Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Qupperneq 12
12
DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgroiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf.
. Askriftarverðá mánuði310kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr.
Nýlotaí vaxtastríði
Ný lota er hafin í baráttunni um sparifé landsmanna. I
þetta sinn eru þaö ekki viðskiptabankarnir, sem ríöa á
vaðið með fjölbreyttum freistingum. Það er ríkissjóður,
sem þenur sig á heilli auglýsingaopnu um ferns konar
ávöxtun peninga hjá sjálfu ríkinu.
I rauninni eru þessar auglýsingar eins konar neyðaróp.
Hinar miklu lántökur ríkisins á liðnum árum eru famar
að leiða til ört vaxandi endurgreiðslna á þessum fyrri lán-
um. I ár þarf ríkið til dæmis að endurgreiða 3.800 milljón-
ir í innlendum spariskírteinum.
Ríkið telur sig ekki hafa efni á að missa þessa peninga
úr rekstri sínum. I f járlögum og óafgreiddri lánsf járáætl-
un þessa árs er gert ráð fyrir, að eigendur fjárins taki ný
bréf fyrir hin gömlu að verulegu leyti. 1 því felst auðvitað
töluverð bjartsýni.
I fyrra gerði ríkið líka ráð fyrir að ná peningunum til
baka. 1 því skyni bauð það innleysendum spariskírteina
8% raunvexti fyrir að taka ný bréf. Þrátt fyrir þetta gylli-
boð missti ríkið 500 milljónir úr höndum sér, væntanlega
til þeirra, sem buðu betri vexti.
Þetta sýnir, að ríkissjóður þarf í ár að taka á honum
stóra sínum og yfirbjóða markaðinn með svokölluðum ok-
urvöxtum, ef dæmi hans á að ganga upp. Hann ætlar þar
að auki ekki aðeins að halda í gamla féð, heldur ná í 600
nýjar milljónir í spariskírteinum og ríkisvíxlum.
Þess vegna auglýsir ríkið nú „Lánsöm þjóð” yfir þver-
ar opnur. Þar sem áður var bara réttur dagsins, er nú
kominn heill matseðill. Ætlazt er til, að þeir, sem ekki
falla fyrir einu tilboðanna, sjái sér þó hag í einhverju
hinna. Bara að þeir láni ríkissjóði.
Nú geta lánsfjáreigendur valið um hefðbundin skírteini
með 7% raunvöxtum eða vaxtamiðaskírteini með 6,71%
raunvöxtum, sem verða hærri yfir árið hjá þeim, sem eru-
duglegir við að nota skærin. Eða þá gengistryggð skír-
teini með 9% vöxtum handa þeim, sem vilja spá í gengið.
Ekki er aðeins hugsað um spákaupmenn og skæraeig-
endur, heldur beinist eitt tilboðið að markaði viðskipta-
bankanna. Það eru tiltölulega stutt, 18 mánaða spariskír-
teini með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxtaauka. Með
þeim er ætlunin að ná fé af bankareikningum.
I þessu er eins dauði annars brauð. Bankarnir telja
sig vafalaust hafa skyldum að gegna hjá viðskiptamönn-
um sínum. Þeir munu þrýsta fram kröfum um aukið,
frelsi til að hækka vexti til að ná inn peningum til að seðja
síhungraða skuldunauta þessa lands.
Slagsmálin um takmarkað og hægt vaxandi lánsfé í
landinu eru að verða ofsafengnari, af því að enginn telur
lengur verjandi að auka erlendar skuldir þjóðarinnar.
Þar að auki hafa menn komizt að raun um, að vextir eru
alls ekkert lægri í útlöndum en hér.
Mál þetta kristallar ruglið í stjórnmálunum. Annars
vegar sitja ráðamenn á löngum fundum til að finna leiöir i
til að fá Seðlabankann til að lækka raunvexti. Ábyrgir
menn eru stórhneykslaðir á, að svonefnt vaxtaokur sé að
sliga atvinnulíf og húsbyggjendur.
Á sama tíma á ríkið einskis annars úrkosti í peninga-
vandræðum sínum en að taka af fullum krafti og flenni-
auglýsingum þátt í vaxtauppboðinu. En ríkinu dugar
bara ekki að keppa við bankana um 8—10% vexti, þegar
raunvextir markaðarins í verðtryggðum veðskuldabréf-
um eru 14—18%!
Jónas Kristjánsson.
„Allt of margir lita dagheimilin hornauga. Þau séu geymslustaflir fyrir börn..."
Bregðumst
ekki börnunum
Samf élag okkar hefur breyst mikið
á síðustu áratugum. En oft hefur
hugarfarsbreyting ekki orðið sam-
hliöa breytingum samfélagsins; við
höldum gjama í gamlar kreddur. Og
tel ég viöhorf til uppeldis vera þar
gott dæmi. Breyttar kringumstæður
kalla á breytt viðhorf. Uppeldismál
virðast vera afskaplega viðkvæm
mál aö tala um. Og ef einhver leyfir
sér að impra á þeim er hann oft á
tíðum talinn sjálfsánægður uppal-
andi sem telji sig betri uppalanda en
aðra.
I daglegu tali má heyra á fólki að
uppeldi sé eitthvað sem komi af
sjálfu sér. Það fólk talar eins og að
uppeldi sé einhver meöfæddur eigin-
leiki. Kannski er þaö í „genunum” í
okkur! Við höfum kannski fleiri
meöfædda eiginleika svo sem læknis-
fræðilegar gáfur! Haldin eru
uppeldisnámskeið fyrir hundaeig-
endur en engin uppeldisnámskeið
hafa verið haldin fyrir foreldra
bama.
Gamlar kreddur
Þegar talaö er um jákvæðar breyt-
ingar, sem hafa orðið á fjölskyldum,
talar fólk oft um hversu gott það er
að konur mennti sig og fari út á
vinnumarkaðinn. Þetta sama fólk
talar um neikvæðar breytingar svo
sem að böm verji minni tíma með
foreldrum sínum þar sem báðir eru
útivinnandi. Ennfremur lítur þetta
fólk neikvæðum augum á dagheimili.
Telur það hættulega þróun aö beina
uppeldishlutverkinu í hendur fag-
lærðs fólks dagvistarstofnana og
skóla. Þó er hugarfarsbreytingin al-
mennt komin það langt að fólk viður-
kennir skóla; að innan veggja þeirra
fari fram þroskandi nám sem sið-
menntað samfélag telur æskilegt.
Þar hafa öll börn sama rétt og einnig
er skólaskylda. En þegar talað er um
dagheimili gegnir öðru máli. Gagn-
vart þeim hefur hugarfarsbreyting
ekki orðið; haldið er fast í gamlar
kreddur. Þar tel ég að þjóðfélagið
hafi brugðist börnum sínum sem eru
þó framtíð þjóðarinnar. Margir virð-
ast ekki enn gera sér grein fyrir
þeirri langtíma fjárfestingu sem
börn okkar eru. Hvar er vitið og
þekkingin?
Allt of margir líta dagheimilin
homauga. Þau séu geymslustaöir
fyrir böm þar sem þau læri ef til vill
einhverjar umgengnisreglur og
föndur. Þetta sýnir hversu fávísin er
mikil um það hvað fram fer innan
veggja dagheimilanna. En svona
geta gamlar kreddur verið lífseigar.
Staðreyndin er hins vegar sú að í
ljós hefur komið að miklu máli skipt-
ir á hvaða stigi hugsunar barnið er
þegar það byrjar skólagöngu. Það er
mikilvægt að grunnurinn sé góður.
Rannsóknir hafa sýnt að íþróttir,
hreyfing og leikur hafa mikil áhrif á
hvernig lestrar,- skriftar- og stærð-
fræðikunnátta bama verður. Þess
vegna tel ég mikilvægt að allir sem
Kjallarinn
GUÐRÚN ALDA
HARÐARDÓTTIR
FÓSTRUNEMI
umgangast börn séu meðvitaðir og
hafi þekkingu á mikilvægi hreyfinga,
sköpunar og leik fyrir þroska bams-
ins og vinni markvisst með þessa
þætti. Ekki tel ég þessa þekkingu
meðfædda frekar en læknisfræði.
Barnið — dýrasta
djásnið
Eins og áöur hefur komið fram tel
ég að þjóðfélagið vanræki böm sín;
veiti þeim ekki þann þroskamögu-
leika sem þau þurfa á meðan foreldr-
ar þeirra stunda vinnu í þágu
þjóðfélagsins.
Réttindum til dagheimUisvistar er
Uka misskipt. Börn einstæðra for-
eldra og námsmanna hafa forgang
að dagheimUum og eingöngu börn
einstæðra foreldra að skóladag-
heimUum. HeimiUn eru þaö fá að
sárafá önnur börn fá að njóta vistar
þar. Afleiðingin er að lyklabömum
fjölgar óðum og alast þau aö miklu
leyti upp í sjoppum. Hvemig fer
þjóðfélagið með dýrasta djásnið sitt
— barnið? Emm við þeim verst sem
við unnum mest? Því hvað er
þjóðfélagið annaö en við!
Hvert dagvistarheirmli hefur sín
markmiö og vinnur markvisst að því
aö ná þehn. Þau geta hljómað á eftir-
farandi hátt: ,,I samvinnu við for-
eldra leitumst við við að sérhverju
barni séu gefnir miklir og fjölbreytt-
ir möguleikar til að þroska sem best
tilfinningar sínar og hugsanahæfni.
Við getum á þann hátt lagt grundvöU
að því að barn þroskist sem opinn og
tilfinningasamur einstaklingur sem
hefur hæfUeika tU að skilja og vrnna
með öðrum, sem og getur þekkt sínar
eigin skoðanir og leyst sín vandamál.
Við munum grundvaUa hjá hverju
barni áhuga á að afla sér þekkingar
og nýta hann tU að bæta lífskjör (um-
hverfi) sín og annarra. Einnig að
barniö veröi sem best undir það búið
að mæta breyttum aðstæðum og því
félagslega umhverfi sem það þekkir
og er sifellt að stækka. Við vinnum
með börnunum á jafnréttisgrund-
velh og byggjum mikiö á tóniist,
sköpun, tjáningu og hreyfingu í
starfi okkar til að ná settum
markmiðum.”
TU þess að ná þessum markmiðum
tel ég að börnin þurfi að njóta hand-
leiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldis-
málum.
Dagheimilisbörn
þroskaðri
Gerð hefur verið samantekt á 486
könnunum um áhrif dagheimihsvist-
ar á þroska barna og þar segir:
„Næstum aUar rannsóknir, sem
metið hafa félagsleg og tUfinninga-
leg áhrif dagheimUis á þroska bams-
ins, sýna jákvæðar niðurstööur. Dag-
heimiUsböm eru ekki eins heft, eiga
frekar frumkvæðið, eru forvitin og
eiga auðveldara með að aðlagast
aöstæðum. Þau em sjálfstæðari
gagnvart fullorðnum og eiga
auöveldara með að bjarga sér viö
ýmsar félagslegar aðstæður, en em
háðari öðmm bömum. Það lítur út
fyrir að þau börn sem alast upp
heima þroski með sér strangari
sjálfsaga semgeturveriðheftandi.”
Ég tel það jafnmikil mannréttindi
bams að ganga á dagheimUi og að
ganga í skóla. Það virðist vera sama
hvaða stjómmálaflokkar sitja í
stjórn, of lítiö hefur verið gert fyrú-
bömrn. Að minu mati má ekki lengur
halda áfram á þessari braut. Hér
verður að koma til algjör stefnu-
breyting eða hreinlega byltrng ef
ekki á iUa að fara fyrir IslendUigum
framtíöarinnar.
Guörún Alda Harðardóttir.