Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir STAÐAN • Bob Hoogenboom, markvörður Lol — Þrír leikir í 1. deildar I íki Það verða margir landsllðsmenn í handknattlelk, sem léku i Frakklandi, í sviðsljósinu með félögum sinum i kvöld en þá verða leiknir þrir leikir í 1. deildar keppnlnni i handknattleik. Aðalleikurinn verður i Kópavogi þar sem Stjarnan Ieikur gegn Vikingi kl. 20.10. Staðan er nú þessi i deildakeppninni: FH 10 9 1 0 274—228 19 Valur 9 6 3 0 213-175 15 KR 9 4 2 3 187-176 10 Vikingur 9 3 2 4 221—208 8 Stjarnan 10 3 2 5 218—224 8 Þróttur 10 3 2 5 235—248 8 Þór.Ve 9 3 0 6 181—216 6 Breiðblik 10 1 0 9 203—257 2 •Rinus Michels. Michels fékk hjarta- áfall Rinus Mlchels, hinn þekkti landsliös- þjólfari Hollands i knattspyrnunnl, fékk hjartaáfall nýlega og hefur ákveðið aö taka sér frí — að ráði lœkna — fró knattspyrnunni uæstu þrjá mánuði. Hollenska Iandsliðinu hefur ekki genglð vel í riölakeppni HM fyrir Mexikó 1986. Rinus Michels var landsliðsþjálfari Hollands þegar HoUand komst í úrsUt í heimsmelstarakeppnlnni 1974 i V- Þýskalandl. Hann hafði náð frábærum árangri með lið Ajax, Amsterdam, og varð síðar stjóri Barcclona. HoUenska knattspyrnusambandið hefur enn ekki ákveðið hver verður þjálfari hollenska landsliðsins í HM-leUuium við Kýpur i Amsterdam 27.febrúarnk. -hsím. Atli Einars lofar góðu Fró Kristjáni Bernbiu-g, fréttamanni DVíBelgíu: Isfirðingurinn ungi, Atli Einarsson, sem cr nú hjá Lokeren I Belgíu, er að ná sér á strik. Fyrir skömmu lék hann meö varaliöi Ixikeren gegn CS Brugge. Lokeren vann, 3—0, og lék Atli mjög vel, sér- staklega í síðari hálfleik. Hann lagöi upp þriðja mark Lokeren og lofar leik- urhanssvosannarlegagóöu. -SK. Oxford fékk skell Trcvor Aylott tryggði Crystal Palace góöan sigur, 1—0, yfir Oxford í 2. deUdarkeppninni ensku. • Brighton lagði Carlisle að velli, 4— 1, og Middlesborough tapaöi, 1—2, heima fyrir Oldham. Markvörður Lokeren, Bob Hoogenboom: Rekinn af æfing- um vegna ölvunar — og nú á þjálfari félagsins á hættu að verða rekinn frá félaginu Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DVíBelgíu: Atli Einarsson, knattspyrniunað- ur frá ísafirði, hefur óneitanlega orðið var við það að undanförnu að ekki er aUt meö feUdu hjá Lokeren. Þjálfari félagsins, Júgóslavinn Dimitri Davido- vic, komst heldur betur í sviðsljósiö þegar hann rak landsliösmarkvörðinn Bob Hoogenboom, sem hefur varið mark Lokcren í tíu ár, helm tU sin af æfingu og sagði að hann gæti framveg- is æft með varaliðinu. — Eg hef ekkert við leikmenn aö gera sem koma ölvaöir á æfingar. Bob ' Hoogenboom hefur boriö viö meiðslum daginn eftir aö hann hefur komið seint heim um nóttina fró diskótekinu sem hann á, sagöi Davidovic. — Þetta er ekki satt. Eg hef haft vatn á milli hnjáliöa og hef leikið þannig lengi þrátt fyrir að læknir Lokeren hafi veriö eindregiö á móti því að ég léki, sagði Bob Hoogenboom. • Flestir leikmenn Lokeren standa Kennarinn vann tólf þúsund Bob WUIiams, Englendingur sem kennir bUIiard á bUliardstofunni Ballskák að Ármúla 19, varð tólf þúsund krónum rikari eftir að hafa sigraði á mUdu bUIiardmóti um síðustu helgi. Bob vann Asgeir Guðbjartsson í úrslitaleik, 6—5. I undanúrslitum lék Bob viö Jónas P. ErUngsson og sigraði, 6—4. Asgeir lék gegn Arnari Ríkharðssyni og vann örugglega, 6—1. Urslitaviöureign þeirra Asgeirs og Bobs var hörkuspennandi og vel leikin. Sá sem fyrri varð til aö vinna sex leiki sigraði. Bob vann fyrsta leUcinn. Ásgeir þann næsta og svona gekk þetta koU af koUi og staöan varð jöfn, 5—5. Bob sigraöi síöan í síöasta leiknum og vann því naumlega, 6—5. Bob fékk tólf þúsund í verðlaun, As- geir, sem aðeins er sextán ára og sonur hins þekkta bUliardkóngs Guöbjarts Jónssonar.fékksexþúsund. -SK. • Dimitri Davidovic, þjálfari Lokar- meö þjálfaranum og hafa skrifað undir skjal þess efnis að þeir mæti ekki á æfingar ef Hoogenboom mætir — aö öUu óbreyttu. • Aftur á móti standa áhangendur Lokeren með Hoogenboom og hafa að undanförnu veriö meö stór skilti á leikjum liösins þar sem á stendur: „Látiö þjálfarann fara”. — Ef Hoogenboom kemur aftur í æfingar þá er ég hættur, segir þjálfar- inn. Hoogenboom segh- aftur á móti aö hann mæti ekki á æfingar aö öUu óbreyttu. • Það bendir nú aUt til aö stórmál sé í uppsigUngu hjá Lokeren. Stjórnin stendur meö Hoogenboom því aö hún er ekki ánægð með varnarleikaðferð þjálfarans. Reiknað er meö aö þjálfar- inn veröi látinn fara nú næstu daga og síöan mun reyna á þaö hvaö leUanenn- irnir gera sem skrifaö hafa undir stuöningsyfirlýsingu við þjálfarann. -KB/-SOS Enginn vill Fairclough Frá Sigurbirni Aðalsteinssynl, frétta- manni DV á Englandi: Svissneska félagið Lucern er nú hætt að gera nokkra kröfu til að fá peninga fyrir David Fairclough, -super-vara- manninn hjá Liverpool á árum áður. Hefur gefið Fairclough „frjálsa sölu” en honum gengur Ula að komast að hjá enskum liðum. Fairclough hefur verið ó annan mánuð á Englandi, æft hjá Everton eftir að hann flutti aftur í íbúð sína í Liverpool. Tommy Docherty hjá Ulfunum var að spá í Fairclough en hætti síðan við. Þá reyndi leikmaöurinn fyrir sér hjá Brighton. Stjóranum Chris Cattlin, fyrrum bakveröi Coventry, leist hins vegar ekkert á rauðhæröa strákinn þegar hann sá hann á æfingu. SA/hsím. • Asgeir Guöbjartsson stóð sig vel ó míklu billiardmóti um siðustu helgi. Hann tapaði naumlega i úrslitum þrótt fyrir ungan aldur. RAFIÐJAN SF. IGNIS umboðið Ármúla 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.