Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Loks prinsessa fyrir prins Albert? Hviksögur ganga nú um aö prins Al- bert af Mónakó sé orðinn ástfanginn af 18 ára gamalli prinsessu, Biönku af Aosta. Þykja þetta mikið gleðitiðindi innan Grimaldiættarinnar sem og ann- arra íbúa Mónakó sem finnst tími til kominn að prinsinn hætti aö dandalast meö einhverjum sýningarstúlkum og festi auga á einhverri meö blátt blóð í æðum. Þá hafa þessi tíöindi ekki síður vakiö mikinn fögnuð í Danmörku. Bianka prinsessa er nefnilega barnabama- barn Georgs L, fyrrverandi Grikk- landskonungs, sem fæddur var prins af Danmörku. Hún er elsta dóttir hertog- ans af Aosta og Kládíu hertogaynju af Orléans. Bianka þykir uppfylla allar þær kröf- ur sem gera verður til tilvonandi her- togaynju af Mónakó. Hún þarf að geta sinnt opinberum skyldum og standa undir þeirri tilbeiöslu sem enn fylgir nafni Grace furstafrúar í hugum Mónakóbúa. Bianka prinsessa af Aosta þykir nú liklegust til afl verfla furstafrú af Mónakó. Clark Gable Clark Gable viröist seint ætla að gleymast sinni kynslóö. Nú er farið að framleiða hann í brúðuformi og ku seljast vel. Brúðan er úr taui en andlit og hendur úr postulíni. Fyrir æstustu aðdáendur er hægt að fá Gablebrúðuna með gullslegna skyrtuhnappa og gylit- an stafhnúð og kostar sú útgáfa tæpar 100 þúsund krónur. Odýrari útgáfurnar eru á um 5 þúsund krónur. Apakötturinn Karanja er gæddur mikluni hæfileikum. Þcssi simpansi hefur leikið í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og gert hinar ótrú- legustu kúnstir. Hann getur meira að segja blásið kúlutyggjó. Eins og sést á annarri myndinni býst hann greinilega við miklum hvelli þegar kúlan spring- ur. Og það reyndist rétt enda klístrað- ist hún út um allt andlit. Það fylgir ekki sögunni hvernig honum gekk að þrifa klístrið af ioðnu fésinu. % • ★ Michael Jackson hefur skrifað kvikmyndahandrit hvers efni vér á Sviðsljósinu þekkjum ekki. Hins vegar hefur hann sent það tll leik- konunnar Katherine Hepburn að jví er vér vitum. Hún hefur áhuga á að taka aö sér hlutverk í væntan- legri kvikmynd. Þar á hún að leika veUauðuga frú sem sýnir pUtinum Michaei væntumþykju sína. Boy George er heldur ánægöur þessa dagana enda er hann nýbú- inn að skrifa undir samning um tónleika í Bandaríkjunum ásamt Elton John. Tónleikarnir verða sendir um gervihnött tU allrar heimsbyggðarinnar og þeir kump- ánar fá um 180 mUljónir islenskra króna fyrir viðvikið. Það ættl að verða tU skiptanna. Marlon Brando átti ekki sjö dag- ana sæla um jólin. Hin 27 ára gamla hjásvæfa hans varð æf þeg- ar Brando réð unga ofc lagiega snót tU að sjá um húsverkin á helmUinu. Hjásvæfan yfirgaf vUluna á Tahiti og kom ekki aftur fyrr en Brando hafði rekið húshjálpina, níu dögum siðar. Brigitte Bardot, kynbomban ald- urhnigna, f ékk litUsháttar áfall dag einn fyrir skömmu er hún var í búð- arrápl í St. Tropes. „TU hamingju með brúðkaupið,” sagði cin búðar- lokan við hana. Það kom þá í ljós að sonur Bardots hafði gift sig daginn áður án vitundar mömmu gömlu. Sonurinn hafði gefið þá yfirlýsingu að hann ætlaði að eignast börn sem fyrst. AfaU Bardot stafaðl af tU- hugsuninni um að verða amma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.