Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Þaö er margt sem bendir til þess aö til vandræöa horfi hvaö stöðutákn snertir í heiminum. Þessar fréttir ber- ast aö minnsta kosti utan úr hinum stóra heimi. Hér á Islandi mætti ætla aö fólk ætti ekki í vandræðum með aö velja sér stööutákn þegar svo margir herða nú sultarólina. En hvaö sem því líður virðist þetta einnig vera vanda- mál erlendis. Stööutákn er eitthvað sem menn á- girnast til aö sýna öörum í hvaöa stööu þeir eru. Fram að þessu hefur veriö nóg aö kaupa sér dýra hluti. Þetta geta verið dýrir bílar eða pelsar. En nú er það svo aö almúginn er byrjaöur aö eignast þessi stöðutákn í ríkari mæli og þeir sem vita ekki aura sinna tal vita ekki til hvaða ráða þeir eiga aö grípa. Við hér á Islandi fréttum nýlega af fólki sem vill eignast mikiö af stöðu- táknum. Þaö var reyndar ekki margt sem þetta fólk gat fengiö sér fram yfir aöra í þjóöfélaginu. Þaö helsta virtist vera þaö aö hægt var aö kaupa rándýr- an pels. En því miður er til lítils aö vinna meö því að ganga um og sýna sig í dýrum pelsi þegar allir aðrir eiga einnig pels. Hinir pelsarnir eru reynd- ar ekki eins dýrir og pelsinn góöi. Hins vegar eru fáir sem vita hiö raunveru- lega verð pelsins. Eina leiðin til aö gera lýðnum þaö kunnugt er aö láta verðmiðann hanga í pelsinum. En hverjum dettur þaöí hug? Fjöldaframleiðslan hefur eyðilagt stöðutáknið Fyrir nokkru var rætt við nokkra ríka og sæta Amerikana um hvað væri stööu- tákniö á þessu nýja ári. Leikarinn Morgan Fairchild segir þar um stööutákniö. ,,Eg held aö stöðu- tákniö núna sé aö vera ekki upptekinn af stööutákni.” Þeir ríku eru nefnfiega orönir ráö- þrota í leit aö stöðutáknum. Þaö hefur litla þýöingu aö aka á BMW um götur bæja þegar allir aörir gera þaö líka, jafrivel ríkisstarfsmenn. Þaö virðist því vera fokið í flest skjól fyrir þeim sem hafa fram aö þessu getaö státaö af stöðutáknum í efnislegu formi. Það sem nú virðist vera þýöingar- mest í sambandi við stöðutákn er að grípa til einhvers konar andstæöna. Nú getur status t.d. verið þannig aö mold- ríkir reyna aö vera eölilegir, þ.e. eins og almúginn. Stööutákn hafa alltaf heillaö félags- fræðinga og aöra sem fást viö aö skilgreina það sem gerist í þjóðfélaginu. Stöðutáknin voru allt önnur fyrir 100 árum en þau eru í dag. Fram aö þessu hefur það veriö afger- andi aö eiga peninga til aö geta skartaö einhverju tákni. En í seinni tíö hefur fjöldaframleiðslan sett strik í reikninginn. Neyslan er orðin mikil og almenn. Þaö veröur því stöðugt erfiöara að skilja á milli ríkra og fá- tækra. Stööutáknin eru til orðin til aö sýna misjafnlega mikil efnisleg gæði. Þegar ekki er lengur hægt aö sýna þetta meö dauðum hlutum veröur aö grípa til annarra ráöa. Þau ráö eru alltaf til staðar og þau eru stöðugt háð breyting- um. Fara til Eþíópíu Þaö nýjasta hjá þeim sem vita ekki aura sinna tal, er aö aumka sig yfir þá fátæku eöa þá sem eiga ekki í sig og á. Þetta hefur reyndar veriö þekkt fyrir- brigöi áður. Þá hafa menn oftast gert slíka hluti til aö hagnast líka á þeim. Þeir fá gjaman skattafrádrátt fyrir vikiö. En þaö sem nú er orðið vinsælt er að skreppa til Eþíópíu meö síldarmjöl í ófíiœ'áu magni. Þeir skreppa gjarnan Þetta mun vera fyrsti bill íslendinga. Á þeim tíma þótti mikið til koma að eiga einn bil eða svo. David Bowie er einn þeirra sem hafa næman skilning á þýðingu þess að breyta ímynd sinni eftir tið- arandanum. sem leikur aðalhlutverkiö. Tíska og stööutákn eru oft ómetvitaðir tilburöir og fólk hrífst með því sem því er sagt aögera. Hér á Islandi virðist vera vandræða- ástand hjá þeim sem sækjast eftir stööutáknum. Við vitum að neyslan hér á landi er ein sú mesta í heimi. Þess vegna er erfitt að nota efnislega hluti sem stöðutákn. Þess vegna gripu nokkrir úrræðagóöir til þess örþrifa- ráðs að stofna sérstakan klúbb fyrir þá sem sækjast sérstaklega eftir þessum táknum. Með þessari aðferö gefst þessu fólki tækifæri til aö bera saman bækur sínar. Eftir samkomur hjá þeim eru svo birtar myndir af skrílnum þar sem ekki fer á milli mála hver er meðlimur. Síöan, til aö vera öruggir um að aörir geti virt fyrir sér myndir af þessum klúbbi, gefur hann út tíma- rit. Þetta tímarit er síðan reynt aö selja almúganum sem ekki fær aö vera meö i stöðutáknaklúbbnum. Samt er ekki laust viö að sá grunur læöist aö mönnum aö hér sé á ferðinni fólk sem vilji láta líta svo út aö það hafi einhver auraráð og dreymir um aö komast til metoröa í athafnalífinu. Það getur oft verið erfitt aö gera sér grein fyrir þvi sem er í tísku. Fyrir nokkrum árum þótti ákaflega fínt aö stunda líkamsrækt af miklu kappi. Hér á landi spruttu upp staðir af þessu tagi. Færri komust að en vildu. Nú er hins vegar tíöin önnur. Mörgum þessara staða hefur þurft að loka. Líkamsrækt er ekki lengur í tísku. Sömu sögu er aö segja um sólarlampana. Það eru ekki bara krabbameinsskrifin sem draga úr aðsókninni. Nú um nokkurt skeið hafa öll fermingarböm verið hálf- gerðir negrar viö altariö. Þetta hefur verið afleiðing af langri legu í sólar- lömpum. Þaö hefur verið í tísku að fermast brúnn. En þaö fer fyrir brúnkunni eins og ööru sem er í tísku. Aö endingu eru allir komnir í það sama. Allir eru orðnir brúnir. Þegar svo er komið er kominn tími til að finna upp á ein- hverjuööru. Sömu sögu er að segja um skíði, reiðhjól og svo margt annað. Við höldum áfram aö fylgjast meö. Stöðugt erfiðara að velja sér stöðutákn þangaö í sinni eigin flugvél. Og það fylgir einnig aö vera klæddur í slitin og ekkialveg hreinföt. Þaö er sem sagt „anti-status” sem virðist vera tíöarandinn núna. Þegar Paul McCartney lét mála Rollsinn sinn bleikan var hann lfidega að segja þeim sem á horfðu aö einn Rolls væri eins og hver annar Skoda í hans augum. Þetta segir félagsfræðingum mikið. Ef þú ekur t.d. um á skítugum Mercedes og með sætin full af drasli segir það meira um stöðu þína en ef þú keyrir um í sama bíl tandurhreinum aö innan og utan. Því þá ert þú gagngert aö segja mönnum aö þú eigir þennan bíl og ert líklega að reyna aö tilheyra öðrum stéttum en þú raunverulega til- heyrir. Pelsinn er ekki lengur óbrigðult stöðutákn. Ekki sist vegna þess að loð- skinnaframleiðslan er orðin mikil i heiminum. Tískan er breytileg Tískan eða stööutáknin breytast stööugt. Hér áður fýrr var þaö nóg aö vera með fagra konu sér viö hlið sem var vel búin og með langar neglur. Neglumar áttu að undirstrika að hún þyrfti ekki aö gera ærlegt handtak. Lengi vel var þaö þónokkuö aö eiga bil. Þaö breyttist þegar bílar flæddu yfir hinn vestræna heim. Þetta hefur í raun gerst meö flesta hluti. Utvarp og sjónvarp gat veriö ákveðiö stööutákn fyrir nokkrum árum eöa svo. Þaö sama átti sér stað með stereo- græjurnar. Manngildið blívur Samkvæmt niöurstöðum færustu vísindamanna er það manngildið eða manngeröin sjálf sem er í tísku um þessar mundir. Þeir sem vilja tolla í þeirri tísku verða aö gera eitthvað til þess að aðrir taki eftir þessum eigin- leikum. Aö öðrum kosti veröa aörir ekki þess áskynja, aö viðkomandi sé búinn einhver ju sérstöku manngildi. David Bowie er sá sem hefur skiliö þetta fullkomlega. Hann hefur stööugt skipt um ytra og innra útlit í gegnum árin. Hann hefur alltaf verið ákveðinn „karakter” í þessum gervum sínum. Vandasamt líf En þetta með tísku og stööutákn getur veriö erfitt mál. Bæði fyrir þann sem er aö kanna fyrirbrigðið og þann Að eiga dýran og fallegan bíl nú til dags er ekki eins öruggt stöðutákn og það var hár áður fyrr. Nú er bila- eign orðin svo almenn og hver sem er getur ekið um i flottri og dýrri límósínu. Vandamál íhinum vestræna heimi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.