, trillu frá
Sandgerði, brá heldur en ekki í brún á
dögunum þegar þeir voru að koma úr
róðri.
„Það er rotta þama niðri,” sagði
einn þeirra um leið og hann stökk upp
úr lestinni.
Þegar betur var að gáð reyndist
þarna vera minkur. Virðist sem hann
hafi verið með í róðrinum allan
tímann.
Minkurinn slapp upp úr bátnum og
hvarf fljótt sjónum manna.
-KMU/Ó.J./Keflavík.
Tökum flesta notaða bila upp i nýja.
Munið bílasýningar okkar allar helgar kl. 14— 17.
Nú fimm gíra í stað fjögurra áður og auðvitað með háu og lágu drifi að auki.
Eiginlega er SUBARU með tíu gíra áfram og tvo gíra afturábak.
Slaglöng, sjálfstæð gormafjöðrun að aftan í stað flexitora áður. Endurbætt
fjöðrun að framan.
Stærri að ytra og innra máli en áður, óneitanlega fallegri.
Nýtt og fjölbreytt litaúrval.
Hlaðinn allskonar þægindaaukum, svo sem aflstýri, ,,central” hurðalæsing-
um, skuthurð og bensínlok eru opnanleg innanfrá, hæðarstilling á bílstjóra-
sæti, stilling á stuðningi við bakið á bílstjórasæti, rafknúin fjarstýring úti-
spegla, stillanleg stýrishæð, snúningshraðamælir, tölvuklukka og margt
fleira.
Ný vél með reimdrifnum, yfirliggjandi knastásum,
sparneytnari, þýðari og kraftmeiri en gamla vélin.
AKIÐ EKKI ÚT í ÓVISSUNA -
AKIÐ Á SUBARU.
iH
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.