Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Page 40
FRETTASKOTIÐ
(bb) • (75) • (58)
SÍMINN
SÉM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og cireifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fráttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fráttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháö dagblað
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985
Rúmlega sex-
tíu skattsvika-
mál athuguð
Samtals 61 skattsvikainál var tek-
ið til athugunar hjá embætti ríkis-
skattstjóra á síðasta árl Nam úr-
skurður um heildarhækkun opin-
berra gjalda í þessum málum 22,5
milljónumkróna.
Til samanburðar má nefna að mál
sama eðlis, sem afgreidd voru frá
ríkisskattstjóra fyrir árið 1983, voru
33 talsins. Heildarhækkun þeirra
nam 7,7 milljónum króna samkvæmt
úrskuröi.
Að sögn Garðars Valdimarssonar
skattrannsóknarstjóra voru þaö
fyrirtæki sem einkum komu við sögu
í skoðuninni á siðasta ári. Vegur þar
þyngst vangoldinn söluskattur með
álagi. Samkvæmt úrskuröi nemur
heildarhækkun hans 16,2 milljónum
króna. Þar af var einn aðili dæmdur
til að greiöa 9,7 milljónir króna i
hækkun. Þá nemur heildarhækkun á
tekjuskatti 4,4 milljónum króna. I
viöamesta málinu, sem tekiö var
fyrir innan þess ramma, var kveöinn
upp úrskurður um hækkun upp á 2,6
milljónirkróna.
Loks nam heildarhækkun á útsvari
um einni miiljón króna. Afgangur
kom á önnur gjöld, svo sem eignar-
skatt.
Garðar sagöi aö sú fjöigun mála
sem væri milli ára þyrfti ekki aö gefa
til kynna aö skattsvik væru aö færast
í vöxt. Fólki sem ynni aö slíkum mál-
um hefði veríð f jölgað á síðari árum.
Það þýddi að betur gengi að afgreiða
það sem fýrir lægi. Sagði Garðar að
enn stæði til að fjölga starfsfólki,
einkum á skattstofunum, tU að vinna
ímálumafþessutagi. JSS
Vöxtum breytt
ámorgun
Vextir banka og sparisjóða breyt-
ast í nokkrum mæli á morgun.
„Þetta eru aðaUega breytingar á
sérreikningum, innlánum, og ýmis
konar aölögun þar sem munar þó af-
arUtlu frá vöxtunum síðan um ára-
mót,” sagði Bjami Bragi Jónsson,
aðstoöarbankastjóri Seðlabankans, i
morgun.
Seðlabankinn hefur nú ákveðið að
vaxtabreytingar af þessu tagi verði
aðeins geröar þrisvar í mánuði, 1.,
11. og 21. hvers mánaöar. Áður gat
hver stofnun breytt vöxtum með
þriggja daga fyrirvara. HERB
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
25050
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
LOKI
Það þarf ekki einu sinni
að breyta um bréfsefni
Fiugieiðaforstjórans!
Marklaus útboð í
skipasmíðaiðnaði?
—Vantar eðlilegar leikreglur á þessu sviði, segir Skúli
Jónsson hjá vélsmiðjunni Hamri
„Mér finnst vera sérkennilegt að
útgerðarmenn noti ekki þá kosti sem
útboðsmarkaðurinn býður upp á við
skipaviögerðir. Það er min skoðun aö
þessi útboðsmarkaöur sé til hags-
bóta fyrir útgeröina og útgerðar-
menn eigi að stuðla aö þvi að hann
þróist með eðlilegum hætti,” sagði
Skúli Jónsson hjá Vélsmiðjunni
Hamri í samtali við DV.
Tilefni þessara ummæia er útboð á
viðgerð á skuttogaranum Snæfelli
EA 740 sem er í eigu Otgeröarfélags
KEA. Utboð fór fram í desember
síöastliðnum. I því tilfelli tók út-
gerðarfélagiö tilboði frá Slippstöð-
inni á Akureyri sem var rúmum 600
þúsund krónum hærra en lægsta
tilboöið og að auki með lengri verk-
tima. Stálvik hf. í Garðabæ bauðst til
að ljúka verkinu á 2 vikum fyrir um
2,2 milljónir króna auk verðbóta.
Hamar, Stálsmiðjan og Slippfélagiö
buðust til að ljúka verkinu á 2 vikum
fyrir um 2,4 milljónir á föstu verði.
Slippstöðin á Akureyri bauð hins
vegar rúmar 2,8 milljónir í verkið og
skyldi þvi lokiö á 4 vikum.
„Ég hef ekki fengiö neinarviðhlít-
andi skýringar á hvers vegna þama
var tekið hæsta tilboði og lengsta
verktíma,” segir Skúli Jónsson. ,JÉg
tel að þarna hafi verið stigið skref
sem er til þess fallið að eyðileggja
þennan útboðsmarkaö. Það viröist
almennt vanta talsvert mikið á aö
f ullkomlega eðlilegar leikreglur gildi
á þessu sviði. Maður hefur orðið var
við að þótt fullkomin útboösgögn hafi
verið útbúin þá eru gerð tilboö í verk-
in sem eru marklaus og í engu sam-
ræmi við útboðsgögnin.”
Jóhann Þór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Utgerðarfélags KEA,
sagði aö minna hefði orðiö úr viðgerð
á Snæfellinu en til hefði staðiö.
Ákveðið hefði verið að fella út stóran
verkhluta sem gert var ráð fyrir í út-
boði og hefði endanlegur kostnaður
við viðgerðina þvi ekki numiö nema
um 1,2 milljónum króna. Þeir þættir
. verksins sem eftir voru hef ðu verið á
svipuðu verði hjá öllum þessum
fyrirtakjum. Aöalmunurinn á til-
boðunum hefði falist í þeim verk-
þætti sem fallið var frá aö láta fram-
kvæma. Þetta kvað hann vera
skýringuna á því að ákveðiö var að
fela Slippstöðinni verkefnið.
OEF
Ellefu tonn af úrvalsþorski komu skipvi
þeir alsœlir mað gæftir þessa dagana.
DV-mynd GVA.
Ónýt sfld lestuð á Fáskrúðsfiiði:
Rússneska sfldarmarkaðnum
bjargað á síðustu stundu
„Það hefðu bara hálfvitar reynt að
ljúga þessu um borð. Við vorum ekki
aö reyna að svindla á einum né nein-
um, þetta voru mistök sem urðu
þegar lyftarastrákurinn tók 58
sildartunnur sem ekki áttu að fara
með og setti um borð með öðru,”
sagöi Sigurður Ulafarsson, fiskmats-
maöur hjá Sólborg á Fáskrúðsfiröi.
„Viö erum búnir að fá miklar
skammir og leiðindi út af þessu,
enda hefðu ónýtu tunnumar getað
stórskaðað rússneska síldarmarkað-
inn.”
Þegar Lagarfoss lét úr höfn á
Fáskrúðsfirði, þétthlaöinn sildar-
tunnum, voru ónýtu tunnumar 58 þar
innan um aðrar og enginn vissi neitt.
Siöasti viðkomustaður áöur en siglt
skyldi til Rússlands var Eskif jörður
og þar var 600 tunnum bætt ofan á
allt annað.
Þá uppgötvuöust mistökin rétt
fyrir brottför. Þúsund tunnur voru
rifnar upp úr skipinu og áköf leit
gerð aö þeim 58 sem ekki áttu aö
vera þar. Fundust þær um síðir og
var haldið eftir í landi ásamt rúm-
lega hundrað öðrum sem bám sömu
dagsetningu.
Lgarfoss er nú á leið til Rússlands
með óskemmda, íslenska saltsild og
geta bæði Rússar og Islendingar
varpað öndinni léttar. Markaöurinn
er opinn og síldin bragöast vel.
-EIR.