Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Side 14
14 DV. FIMMTUDAGUR10. JANÚAR1985. • PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Sól Saloon Sólbaðstofan Laugavegi 99 Sími 22580 Barnavideo og ekta gufubað. Laugavegi 52 Sími 24610 Slendertone grenningar- og vöðvaþjálfunartœki. Frábœrt við slaðbundinni fitu og vöðvabólgu. BÁÐAR BJÓÐA BREIÐA, NÝJA BEKKI Maprofessionel og UWE studio-line Dömur og herrar, verið velkomin. Aður Styrkir til Noregsfarar Stjóm sjóðsins Þjóöhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir um- sóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1985. Samkvsemt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins ,,að auðvelda Islendingum að ferðast til Noregs. I þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, sam- tökum, og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku i mótum, ráðstefnum eða kynnis- ferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin eru til skiptis á Norður- löndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum''. I skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum ftá þeim aðilum, sem uppfylla fram- angreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal tilgreina þá upphæð, sem farið er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjómar sjóðsins, Forsætisráðu- neytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1985. Ný sending af leðurskóm Teg.: 19540 Litir: svartur, hvítur, rauður og blár. SÍ TOPP -»rr»®SKÓRTIíN 'ýG&v' VELTUSUND11 21212 Kr. 890,- Kvenstærðir. Póstsendum. Menning Menning Menning Makalaus byrjun Bach-ársins Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í As- kirkju 6. janúar. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Hljómsveitarsvíta nr. 1 í C-dúr BWV 1066; Kon- sert fyrir fiðlustrengi og continuo í E-dúr BWV 1042; Konsert fyrir sembal, strengi og continuo í d-moll BWV 1052; Brandenborgar- konsert nr. 2 fyrir trompet, flautu, óbó, fiölu, strengi og continuo í F-dúr BWV 1047. Það hefur víst ekki fram hjá neinum farið, sem það á annað borö vill vita, að ár tónlistarinnar í Evrópu er öðrum þræöi Bach-ár. Fyrstu tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á árinu voru helgaðir Bach og er það svo sem ekki í fyrsta sinn að sá ágæti félags- skapur heldur hreina Bach-tónleika. Portrettónleika mundu menn kalla það ef meistarinn væri enn á meðal okkar. Til verka vandað Það voru sem sé hljómsveitarverk frá Cöthenar-árum meistarans þegar hann þurfti ekki aö sinna kirkjumúsík en skáldaöi glatt fyrir hljómsveitina við hirö Leopolds. Fyrst á skránni var forleikurinn, eða hljómsveitarsvítan í C-dúr fyrir tvö óbó, fagott og strengi. Þar kom þaö strax fram sem átti eftir að einkenna þessa tónleika alla. Gegnumstúderuö spilamennska öðlingsverka á háu plani. Slíkur leikur verður ekki til nema fyrir vandaðan undirbúning, góða hæfni og einstakt næmi flytjendanna fyrir hugmyndum og leikmáta hver annars. Yrði langur listi Ég veit varla hvar á helst að bera niður til að geta góðra hluta á tónleik- um þessum, en þar var einungis boöið upp á góöa hluti. Ég nefni skýrt mótaðan leik Rutar og einstaka fyll- ingu í tóni hennar í fiölukornsertinum, — frábæra samstillingu óbóanna í for- leiknum, — einstakan leik meö marg- slungnum rhytmiskum spekúlatíónum í sembalkonsertinum — dunandi sveifluna undir niðri og brillíant hó- tónaspil blásaranna í Öðrum Branden- borgar og gegnumgangandi frábæran samleik strengleikaranna. Hér er Tónlist Eyjólfur Melsted J aðeins tæpt á nokkrum atriöum meira ] af handahófi því ef telja ætti upp alla Ikosti spilamennskunnar hjá Kammer- , sveitinni á þessum tónleikum, þá yrði úrlangurlisti. Ég veit ekki hvernig Bach-árið heföi , getað byrjað betur. EM ÁRID „0PNAД Tónleikar Eddu Erlendsdóttur ó vegum Tónlistarfólagsins í Austurbæjarbíói 5. janúar. Efnisskrá: Felix Mendelssohn-Bartholdy: ■ Lieder ohne Worte, op. 19; Robert Schumann: Sónata í g-moil op. 22; Porkell Sigurbjörnsson: Hans variationer; Karólína Eir/ksdóttir: Eins konar rondo; Claude Debussy: L'lsle Joyeuse; Fródóric Chopin: Polonaise-Fantasie, op. 61. Það kom í hlut Eddu Erlendsdótt- ur, píanóleikara að leika fyrstu tón- leika þess árs sem af Evrópuráðinu hefur verið útnefnt ár tónlistarinnar. Eflaust er það vel meint hjá þeim vísu feðrum í Strassbourg og síst skyldi lasta aö aukið tilstand verði um álfuna alla í kringum blessaða músíkina. En minnugur þess hvemig fór fyrir vesalings Brahms á árinu áttatíu og fjögur — árinu eftir Brahmsárið mikla, áttatíu og þrjú, þá hef ég vissan beyg af öllu tilstand- inu. Ekki þar fyrir að músíkin sjálf stendur það eflaust af sér að henni sé gerður sh'kur greiði sem hægast getur orðið bjamargreiði. Ég óttast hins vegar að hinir og þessir — stjórnmálamenn til að mynda — veiti músíkinni eitthvert mála- myndabrautargengi í tilefni ársins og þykist síðan hafa gert nóg. (Hver man til dæmis ekki eftir „ári fatlaöra”?) Eyjólfur Melsted Það var eins og Eddu stæöi beygur af því að spila fyrir nærri þéttsetinn sal Austurbæjarbiós og í Lieder ohne Worte sýndi hún alls ekki sitt rétta andlit. Hennar sterka vinstri hönd yfirgnæföi á köflum þá hægri svo að úr varð á köflum mikið ósamræmi í leiknum, og þótt vissulega brygði fyrir dágóðum köflum var spilið í heild tætingslegt. En Edda spilaði sig aldeilis upp í Schumann. Þar náði hún jafnvægi aflsins og hennar fína tækni fór að njóta sín. Hún spilaði varíatíonir Þorkels vel, en kannski full þurrlega og geröi emurn of lítiö úr þeirri músikölsku kímni sem í glettnum hendingum Þorkels felst. En þeim mun betri skil gerði hún framlagi Karólínu — og sjálfrar sín — til Alþjóðlegrar tónlistarhátíð- ar kvenna sem haldin var í París í október. Leikur Eddu í Debussy og Chopin var virkilega elegant og ekki síst, þegar hún í lokin gaukaði einum laufléttum mazurka sem aukalagi að ánægðum áheyrendum, sýndi hún hversu ágætur píanisti hún er. Edda Erlendsdóttir „opnaði” þvítónhstar- áriö með aldeilis ágætum konsert í nafni Tónlistarfélagsins. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.