Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. Spurningin Hefur þú farið á þorrablót? Þorsteinn Ingason verkamaður: Nei, ekki ennþá. Eg held að ég sleppi því bara í ár og fari á árshátíð í staöinn. Steinarr Magnússon tenór: Já, ég fór í eins konar þorrablót, þ.e.a.s. partí með þorramat. Það var mjög gaman. Pálína Guðlaugsdóttir húsmóðir: Já, ég er búin að fara á þorrablót. Það var mjög gaman og maturinn alveg frá- bær. Maturinn hjá okkur Stranda- mönnum er alltaf mjög sérstakur. Kristþór Sveinsson bifreiðarstjóri: Nei, ég hef ekki farið í ár. Ég ætla bara að borða þorramatinn heima að þessu sinnl. Halldór Helgason bóndl: Nei, ég á þess ekki kost að fara í ár. En mér þykir þorramatur góður og ætla að borða hann heima. Elva Hjartardóttir hárgreiðslunemi: Nei, mér finnst ekkert gaman á þorra- blótum. Svo finnst mér þorramatur ekkigóðurheldur. Lesendur Lesendur Lesendur Ókurteisi íslendinga Birgitt skrifar: Já, sannarlega var kominn tími til að hafa orð á margháttaðri ókurteisi fólks í umgengni hvert við annað hér á landi. Það má vera að það sé í hugsunarleysi og því óvart en þaö réttlætir þaö engan veginn. Það er alltof mikið um að fólk ryðji sér leið þar sem þvaga myndast í stað þess að bíða eftir að komi að því með réttu. Hvernær sjáum við t.d. fólk á biðstöðvum strætisvagnanna raða sér upp í biðröö þegar beðið er eftir vögnunum, að ég nú ekki tali um ruðninginn við gjaldkerastúkur í bönkum. Þar er hver með nefið ofan í viðskiptum næsta manns, jafnvel lesandi á útfyllt eyðublöö og hlust- andi á orðaskipti viðskiptamanns og gjaldkera eöa annarra bankastarfs- manna. Svo langt hefur það jafnvel gengið aö kunningi sem stóð nálægt fór að ræða málin við mig eftir að ég hafði fengið afgreiðslu og íhugaöi vandamál mín og vildi fá að leggja orðíbelgummáliö. Erlendis má sjá hvemig fólk tekur tillit til náungans og virðir einkalíf hans. í bönkum erlendis, raðar fólk sér upp í röð í smáfjarlægð frá g jaid- kera eftir því sem pláss leyfir og aöeins einn er við afgreiðsluborðið í einu, og myndi fólk ekki láta sér detta í hug aö sýna áhuga á eða blanda sér í mál sem því kemur ekki við. Ef til vill eru þetta hjá okkur leifar frá gamalli tíö þegar allir þekktu alla og létu sig allt máli skipta, annaðhvort af hjálpsemi eða af einskærri forvitni. Nú er bara tíöin önnur og fólk vill fá aö hafa sitt einkalíf og sín viðskipti út af fyrir sig. Eg hef líka tekið eftir og oft haft orð á því að þaö er stór hópur manna, sem aldrei notar orð eins og viltu gjöra svo vel, eða takk, og færi betur ef fólk bætti þeim orðum í orðaforða sinn ef vel á að vera. Að lokum langar mig svo að minnast á atriði sem hefur angrað mig mjög. Eg hef verið fararstjóri meö Islendinga er- lendis, sem er mjög skemmtilegt, en því miður eru alltaf einhverjir inn á milli sem þurfa „aö láta ljós sitt skína” og þá á ég við, að þeir þurfa endilega að skera sig úr á einn eða annan hátt og þá oftar en ekki, öðrumtilleiðinda. Það er óskemmtileg uppákoma þegar setið er í góöum hópi fólks inni á góðum veitingastað og einhver gestanna æpir allt í einu á þjóninn með orðum eins og HEY eða HEY YOU, eða öðrum álíka ósmekklegum orðum. Það hendir að starfsfólk móðgast við svona ókurteisi og hefur tekið það fram við viðstadda, að svona sé eingöngu látið við hunda eða önnur dýr, og síöan.jafnvel látið gremju sína í ljós með lélegri þjón- ustu en efni stóðu til og geldur þá jafnvel allur hópurinn þessa. Vonandi áttar fólk sig á þessu, og er þá tilganginum með þessum skrifum náð. „Stórfjölskyldan” Sturlaugur Eyjólfsson skrifar: Maður er nefndur Jónas Guðmundsson og titlar sig rithöfund. Á undanfömum misserum hefur hann verið afkastamikill við að skrifa greinar í DV. I þessum greinum verður honum tíðrætt um bændur og sölusamtök þeirra og finnur þeim flest til foráttu. Virðist oft sem sannleiksgildi þess sem hann skrifar skipti hann harla litlu máli. Eg ætla hér að nefna eitt dæmi um sannleiksást Jónasar. I DV þriðjudaginn 22. jan. 1985 skrifar hann grein sem heitir ,,Á miðjum vetri”. Þar stendur rn.a. orörétt: „Og getur framleiðsluráð því sagt eins og kerlingin, „það veldur hver á heldur”. Búmark ráðsins kostar meðal heimili nú um 150 þúsund kr. í útflutningsbætur á ári en bótaréttur mun verða um600milljónir kr.” Skoöum þetta aðeins betur. 600 milljónir deilt með 150 þúsund gera 4000 heimili í landinu samkvæmt út- reikningi Jónasar. Ef maöur deilir þessum 4000 fjöldskyldum í íbúatölu lands okkar sem var 240 þúsund 1. des. 1984 kemur út talan 60, sem er sú fjölskyldustærð sem Jónas virðist byggja útreikninga sína á. Nú verð ég að játa að mér er ókunnugt um hversu stór meöalfjölskyldan á tslandi er í dag, en að hún gæti verið sextíu manns hefur mér aldrei dottið í hug. Eg hef reyndar aldrei heyrt talaö um svo stóra f jölskyldu. Þorsteini þykir dýrt að ieigja spólur með framhaldsþáttunum Dalias. Dýr Dallas orsteinnhringdi: Mig langar að bera fram kvörtun egna Dallasþáttanna sem hægt er að i leigða á bensínstöðvum Olís. Mér nnst fullmikið að borga 200 kr. fyrir ina spólu með tveim þáttum. Maður orgar t.d. 100 kr. fyrir leigu á mynd em er einn og hálfur tími eins og tveir lallsþættir. Eg veit líka að aðrir ambærilegir framhaldsmyndaflokk- r, eins og Dynasty og Falcon Crest, ru ódýrari. Það kostar um 100 kr. ver spóla með þeim þáttum. HORFIN SNJÓDEKK Arnar Guðmundsson hringdi: Eg var staddur á bílaplani úti á Gróttu þriðjudaginn 29. jan. Skildi ég þar eftir skainma stund fjögur 13 tommu snjódekk. Þegar ég kom svo, aftur og ætlaði aö ná í þau voru þau horfin. Þessi missir kemur sér afar illa fyrir mig og mig langar því að biðja þá sem geta gefið einhverjar upplýsingar um máliö að hring ja í mig í síma 76932. örn Vigfússon hjá Olís: „Okkur hafa ekki borist neinar áber- andi kvartanir út af verðinu á Dallas- spólunum. Astæðan fyrir því að hver spóla, með tveim þáttum, kostar 200 kr. er sú að höfundarrétturinn á þáttunum er mjög dýr. Við getum þess vegna ekki haft verðið lægra en það er ídag.” KARIUS OG BAKTUS Á SKJÁINN Theodóra Ólafsdóttir hringdi: Nú er mikið talað um tannvemd og í tilefni þess finnst mér að sjónvarpið ætti að endursýna myndina um Karíus og Baktus. Þessi mynd hefur áhrif á hugarfar krakkanna til hins betra og þar að auki er hún bráðskemmtileg. Sjónvarpið getur alveg eins endursýnt hana eins og margt annað efni sem verið er að endursýna þessa dagana. EINEYGÐIR ÖKUMENN Sigfús hringdi: Eg fagna þeirri framkvæmd lög- Mér finnst bara aö það megi ganga reglunnar að taka og sekta bílstjóra ennþá lengra með því t.d. að svipta sem aka um á hálfljóslausum bílum. hreinlega þessa slóöa ökuleyfinu. Þetta er stórhættulegt í svartasta Það myndi kenna þeim að hafa sín skammdeginu og á ekki aö líöast. málílagi. „Æææi, mór er svo illt um minum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.