Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgroiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Sotning, umbrot, mynda-og plötugeró: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. . Áskriftarverð á mánuöi 330 kr. Verð i lausasölu 30 kr. Helgarblaö 35 kr. Hótað nýrrí lokun Einokun Ríkisútvarpsins hefur smám saman verið að breytast úr einokun ríkisvaldsins yfir í einokun starfs- manna. Völdin hafa verið að færast frá þingkjörnu út- varpsráði yfir til æviráðinna stjórnenda og starfsmanna og nú síðast einnig til starfsmannafélaga. Ýmis dæmi eru um þessa tilfærslu Ríkisútvarpsins yfir í sjálfseignarstofnun starfsmanna. Útvarpsráð hefur átt í sívaxandi erfiðleikum með að ná fram meirihluta- hugmyndum sínum um mannaráðningar. Og upp á síð- kastið eru starfsmenn farnir að taka setu í ráðinu. I Ríkisútvarpinu hefur verið búið til frumvarp til laga um, að einokun þess skuli ekki rofin, heldur á formlegan hátt breytt í einokun starfsmanna. Kvennalistinn hefur verið gabbaður til að flytja frumvarpið, sem er vitlaus- asta plaggiö á Alþingi um þessar mundir. í viðtölum við starfsmenn Ríkisútvarpsins hefur í vax- andi mæli komið fram af þeirra hálfu sú skoðun, að gagnrýni, til dæmis í lesendabréfum, á störf þeirra innan einokunarinnar feli í sér atvinnuróg. Þarna er sam- keppnislaust fólk, sem vill fá frið fyrir gagnrýni. Frægast er þó, er ráðamenn starfsmannafélaga Ríkis- útvarpsins létu starfsliðið stöðva sendingar útvarps og sjónvarps í fjölmiðlaleysinu fyrr í vetur. Þá sannfærðist meirihluti þjóðarinnar um, að hvorki ríkisvaldi né starfs- mannafélögum væri treystandi fyrir einokun. Athyglisvert er, að engir starfsmenn Ríkisútvarpsins eða starfsmannafélög hafa gert tilraun til að sækja fjár- málaráðuneytið að lögum fyrir meint vanskil á launum. Samt eru nú liðnir f jórir mánuðir síðan þessir aðilar töldu sér stætt á að stöðva sendingar Ríkisútvarpsins. Ekki er síður athyglisvert, að nú hótar forvígismaður starfsmannafélaganna nýrri lokun Ríkisútvarpsins, ef ekki verði látin niður falla ákæra ríkissaksóknara á hendur félögunum fyrir stöðvun sendinga útvarps og sjónvarps í f jölmiðlaleysinu fyrr í vetur. Með hótun forvígismannsins er enn staðfest, að starfs- mannafélögum Ríkisútvarpsins er ekki treystandi fyrir einokun þeirra á útvarps- og sjónvarpsrekstri í landinu. Hótun hans ætti að vera alþingismönnum hvatning til að vinda sér í að frelsa útvarp og sjónvarp. Forvígismaðurinn hélt í síðustu viku fréttamannafund til að búa til tækifæri til að koma ítarlegum og einhliða áróðri í fréttir útvarps og sjónvarps. Þar hófst blekking- arherferð, sem ætlað er að koma því inn hjá fólki, að starfslið þar sæti pólitískum ofsóknum. Einn helzti fótur ofsóknakenningarinnar var, að starfs- mannafélögunum hefði ekki verið birt ákæran. Þá mega margir telja sig ofsótta, því að sakadómarar láta al- mennt undir höfuð leggjast að birta mönnum ákærur áður en þeir lesa um þær í fjölmiðlum. Kenningin um ofsóknir er tilraun til að hræða réttar- kerfið í landinu frá því að fylgja eftir ákæru, sem er svo alvarlegs eðlis, að brot sæta varðhaldi. Starfsmannafé- lögin treysta sér hins vegar ekki til að láta reyna á lokun- ina eftir venjulegum dómsmálaleiðum. Tímabært er orðið að stöðva breytingu Ríkisútvarpsins yfir í starfsmannaeinokun, ekki með því að efla á ný hina gömlu og úreltu einokun stjórnmálaflokkanna, heldur með því að frelsa útvarp og sjónvarp úr viðjum einokun- ar. Það er svarið við hinni nýju lokunarhótun. Jónas Kristjánsson. „Gagnsóknin gegn kjaraskerðingunum sem hófst með verkfalli prentara og BSRB var aðeins byrjunin á gagnsókn verkalýðsstéttarinnar í heild gegn kjararáni og launastefnu núverandi rikisstjórnar." Höfnum Sjálf- stæðisflokknum Ríkisstjórnin viröist ekki eiga mikið eftir. Enginn veit aö vísu hvaö þessum mönnum tekst að hanga lengi í virðulegum stólunum en um- ræöan er hafin um kosningar og nýja ríkisstjóm. Þaö er augljóst aö Sjálfstæöis- flokkurinn vonast eftir aö fá Alþýöu- bandalag og Alþýðuflokk meö sér í stjórn. Gagnsóknin gegn kjaraskerö- ingunum, sem hófst með verkfalli prentara og BSRB, var aðeins byrj- unin á gagnsókn verkalýðsstéttar- innar í heild gegn kjararáni og launastefnu núverandi ríkisstjórnar. Þvíþarf Ihaldiö aðsööla um. Það var gott aö hafa Framsókn með þegar árásin hófst og ákvörðun var tekin um stórfelldan flutning peninga frá launafólki til kaupmangaranna. Nú þarf aö halda kjaraskeröingunni gegn launafólki sem hefur misst þoUnmæöina. Þá grípur Ihaldiö til þeirra flokka sem best geta hjálpað því til aö halda samtökum launafólks í skefjum. Af þeim er Alþýðubanda- lagiö auðvitaðmikilvægast. Bíta A-flokkarnir á agnið Forysta Alþýðuflokksins viröist ákveöin í aö bíta á agnið. Af viðtali viö Þröst Olafsson i Morgunblaðinu fyrir rúmri viku aö dæma virðast hann og Guðmundur J. Guðmunds- son áhugasamir um samsteypu- stjóm Alþýðubandalagsins með Ihaldinu. Formaöur flokksins, Svavar Gestsson, segir aöspuröur í tilefni þessara ummæla aö í Alþýöu- bandalaginu séu menn einhuga um vinstri viðræður sem séu aö fara í gang og engin rödd hafi heyrst gegn þeim. Ailir sem þekkja til orðfæris stjórnmálamanna vita aö með þessu er Svavar ekki aö útiloka þátttöku í samsteypustjóm með Ihaldinu á næstunni. Alla vegaér þörf að vera á varðbergi. Meirihlutastjórn verkalýðsaflanna eða stjórnarandstaða Allt þaö fólk sem horfði beint framan í Ihaldsskrímsliö í verkföll- unum í haust, allt þaö launafólk sem leit á baráttuna í haust sem upphaf gagnsóknar gegn spilltri ríkisstjórn og afturhaldi, þarf aö láta heyra í sér, þarf aö lýsa því yfir aö þaö hafni þeim flokki sem gengur til liöveislu RAGNAR STEFÁNSSON JARÐSKJÁLFTAFRÆÐINGUR viö Ihaldið viö þessar aöstæöur. A- flokkarnir, sem taldir eru verkalýös- flokkar, verða að lýsa því yfir aö þeir muni undir engum kringumstæðum fara í stjórn með Ihaldinu heldur muni þeir hefja uppbyggingu pólitísks valkosts launafólks. Þeir veröa aö lýsa því yfir að þeir stefni á meirihlutastjóm verkalýðsaflanna, ríkisstjórn sem ásamt verkalýös- samtökunum skuli gera þaö aö markmiði sínu að efla stööu launa- fólks í baráttu þess viö atvinnurek- endur. Þessir flokkar veröa aö lýsa því yfir að náist ekki slíkur meiri- hluti muni þeir áfram berjast í stjómarandstööu fyrir myndun slíks meirihluta, berjast í stjórnarand- stöðu meö verkalýðssamtökunum í þeirri gagnsókn sem er að hefjast. Við gemm þessa sömu kröfu til Kvennalistans og Bandalags jafnaðarmanna, því þótt öðru visi sé til þessara flokka stofnað en A-flokk- anna eru þeir vaxnir af sama meiði. Þótt núverandi stjórnarandstööu- flokkar lýsi þessu yfir er þó langt í land með aö þeir hafi skapaö þann trúveröuga valkost sem koma þarf. Slík yfirlýsing mun þó skapa vonar- glætu, hreyfingu og umræðu. Það er í þeirri hreyfingu sem stefnan verður endanlega mótuö og aögerðir meitl- aðar. En umræöuna skulum við hefja strax. Pólitísk staða verkalýðsflokkanna Með yfirlýsingu um stefnu á meirihlutastjórn væm verkalýös- flokkamir loks aö taka stefnuna á forystuhlutverk í íslenskri pólitík í staö þess aö vera í hlutverki meö- hjálparans. Arum saman hefur staða þeirra veriö ömurleg. Til þeirra var stofnaö til aö gæta hagsmuna mikils meirihluta þjóöarinnar, en þeir hafa aldrei náö fylgi nema brots af þessum fjölda. Mest vegna þess að þeir hafa aldrei orðið fullþroska og myndugir fulltrúar þessara hags- muna fjöldans. I ríkisstjórn hafa þeir viljað vera litli flokkurinn (kannski soldið stór) viö hlið stóm flokkanna, Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar (meðan hann var enn stór), til að ekki afhjúpaöist hugleysi þeirra og getuleysi til að veröa raunveruleg forysta í baráttu fyrir þeim hags- munum sem þeir þykjast standa fyrir. Viö gátum ekki meira, segja þeir svo, viö vorum minnihluti. En með fylgispekt sinni og með því að beita raunverulegum styrk sínum til að halda aftur af verkalýössamtök- unum sköpuöu þeir fordæmi sem geröu Ihaldi og Framsókn kleift aö hefja nýjar stórsóknarlotur. Allir þekkja dæmin um þetta. Það er af þessum ástæöum sem hér hafa verið raktar sem viö eigum á margan hátt langt í land meö aö móta raunhæfan og sigurstrangleg- an stefnugrundvöll ríkisstjórnar verkalýösaflanna. Þeim mun mikil- vægara er aö hefjast þegar handa í þeirri umræðu. Ragnar Stefánsson. „Meö yfirlýsingu um stefnu á ^ meirihlutastjórn væru verkalýðs- flokkarnir loks að taka stefnuna á for- ystuhlutverk í íslenskri pólitík í stað þess að vera í hlutverki meðhjálparans.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.