Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Qupperneq 10
10 DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd SOKOLOV MARSKÁLKUR HINN NÝIVARNAR- MÁLARÁÐHERRA SOVÉTRÍKJANNA Sergei L. Sokolov, 73 ára gamall marskálkur og einn af áhrifamestu aöstoöarráðherrunum í varnarmála- ráðuneytinu sovéska, var valinn á dögunum eftirmaöur Dimitri Ustinovs varnarmálaráöherra. Forveri hans lá þá enn á lík- börunum í húsi verkalýöshreyfingar- inneu- (glæsihöll frá 18. öld), enda tæpursólarhringurþáfráþví aöfrá- falL Ustinovs hafói veriö gert kunnugt. Löngu afráðið Tilnefningu Sokolovs bar óvenju- lega brátt aö eftir því sem gengur og gerist í Sovétríkjunum um slik mannaskipti í kjölfar andláts. Venju- lega er beðið, þar til jarðarförin hefur fariö fram. — Fréttaskýr- endur, sem gleggst fylgjast meö því er fram fer aö baki Kremlarmúrum, ieggja þetta út á þann veg, aö valið á Sokolov hafi þegar veriö afráöiö löngu fyrir fráfall Ustinovs. Valið á Sokolov kom heldur engum á óvart. Hann var líklegastur til þessa embættis, ef flokksforystan á annaö borö vildi sækja vamarmála- ráöherrann í raöir foringja Rauöa hersins. Staöa Sokolovs haföi styrkst strax í október þegar fyrstu fréttir tóku aö kvisast út um veikindi Ustinovs. Menn höföu einnig séö teiknin á veggnum, þegar Sokolov var staðgengill vamarmálaráðherr- ans viö hina heföbundnu hersýningu á Rauöa torginu á byltingarafmæl- inu 7. nóvember. Áhrifaminni Raunar hefur fariö fremur lítiö fyrir Sokolov á embættisferli hans, þótt hann hafi allar götur síöan 1967 veriö einn af þrem aðalaðstoðar- ráöhermm í varnarmálaráðu- neytinu. Er ekki vitaö til þess að hann ali á neinum sérstökum um- bótadraumum, og því ekki vænst stórra breytinga við embættistöku hans. Því fer f jarri, aö Sokolov sé neinn bógur á borö viö Ustinov, sem kom úr rööum borgaralegra forkólfa flokks- ins en ekki hemum. Nýtur hann ekki nándar nærri svipaðra áhrifa. Líklegt er, aö hluti af völdum Usti- novs og áhrifum falli á hendur Grigori Romanov, sem á sæti í æðsta ráðinu og ber gagnvart miðstjóminni aðalábyrgöina á víg- búnaðinum og vopnaframleiöslunni. Romanov metnaðarmeiri Romanov heföi veriö sá, sem helst kom til greina, ef flokksforustan heföi valiö mann utan hersins í sæti Ustinovs. Romanov tilheyrir yngri kynslóöinni í vaidaklíkunni og hefur verið einna helst nefndur auk Mikhails Gorbatsjovs sem líklegt leiötogaefni í framtíðinni. I seinni tiðinni er þaö aðallega Gorbatsjov sem getiö er í því sambandi og álitinn líklegasti eftirmaöur Tjernenkos forseta ef Tjernenko félli frá. Raunar þykir þaö hvaö athyglis- veröast viö tilnefningu Sokolovs marskálks (sem er 73 ára) en ekki Romanovs, aö það bendi til þess aö metnaður Romanovs liggi hærra en til vamarmálaráðherrastólsins sem aö líkindum er þá sjálft leiötoga- sætiö. A tvinnuhermaður Sergei Sokolov hefur veriö at- vinnuhermaöur síðan 1932 þegar hann tuttugu og eins árs gamall gekk í Rauða herinn. Hann gegndi her- Sergei L. Sokolov, mar- skálkur og nú varnar- málaráðherra. þjónustu í brynvagnadeildunum og stjórnaöi í heimsstyrjöldinni ýmsum skriödrekasveitum. Meöal annars baröist hann í Karelen í vetrar- stríðinu viö Finna 1939—40. Hann er aö sjálfsögöu félagi i sovéska kommúnistaflokknum (frá því í hreinsununum miklu 1937) og hefur átt sæti í miðstjórninni síðan 1968. Hann hefur hinsvegar ekki gegnt mörgum eða mikilvægum pólitískum stöðum og á til dæmis ekki sæti í æðsta ráðinu. Þar í liggur skýringin á því, að hann nýtur ekki svipað því slíkra áhrifa og forveri hans, Ustinov. Er eftir að koma í ljós hvort hann tekur sæti í æösta ráðinu sem er ekki endilega víst ef verkahringur hans sem ráöherra veröur líkt og flestra annarra ráöherra einungis aö hrinda í framkvæmd ákvöröunum sem framkvæmdaráð miöstjórnar og æösta ráðs hafa tekið. Getnaðarvamar- pillan ekki fyrir yngri en sextán ára var niðurstaða dómstóla í Bretlandi Tíu bama milhstéttarmóöir í Bret- landi hefur um nokkra hríö verið miðdepill mikillar umræöu þar um siðferðishliðina á bameignatak- mörkunum. Hefur hún gert ráöherra ríkisstjórnarinnar klumsa, lækna- stéttina, leiöarahöfunda blaðanna og samtök, sem helga sig fjölskyldu- stæröum og áætlunum þar um. Þessi 37 ára gamla móöir heitir Victoria Gillick, er kaþólskrar trúar og hefur barist fyrir því aö læknum veröi meinað að gefa út lyfseöla á getnaðarvarnarpillur fyrir stúlkur yngri en sextán ára án vitundar eða samþykkis foreldra. Umdeildur úrskurður Á síðustu dögum fyrir jól haföi frú Gillick sigur fyrir áfrýjunarrétti, næstæðsta dómstigi landsins í próf- máii sem kemur yfirvöldum og læknafélaginu breska í nokkum bobba. Með úrskuröi sinum inn- leiddu allir þrír dómendur í raun þaö bann sem móðirin hefur veriö að heimta allar götur frá því 1981. Þaö sem hefur veriö alvanalegt meöal lækna í nær áratug flokkast nú undir lögbrot. Það hefur ekki staöið á viöbrögö- unum. Því er spáð aö mjög munu færast í vöxt þunganir og þá um leið fóstureyðingar. Læknar láta í ljós kviöa fyrir lögsóknum ef þeir skrifi upp á pilluresept og sumir ráöherr- ar stjórnarinnar segja aö þeir vilji skjóta málinu til lávaröadeildar þingsins sem er æösta dómstig til aö hnekkja úrskuröi áfrýjunarréttar- ins. — „Það er einfaldlega í al- mannaþágu að æösti dómstóll lands- ins setji það alveg skýrt niður hvemig túlka beri lögin,” sagði Kenneth Clarkeheilbrigðisráðherra. Strangtrúaður kaþólikki Konan, sem þessu umstangi öllu veldur, hefur aldrei veriö oröuð við stjómmál eöa landsmál af neinu tagi áður. Sem móöir tíu bama hefur hún haft í nógu að snúast inni á heimili sínu í Cambridgeshire um 130 km norður af London. Hún og bóndi hennar, Gordon, eru bæði strangtrú- aöir kaþólikkar og ala börnin upp án sjónvarps eöa nútíma leikfanga sem þeim finnst heyra til hrömandi siö- gæöi nútímans. Victoria Gillick hóf baráttu sina í málinu þegar hún komst aö raun um aö reglugerðir og stefnuvísandi ábendingar veittu lækni frjálsar hendur til þess aö láta einhverja dóttur hennar hafa pilluna án vitn- eskju hennar, móöurinnar. Hún not- aöi sparifé fjölskyldunnar og eins gjafamálsóknarheimild þess opin- Umsjón: Guðmundur Pétursson bera til þess aö höföa mál sem leiddi loks til þessarar niðurstööu fyrir jól- Tvískinnungur Þama varsemsé sett á oddinn tví- skinnungurinn í því aö stúlkum séu látnar í té getnaöarvamir þótt of ungar séu samkvæmt laganna ski?- greiningu til þess aö hafa kynmök. Þetta hefur verið vandræðaleg sið- gæöisspurning sem flestar Iands- stjómir reyna aöleiöa hjá sér. En Victoria hélt því fram aö þessi pilluúthlutun án vitundar foreldra unglingsstúlkna heföi i för meö sér umsvifameira kynlíf unglinga undir lögaldri og aöstoðaöi unglingana í aö fara á bak viö foreldrana sem græfi undan fjölskyldulífinu. ,,Ef mín böm þurfa hjálpar meö eða ráðleggingar eiga þau aö koma til mín með vand- kvæði sín. Ég vil ekki aö þau geti leit- aö til læknis sem eftir fimm minútna hraðsuöuviötal ýtir þeim út aftur meö fulla vasa af getnaöarvarnar- pillum án tillits til fyrri sjúkrasögu viðkomandi einstaklings, líkams- þroska eöa þeirrar siögæðisleiösagn- ar sem foreldrar hennar vilja veita,” segir hún. Kirkjan og Thatcher hlynnt Hún hefur notiö öflugs stuönings í máli sínu. Leiötogar allra kirkju- deilda hafa stutt hennar málflutning og hún segir sjálf aö tvö hundruð þingmenn úr öllum flokkum fylgi henni aö máli. Jafnvel Margaret Thatcher forsætisráöherra er sögö hlynnt hennar málstaö. Og eftir aö undirréttur hafði dæmt henni í óhag söfnuöust 250 þúsund undirskriftir undir kröfur um aö málið yröi tekið upp aftur. Læknar, félagsráögjafar og fjöldi annarra aöila em á gjörsamlega öndverðum meiði. Þeir segja aö ef heimurinn og mannlifiö væri full- komið mundu börn aö vísu leita til foreldra meö vandamál sín en í reyndinni telji margar unglingstúlk- ur sig ekki eiga neinn þann fullorðinn að sem þær geti leitað til meö þess konar vandamál. Af afstöðu sumra ráöherra Thatchers er ljóst að þeir telji reglu- geröir og praxís, eins og verið hefur í gildi síðasta áratuginn, vera í rétta átt. Hugsanlega vaknar hreyfing til þess aö breyta lögunum í þá veru ef sigur Victoriu stendur óhaggaöur eftir frekara málskot til lávarða- deildarinnar. Máliö getur því haldið áfram í deiglunni í tvö eða þrjú ár til viöbótar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.