Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR1985. 11 íslensku þátttakendurnir i danskeppninni, Guðmundur H. Einarsson,! Kristin Vilhjálmsdóttir, Hilmar Sveinbjörnsson og Kristin Skjaldardóttir. DV-mynd Kristján Ari. Suður-amerísk danskeppni á Sögu Alþjóðlega danskeppnin á Islandi í suöur-amerískuni dönsum veröur haldin í Súlnasal Hótel Sögu 7. og 10. febrúar. Er þetta í annað sinn sem keppnin fer fram hér og veröa íslenskir keppendur nú í fyrsta sinn meðal þátttakenda. Fjögur erlend pör dansara koma til keppninnar, frá Noregi, Danmörku, Englandi og Ástralíu. Fyrsti áfangi keppninnar verður í kvöld, fimmtudaginn 7. febr., kl. 20.30 í Súlnasal Hótel Sögu eins og áður segir. -ÞJV Tveir varaþingmenn Tveir varaþingmenn tóku sæti á Al- þingi fyrr í vikunni. Fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjör- dæmi, Siggeir Björnsson, bóndi í Holti á Síðu, tók sæti þar í f jarveru Eggerts Haukdal. Siggeir hefur áður setið á þingi. í fjarveru Sverris Hermannssonar iönaðarráðherra tekur sæti f jórði mað- ur á iista sjálfstæðismanna í Austur- landskjördæmi sem er Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, skrifstofumaður á Seyðisfirði. Hún hefur ekki tekið sæti á Alþlngifyrr. -ÞG Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir vara- þingmaður. DV-mynd GVA. Bflakaup ríkisins: Mikil vinna við flokkun tilboðsgagna Innkaupastofnun ríkisins kannar nú ætli þaö verði ekki eitthvað farið að tilboð í þær ríkisbifreiðir sem endur- skýrast svona undir lok vikunnar,” nýjaöar verða áárinu. sagði Ásgeir Jóhannesson, forstjóri „A.m.k. 14 bifreiðaumboð senduinn hjálnnkaupastofnun. tilboð og ljóst er að mikil vinna er hhel. framundan viö að kanna þau öll nánar, Bæjarstjómarmenn í Eyjum vilja reyk og ekkert múður Bæjarstjórn Vestmannaeyja stendur í ýmsu þessa dagana. Viku- blaðiö Dagskrá birti fyrir þrem vik- um klausu þar sem bæjarstjóm var ávítt fyrir að fara ekki að lögum um tóbaksvarnir og reykingabann á opinberum stöðum. Máliö var tekið fyrir skömmu siðar í bæjarstjóminni og olli töluverðum umræðum. Sig- uröur Jónsson, forseti bæjarstjórn- ar, fékk síöan úr því skorið hjá Herði Bergmann í Vinnueftirliti ríkisins að reykingar fólks á opnum fundum bæjarstjómarinnar í samkomuhúsi þeirra Eyjamanna brytu ekki í bága við hin nýsamþykktu reykinga- varnalög. Til að foröast frekari mis- skilning afréö bæjarstjórnin á fundi sínum 30. jan. sl. að greiða einfald- lega atkvæði um hvort leyfa ætti reykingar á fundum stjómarinnar eöa ekki. Eftir liflegar umræður var samþykkt með 5 atkv. gegn 2 að halda ástandinu óbreyttu og leyfa áfram reykingar á f undum. hhei. Vantar þig hurðir? Stálhurðir: þykkt 50 m/m. Einangrun: Polyurethane. Litir: hvítt, brúnt, gult, rautt. Galvaniserað. Verðhugmynd: : Hurð, 3x3m, með öllum járn- um frá kr. 36.936,* Motordrif: frá kr. 18.365, * Gongi FFR 4,20. Sendum menn til upp- setningar um land allt. Afgreiðslufrestur 6-8 vikur. ASTRA SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 686544 f _ _ j BILALEICUBILAR HERLENDIS OG ERLENDIS Reykjavík: Akureyri: Borgarnes: VíöigerðiV-Hún. Blönduós: Sauöárkrókur: Siglufjöröur: Húsavík: Vopnafjöröur: Egilsstaöir: Seyöisfjörður: HöfnHornafirði; 91-31615/686915 96-21715/23515 93-7618 : 95-1591 95-4136 95- 5175/5337 96- 71489 96- 41940/41229 97- 3145/3121 97-1550 97-2312/2204 97-8303 interRent FLUGLEIDIR FLUGFRAKT Simi: 27800 Flugleiðir fljúga þrjár sérstakar fraktferðir í febrúar frá New York til Keflavíkur. Flogið er frá New York | þriðjudagana 12., 19. og 26. febrúar með Boeing | 727 flugvél. Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar nánari upplýsingar. ÞETTA ER GREIÐ LEIÐ FYRIR ALLA ÞÁ SEM ANNAST INNFLUTNING FRÁ AMERÍKU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.