Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 36
36 Sviðsljósið Sviðsljósið DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. Annle Lennox, söngkonan t hinni vinsælu hljómsvelt Eurythmics, hefur nú fært út kvíarnar og tekiö að sér hlutverk sem ljósmyndafyr- irsæta. Sýning á afrakstrinum fór nýverið fram í London. Hér má sjá Annie fyrir framan etna mynd- anna. Steven Ford, sonur Geralds, fyrrverandi Bandarikjaforseta, hefur lagt fyrir sig kvikmyndaleik. Hann lék nýlega í kúrekamynd þar sem Burt Lancaster, John Savage og Diana Lane léku aöalhlutverkin. Það hefur síðan leitt til þess að hann á að leika aðalhlutverkið I mynd um James Dean sem á að bera nafnið Death for a Hero. David Bowie hefur afþakkað boð um að lelka Adam i nýrri kvik- mynd sem á að heita Satan og Eva. Fyrir það átti hann að fá rúmar 20 milljón krónur islenskar. Neltun hans er skllin svo að hann hafi frek- ar viljað ieika Evu. Jane Fonda er nú önnum kafin við að skrifa endurminningar sin- ar. Tveir útgefendur hafa óskað eftir útgáfuréttinum og boðið rúm- ar 20 milljónir króna. Fonda hefur sagt nei við báöa. Stefanía prinsessa af Mónakó er nú sifellt meira í sviðsijósinu eftir að Karólina systir hennar gekk í það heilaga. Stefanía vinnur nú hjá Dior tískuhúsinu i París. Einn dag- inn mætti hún þar með rauðlitaðan brúsk í hárinu. Það var of pönkað fyrir tiskukóngana svo að þeir sendu Stefaniu heim og létu hana breyta um hárgreiðslu. Fjórir gamlir iþróttagarpar voru mættir til að prófa þessa nýju boltaíþrótt an þeir hafa að undanförnu aðallega fengjst við golfboltann. Frð vinstri: Sigurjón Hallbjörnsson, Jóhann Eyjólfsson, Ólafur Ágúst Ólafsson og Magnús Guðmundsson. DV-myndir Bj. Bj. Keiluspil íÖskju- hlíðinni KeilusqjiJ er víða erlendis ein vin- sælasta íþróttin. Margir Islend- ingar hafa stundað þessa íþrótt er- lendis en fram til þessa hefur ekki verið aðstaða til aö stunda hana hér á landi. Það breyttist þó er nýja keiluspilshöllin í öskjuhlíð var opnuð í síðustu viku. Væntanlega verður keiluspilið að jafnmiklum faraldri hér á landi eins og það er erlendis. Það má ráða af því að nú þegar eru tímar í Borgarstjórinn, Davið Oddsson, sýndi nokkuð fagmannlega takta. svonefndri „liðakeilu” fráteknir langt fram á vorið. Keiluhöllinn mun ekki standa undir því nafiii nema skamman tíma. Ætlunin er að koma þar upp aðstöðu fyrir fleiri íþróttir þannig að með tímanum verði þar alhliöa heilsuræktarstöð. Við opnunina í síðustu viku var boðið fjölda gesta sem auðvitað fengu að spreyta sig í keiluspil- inu. Tilburði þeirra má sjá á myndunum hér á síðunni. Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra kunni greinilega til verka enda dvaldist hann um árabil í Bandarikjunum þar sem keiluspil- ið á ætt sína og óöul. Steingrímur felldi allar keilurnar i þriðju tilraun og fékk gott lófaklapp frá áhorfendum. Hjá honum stendur Jón Hjaltason, einn eigenda staðarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.