Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. DV-mynd EIR Pabbi gamli með strákana sina tvo i Addis Ababa. Fátæktin sker i augun hvert sem litið er. DV i EÞÍÓPÍU Eiríkur Jónsson skrífar frá Dessye Beðið eftir rigningu — f stríði, fátækt og hungri Sex Islendingar sitja á Harambe Hotel í Addis Ababa, höfuöborg Eþíópíu. Þjónar sem reyna aö vinna störf sín að vesturienskum hætti bera fram vínarsnitsel og spaghetti. Allt yfirbragö hótelsins er vestrænt þó svo slaufur þjónanna séu stundum aftur á hálsi. Þeir eiga enn margt ólært. Sjö milljónir landa þeirra þjást af hungri vegna uppskerubrests. Lang- varandi þurrkar og steikjandi sól hafa sviöiö akrana. Reyndar er engu líkara en stór hluti landsins hafi veriö settur ofan í brauðrist og gleymst þar. Hjálpargögn og matur streymir inn í landiö frá vestrænum þjóöum. Islend- ingar hafa lagt sitt af mörkum í formi mjólkurdufts, veiðarfæra, teppa og kex- bita frá Frón. Islendingarnir sex eru aö bíöa fararleyfis til aö halda út á landsbyggðina, fjórir hjúkrunarfræö- ingar ætla að dvelja viö hjálparstörf í sex mánuði og tveir björgunarsveitar- menn úr Vestmannaeyjum verða þeim til halds og trausts. Wolio nefnist svæöiö þar sem Islend- ingarnir munu starfa. Þar eru íbúamir 3,5 milljónir og að sögn Kebede Haile frá Lúterska heimssambandinu, sem hefur yfirumsjón meö hjálparstarfi þar í sveit, þjást um 2 milljónir manna vegna þurrkanna. Hungriö sverfur aö. ,,Við erum aö vonast eftir rigningu í júní, júlí og ágúst. Ef guð lofar og regn- iö streymir yfir akrana fáum við upp- skeru fyrst eftir 6—7 mánuöi,” sagöi Kebeda Haile í samtali viöDV. „Þartil þurfum við utanaökomandi hjálp ef þetta fólk á að lifa. Við þurfum 50 kíló af korni á mánuöi fyrir hverja fimm manna fjölskyldu og eins og er eigum við nógan mat. Vandræðin liggja í dreifingu, okkur vantar bíla og skipu- lag.” En þó 7 milijónir Eþíópíunianna líði skort vegna þurrka og aöeins takist að fæöa á þriöju miiljón manna með gjafamat frá Vesturlöndum eru vanda- málin fleiri og jafnvel stærri. I landinu búa rúmlega 40 milljónir manna og fátæktin er hroðaleg. Þá er styrjöld í landinu, stjórnarhermenn með rúss- nesk vopn og hamar og sigö á stríös- fánum berjast viö skæruliða í sveitum landsins. Stríö sem er vonlaust þar sem talið er að 70—80 prósent þjóöar- innar styöji skæruliöana. Einu sinni studdu Sovétmenn skæruliöana, núna styðja þeir stjórnarhermennina. Og fólkið heldur áfram aö þjást. „Þetta sem nú er aö gerast í Eþíópíu. eru verstu hörmungar sem duniö hafa yfir þjóðina frá því á 19. öld. Þurrkam- ir 1973—74 komast ekki í hálfkvist við núverandi ástand,” sagði Niels Nicolaison, talsmaður Lúterska heimssambandsins, í Addis Ababa í samtali viö fréttamenn DV. „Undan- farin tvö ár höfum við háð vonlausa baráttu. Engu var líkara en pólitískan vilja vantaði til aö hjálpa Eþíópíu og þaö breyttist ekki fyrr en vestrænir fjölmiölar fóru aö birta myndir og frá- sagnir af hörmungunum.” Vesturlönd tóku við sér. Matvæli og hjálpargögn streyma til Eþíópíu og meö þeim fjöldi manns. Hilton hótelið í Addis Ababa er fullskipað starfsmönn- um alþjóölegra hjálparstofnana. -EIR. Pattaralegir hjúkrunarfræðingar á gangi i höfuðborg Eþiópíu; Pálina Ás- geirsdóttir, Björg Pálsdóttir, Þóra Hafsteinsdóttir og Kristín Daviðsdóttir. DV-mynd EIR. Á baki móður sinnar i leit að mat. Matargjafir á sviðinni jörð: Dauði í barnsaugum Fólkið streymir aö úr öllum átt- um, meö börn á baki eöa við hlið sér. Allir eru á leið til Sembete þar sem von er um mat. Vestrænt næringar- mjöl og kex þegar best lætur. Sembete er ein af fjölmörgum fæðustöövum í Eþíópíu, örskammt noröur af höfuöborginni. Stöðin er girt, vopnaðir veröir standa viö hliðin og innan svæðis reynir hjúkrunarfólk aö gera það sem í þess valdi stendur til aö bjarga mannslífum. Hvít tjöld hafa veriö reist, sum gegna hlutverki sjúkraskýla, í öörum fer matvæladreifing fram. Fréttamaöur DV tyllir sér á flet við hliö fjögurra ára stúlku sem er ekk- ert nema skinn og bein — og stór augu sem líta ekki undan þó í þau sé rýnt. Það er eins og þau séu hætt aö sjá. Irsk hjúkrunarkona reynir aö mata bamið en í hvert sinn sem skeiðin nálgast snýr barniö sér undan; matarlystinerengin. „Þetta barn kom hingað of seint. Þaö er of langt leitt í hungrinu og hef- ur ekki lyst,” segir hjúkrunarkonan en heldur samt áfram tilraunum sín- um við að koma mat ofan í litla kroppinn. Móöirin fylgist með í fjar- lægö, komin langan veg í von um að bjarga lífi barnsins síns. „Ég veit ekki hvort þetta gengur, héma deyr um fjórðungur þeirra sem inn koma. Viö vildum miklu frekar flytja fólkinu mat á heimili þess en því verður ekki viö komiö. Þess í staö flykkist fólkið hingaö, úr veröur pestarbæli, fólk sinitar hvert annað og deyr oft úr öðm en hungri,” segir írska hjúkmnarkonan. Á næsta bedda er aldraður maöur aö deyja. Konan hans grætur óskap- lega en litla stúlkan tekur ekki eftir því frekar en matnum sem veriö er aöreynaaðgefahenni. -EIR. Eftir 3 ár í Eþíópfu er spurt: BORÐA HERMENN Á HÓTELUM? „Eg kvíði því aö fara heim. Tilvera mín hefur veriö þýðingarmeiri hér en í Danmörku. I þrjú ár hef ég verið aö fást við líf og dauöa í Eþíópíu á meöan landar mínir stunda naflaskoðun og hafa áhyggjur af símum og sjónvarps- tækjum.” Þannig fórust dönskum jarövegs- fræöingi orö þar sem hann stóð á flug- vellinum í Addis Ababa meö troðnar feröatöskur og dapurlegt augnatillit. Brátt em þrjú ár í Eþíópíu á vegum Sameinuöu þjóöanna að baki en í far- teskinu er dýrmæt lífsreynsla og þekk- ing á innanlandsmálum í Eþíópíu: „Eg veit svei mér ekki hvort hungursneyðin í kjölfar þurrkanna er stærsta vandamálið hér í landi. Stríö geisar um gervallt landiö og fátæktin yfirþyrmandi. Þegar allt þetta leggst saman verður úr ein allsherjar vit- leysa. Henni veröur aldrei lýst meö oröum,” segir jarðvegsfræðingurinn. „Eg hef séö skæruliðana sprengja upp vegi víöa um land og ég er sannfærður um að þeir næöu mun betri árangri ef þeir væm betur þjálfaöir. Það er eins og þeir kunni lítt til verka.” Aöspuröur hvemig honum lítist á hjálparstarfiö svaraði jarðvegsfræö- ingurinn: „Eg hef stundum velt því fyrir mér hvemig stjómin fer aö því að fæða þennan 300 þúsund manna her sinn. Ég hef séö kornbílana aka inn í þorpin meö mat handa hungruðum, í kjölfar þeirra koma svo herflutninga- vagnar meö þúsundir hermanna. Varla borða þeir allir á hótelum.” -EIR. Barnið bíður rólegt á meðan út- lendingar bruna framhjá með vest- ræna mjölpoka á bakinu. DV-mynd EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.